fbpx
  • Könnun hjá öldruðum í Reykjavík.
  • Horfur á mikilli fjölgun aldraðra.

Langflestir aldraðra, 67 ára og eldri í Reykjavík, eða 87%, bjuggu í eigin húsnæði, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Félagsvísindastofnun HÍ gerði á högum og líðan aldraðra fyrir velferðarsvið Reykjavíkur- borgar, félagsmálaráðuneytið og Landssamband eldri borgara frá nóvember 2020 til janúar 2021.

Í leiguhúsnæði bjuggu 16% aldr- aðra, á hjúkrunarheimili voru 3%, í þjónustuíbúð á vegum velferðar- sviðs bjuggu 2%, 1% bjó hjá börnum og 1% annars staðar. Af þeim sem voru í leiguhúsnæði leigðu 35% á al- mennum markaði, 29% voru í leigu- íbúð á vegum félagasamtaka, 18% í félagslegu húsnæði og 18% í annars konar leiguíbúð. Þetta kom fram í minnisblaði Regínu Ásvaldsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, um hús- næðismál eldra fólks í Reykjavík.

Meðalævin er að lengjast

Í mannfjöldaspá fyrir Reykjavík er gert ráð fyrir að hlutfall 67 ára og eldri fari úr 12% árið 2020 upp í 21% árið 2050. Eldri en 80 ára mun fjölga hlutfallslega meira en fólki á aldr- inum 67-79 ára.

Íbúar landsins verða orðnir 461 þúsund árið 2069, samkvæmt miðspá mannfjöldaspár Hagstofu Íslands. Mannfjöldinn var um 368 þúsund í lok síðasta árs. Þá er meðalævi fólks að lengjast. Í lok 2020 var hún 84,1 ár hjá konum en því er spáð að hún verði 88,7 ár árið 2069. Meðalævilengd karla var 80 ár í lok síðasta árs en verður 84,4 ár ár- ið 2069.

Regína segir í minnisblaðinu að það sé stefna Reykjavíkurborgar að allir borgarbúar hafi öruggt hús- næði á viðráðanlegu verði. Það á við hvort sem fólk þarfnast stuðnings með húsnæðismál sín eða ekki. Húsnæðisstefna borgarinnar nær til allra borgarbúa, þar með talið eldra fólks sem þarf að geta eignast og/ eða leigt húsnæði eftir þörfum hverju sinni. Þá þarf að vera fjöl- breytt framboð á húsnæði í hverju hverfi.

Unnið hefur verið með samtökum og stofnunum sem vilja byggja íbúð- ir fyrir eldra fólk á undanförnum ár- um. Í minnisblaðinu segir að áætlun miði vel um að byggja um 450 íbúðir í samstarfi við Hrafnistu, Grund, Sóltún, Samtök aldraðra og Leigu- félag aldraðra/Félag eldri borgara. „Byggingu 246 íbúða fyrir eldri borgara er lokið, þ. á m. byggingu 60 íbúða á Sléttuvegi 27. Þá eru 120 íbúðir á framkvæmdastigi og sam- þykkt deiliskipulag er fyrir bygg- ingu 162 íbúða eldra fólks,“ segir í minnisblaðinu.

 

 

Fréttin birtist fyrst í Morgunblaðinu