Jafnréttisþing 2020 verður haldið í Hörpu 20. febrúar. Á þinginu verður fjallað um jafnrétti í breyttum heimi og samspil jafnréttis- og umhverfismála í tengslum við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Sérstaklega verður litið til framtíðaráskorana í tengslum við tæknibreytingar, loftslagsbreytingar og nýja atvinnu- og lifnaðarhætti og velt upp hvaða áhrif þessir þættir kunna að hafa á stöðu kynjanna í íslensku samfélagi.
Sjá nánar um dagskrá og skráningu á www.jafnretti2020.is