fbpx

Hljómsveitin ÁFRAM MEÐ SMJÖRLÍKIÐ býður til fyrstu tónleika sinna í Iðnó!
Hljómsveitin var stofnuð á námskeiðinu Heldrapönk.
Heldrapönk var sex daga námskeið á vegum Reykjavík Dance Festival fyrir fólk á aldrinum 65 ára og eldri þar sem þátttakendur stofnuðu í sameiningu pönkhljómsveit, þróuðu hugsjón og siðareglur hennar, skrifuðu texta, sömdu lög og margt fleira.

Ókeypis aðgangur. Allir velkomnir! – Laugadagur 23. nóvember kl. 19:15