fbpx


Alþingi samþykkti á síðasta ári 
lýðheilsustefnu til ársins 2030. Stefnan á sér stoð í heilbrigðisstefnu þar sem fram koma þau markmið að lýðheilsustarf með áherslu á heilsueflingu og forvarnir verði hluti af allri heilbrigðisþjónustu. Lýðheilsuþingið er haldið undir sömu formerkjum og heilbrigðisþingin sem haldin hafa verið árlega frá árinu 2018 þegar gildandi heilbrigðisstefna til ársins 2030 var í mótun.

Með því að helga þingið í ár lýðheilsu er fylgt eftir þeim áherslum sem fram koma í nýrri lýðheilsustefnu með áherslu á innleiðingu hennar.  Á þinginu verður einstaklingurinn í forgrunni með áherslu á allt það sem við getum sjálf gert til að efla, vernda og viðhalda góðri heilsu. Jafnframt verður fjallað um hvernig stjórnvöld og stofnanir samfélagsins geta með ákvörðunum sínum og aðgerðum skapað almenningi sem bestar aðstæður til heilsueflingar á öllum æviskeiðum.

Lýðheilsuþingið verður haldið 10. nóvember 2022 klukkan 8:30-16:00 á Hilton Reykjavík Nordica.

Áhugasamir eru beðnir um að skrá þátttöku sína á rafrænu skráningarformi hér .

Vakin er athygli á því að streymt verður frá þinginu. Þeir sem fylgjast með þinginu í streymi þurfa ekki að skrá þátttöku sína. Nánari upplýsingar um streymið og aðgangur að því birtast hér þegar nær dregur.

Frekar upplýsingar og dagskrá þingsins má nálgast á vef heilbrigðisráðuneytisins.