fbpx

 

Tæknivinur er ný lausn sem miðar að því að leiða saman eldri borgara, sem þarfnast  ráðgjafar í tæknilegum málum og yngra fólk, sem býr að þekkingu og kunnáttu á því sviði.

Tæknivinur einbeitir sér að verkefnum sem eru veigaminni en svo kalla þurfi til sérmenntað fagfólk. Ungt fólk sem lifir og hrærist í snjallvæddu umhverfi er vannýtt auðlind að mat Tæknivinar og býður það einstaklingum úr þeim hópi að skrá sig sem verktaka, „tæknivin“.

Eldri borgarar eiga þess kost að fá tæknilega aðstoð, ráðgjöf og fræðslu sem getur reynst þörf á í nútíma tækniumhverfi. Þjónustan er ýmist veitt í formi símtals eða heimsóknar. Tæknivinur getur með þessu móti einnig nýst fyrirtækjum og stofnunum sem miðla tæknilegum lausnum eða nýta þær.Verð er mismunandi eftir umfang og tímalengd þjónustunnar. Nánari upplýsingar á heimasíðu Tæknivina.

Heimasíða Tæknivins er í vinnslu Fram að því má hafa samband í síma 8466714 eða taeknivinur@gmail.com