fbpx

 

Borgarstjóri efnir til opins fundar miðvikudaginn 27. september nk. kl. 9.00 – 11.45 í Ráðhúsi Reykjavíkur um lífsgæðakjarna framtíðarinnar og uppbyggingu heimila fyrir eldra fólk (og e.a. annarra kynslóða).

Framsöguerindi verða flutt, en einnig fer fram kynning á nokkrum þeim hugmyndum sem bárust eftir að borgin kallaði eftir hugmyndum og samstarfsaðilum í maí sl.

Að þessu seinni verður fókusinn á aðila sem sendu inn hugmyndir að uppbyggingu á eigin lóðum. Einnig verður efnt til pallborðs til að ræða þróun í þessum málaflokki og framtíðina.

Drífa Sigfúsdóttir varaformaður LEB mun taka þátt í pallborði um efnið. Aðrir þátttakendur í pallborðinu verða sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, fulltrúi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og skrifstofustjóri og leiðtogi öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg.

Málþinginu verður streymt.