Þessi frétt er af vef Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg á heiðurinn af gerð þessara myndbanda í samvinnu við Þroskahjálp og fleiri
Ný myndbönd um hvernig á að nota rafræn skilríki hafa nú litið dagsins ljós. Um er að ræða stutt og einföld leiðbeiningarmyndbönd um rafræn skilríki og virkni þeirra.
Umsóknir um þjónustu hjá Reykjavíkurborg eru í síauknum mæli að færast yfir á rafrænt form og fólk getur nú meðal annars skrifað undir skjöl, sent umsóknir og nálgast margskonar þjónustu með rafrænum hætti í gegnum Mínar síður. Til að nýta sér þessar rafrænu lausnir þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum til auðkenningar.
Til að útskýra notkun og tilgang rafrænna skilríkja lét Reykjavíkurborg því framleiða þrjú fræðslumyndbönd um rafræn skilríki og notkun þeirra.
Hvernig virka rafræn skilríki?
Hvernig fæ ég rafræn skilríki?
Hvernig skrái ég mig inn með rafrænum skilríkjum?
Notast var við auðskilið mál í myndböndunum til að ná til sem flestra og tryggja að þau væru bæði aðgengileg og auðskiljanleg. Myndböndin eru aðgengileg á fimm tungumálum: íslensku, ensku, pólsku, spænsku og arabísku.
Á næstunni verður einnig hægt að sækja um rafræn skilríki í þjónustuveri Reykjavíkurborgar og verður sú lausn kynnt bráðlega.
Handritið var unnið af Reykjavíkurborg í samstarfi við Þroskahjálp, teikningar eru eftir Búa Bjarmar Aðalsteinsson og Hér&Nú framleiddi.