fbpx

Málþing um einmanaleika eldra fólks og hvað sé til ráða

 

ATH. Málþinginu var streymt. Nú eru upptökur af öllum erindum máþingsins aðgengilegar hér á vef LEB

Smellið hér til að sjá upptökur frá ráðstefnunni!

 

 

LEB – Landssamband eldri borgara stendur fyrir málþingi um einmanaleika og félagslega einangrun eldra fólks og hvað sé til ráða, fimmtudaginn 17. sept. n.k. Setning er kl. 13.30 og lýkur málþinginu fyrir kl. 17.00. Málþingið er haldiðá Hótel Hilton Nordica og verður streymt á vef LEB.

Fimmti hver Íslendingur 67 ára og eldri er stundum eða oft einmana. Stundum er það alvarlegt mál, flókið og erfitt að vera einmana. Þú getur valið að vera einn, en enginn vill vera einmana. Afleiðingar einmanaleika og félagslegrar einangrunar geta verið bæði líkamalegar og andlegar og  geta jafnvel rænt fólk lífsgæðum.

 

LEB hefur sett vinnu gegn einmanaleika og félagslegri einangrun eldra fólks í ákveðinn forgang. Þetta verður viðfangsefni málþingsins 17. september, kl. 13.00 – 17.00. LEB hefur leitað eftir samstarfi við ýmsa aðila. Fulltrúar nokkurra þessara samstarfsaðila munu flytja erindi á málþinginu.

Málþingið er haldið til að auka þekkingu á vandanum og svara spurningunni: Hvað er til ráða?

Málþingið er haldið í samvinnu við Farsæla öldrun – Þekkingarmiðstöð með stuðningi  heilbrigðisráðuneytisins.

Smellið hér til að skoða upptökur frá ráðstefnunni.

Dagskrá málþingsins:

13.00   Skráning

13.30   Málþingið sett  Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður LEB – Landssamband eldri borgara

13.40   Erindi

  • Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sálfræðingur og sviðsstjóri Lýðheilsusviðs, Embætti landlæknis – Einmanaleiki sem lýðheilsuógn
  • Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunarmála hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar – Lærðu að elska tölvuna þína – ólíkar leiðir gegn einmanaleika
  • Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri, Rauði krossinn – Einangrun rofin með Rauða krossinum

Kaffihlé   Lay Low flytur tónlistaratriði

15.00   Erindi

  • Ólafur Þór Gunnarsson lyf- og öldrunarlæknir – Maður er manns gaman
  • Berglind Indriðadóttir iðjuþjálfi, Farsæl öldrun – Þekkingarmiðstöð – Það er munur á að vera einn og vera einmana; nokkur orð um tengsl og hlutdeild
  • Guðrún Ágústsdóttir ráðgjafi hjá LEB og Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður LEB – Eru til lausnir?

Ávarp  Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra

Fundarstjóri: Guðrún Ágústsdóttir ráðgjafi hjá LEB