Ljósmyndahópurinn HVER, sem starfar undir merkjum Félags eldri borgara í Hveragerði, er með ljósmyndasýningu á Blómstrandi dögum. Sýningin heitir HVERAGERÐI og ÖLFUS og er í Hveragarðinum (Geothermal park). Opið er alla dagana 11.-14. ág frá 10.00 -18.00
Á sýningunni sýna félagar m.a. myndir úr þemaverkefnum sínum.
Ljósmyndahópurinn var stofnaður af Sesselju Guðmundsdóttur árið 2020 en núverandi formaður er Gyða Björg Elíasdóttir.
Mikill áhugi hefur verið hjá hópnum undanfarin ár að taka myndir og vinna saman. Á kovid tímanum starfaði hópurinn af miklum krafti gegnum netið og lét engan bilbug á sér finna. Félagar skiptust á að velja þemaverkefni og svo fór hver og einn og tók myndir sem var svo deilt innan hópsins á netinu. Má til gamans nefna nokkur þemu: Hvítt og svart; speglun; fossar; vorgleði; börn o.fl.
Þegar samkomubanni var loks aflétt og fólk fékk að hittast á ný þá var ákveðið að vinna að sýningu sem lítur dagsins ljós á Blómstrandi dögum. Mikill metnaður hefur verið lagður í viðburðinn.
Allir eru hjartanlega velkomnir á sýninguna.