fbpx

Fundur með félagasamtökum: „Hlutverk og mikilvægi félagasamtaka í þjónustu við þolendur og gerendur ofbeldis“

Starfshópur á vegum félags- og vinnumarkaðsráðherra skilaði sl. vor meðfylgjandi skýrslu ásamt 18 tillögum sem miðuðu að því að tryggja þá þjónustu sem standa þarf bæði þolendum og gerendum ofbeldis til boða, með sérstöku tilliti til Samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi (Istanbúlsamningsins). Starfshópur vinnur nú að því að […]

Fundur með stjórn Vöruhúss tækifæranna

Fundur vegna ýmissa tækifæra fyrir eldra fólk sem Vöruhúsið býður uppá, sérstaklega í samvinnu við önnur lönd þar sem sambærilegar hreyfingar starfa. Vöruhús tækifærana er tengt U3A - Háskóla þriðja æviskeiðsins. Fundinn sitja f.h. LEB, Helgi Pétursson formaður og Viðar Eggertsson skrifstofustjóri.

Fundur Norrænna samtaka eldri borgara

Árlegur fundur Norrænna samtaka eldri borgara verður haldinn 25. & 26. október í Ósló í Noregi að þessu sinni. Fulltrúar Íslands eru Helgi Pétursson formaður LEB og Drífa Sigfúsdóttir varaformaður LEB.

Fundur með fjárlagalaganefnd

LEB hefur verið boðað á fund fjárlaganefndar Alþingis til að fylgja eftir umsögn LEB um frumvarp til fjárlaga árið 2024, miðvikudaginn 25. október kl. 9.50 Á fundinn mæta f.h. LEB: Helgi Pétursson formaður, Þorbjörn guðmundsson formaður kjaranefndar og Þórólfur Matthíasson prófessor.   HÉR er umsögn LEB  - Fjárlög 2024 Umsögn LEB

Fundur um Island.is

Fundurinn er haldinn í aðsetri LEB að Ármúla 6. Verkefni fundarins er að fara yfir upplýsingar sem birtast á vefnum www.island.is um eldra fólk. Eins og Orðasafn, spjallmenni og næstu skref. en ráðgert er að setja á laggirnar rýnihóp eldra fólks vegna vefsins. Fundinn sitja f.h. LEB, Helgi Pétursson formaður og Viðar Eggertsson skrifstofustjóri; f.h. […]

Fundur velferðarvaktarinnar

Fulltrúi LEB í velverðarvaktinni, Drífa Sigfúsdóttir varaformaður LEB, mætir á fund velferðarvaktarinnar 25. október kl. 13.15. Velferðarvaktin er skipuð af félags- og vinnumarkaðsráðherra og fundar í ráðuneytinu. Upplýsingar um velferðarvaktina

Samstarfsnefnd um málefni aldraðra

Fundurinn haldinn í félagsmálaráðuneytinu, Síðumúla 24, 108 Reykjavík. Fundinn situr Helgi Pétursson formaður LEB. Samstarfsnefnd um málefni aldraðra starfar á grundvelli 4. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999, en samkvæmt greininni skipar ráðherra fimm manna samstarfsnefnd um málefni aldraðra eftir hverjar almennar alþingiskosningar. Samkvæmt 5. gr. laga um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með þeirri […]

376. Stjórnarfundur LEB.

Fundurinn er haldinn sem fjarfundur föstudaginn 3. nóvember og hefst kl. 9.30. Aðalstjórn LEB: Helgi Pétursson formaður, Drífa Sigfúsdóttir varaformaður, Sigrún C. Halldórsdóttir gjaldkeri, Ingibjörg Sverrisdóttir ritari, Þorbjörn Guðmundsson meðstjórnandi. Varastjórn LEB: Ásgerður Pálsdóttir Jónas Sigurðsson Magnús Jóhannes Magnússon

Tjaldað til einnar nætur? Opið málþing um stöðu tekjuminni hópa á húsnæðismarkaði

Velferðarvaktin stendur fyrir opnu málþingi um stöðu tekjuminni hópa á húsnæðismarkaði og fer það fram fimmtudaginn 9. nóvember á Hótel Reykjavík Natura kl. 13.00-16.00. Margir tekjuminni hópar standa frammi fyrir miklum erfiðleikum á húsnæðismarkaði, þar með talið leigjendur, fatlað fólk, námsmenn, ungt fólk, fyrstu kaupendur, öryrkjar og eldra fólk. Markmiðið með málþinginu er að fá […]

Verkefnastjórn um samþættingu á þjónustu við eldra fólk

Fundur verkefnastjórnar er haldinn í félags- og vinnumálaráðuneytinu, Síðumúla 24, 108 Reykjavík. Fulltrúi LEB er Helgi Pétursson formaður. Hlutverk verkefnastjórnar er að leiða vinnu við heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk, að stuðla að samvinnu og samhæfingu á milli ráðuneyta, sveitarfélaga og annarra þjónustuaðila, forgangsraða og útfæra tímasett markmið í aðgerðaáætlun til fjögurra ára sem […]