fbpx

Alzheimersamtökin halda málþing miðvikudaginn 21.september 2022 í tilefni af alþjóðlegum Alzheimerdegi.

Yfirskrift málþings er: „Tryggjum leiðina… málþing um þjónustu við fólk með heilabilun og aðstandendur í náinni framtíð“.

Málþingið er haldið í salarkynnum Háskóla Íslands, Stakkahlíð 1, í salnum Skriða kl. 16:30-18:30. Hægt er að skoða viðburð nánar á Facebooksíðu samtakanna undir viðburðinum: https://fb.me/e/2DSMXXlzq

Allir eru velkomnir meðan húsnæði leyfir og aðgangur ókeypis. Málþinginu verður streymt á heimasíðu okkar www.alzheimer.is og upptökur verða aðgengilegar nokkrum dögum eftir málþing.