fbpx

Loading Events

« All Events

 • This event has passed.

Fundur með félagasamtökum: „Hlutverk og mikilvægi félagasamtaka í þjónustu við þolendur og gerendur ofbeldis“

13 okt 2023 @ 10:00 - 12:00

Starfshópur á vegum félags- og vinnumarkaðsráðherra skilaði sl. vor meðfylgjandi skýrslu ásamt 18 tillögum sem miðuðu að því að tryggja þá þjónustu sem standa þarf bæði þolendum og gerendum ofbeldis til boða, með sérstöku tilliti til Samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi (Istanbúlsamningsins). Starfshópur vinnur nú að því að skoða og meta hvaða laga- og reglugerðabreytinga er þörf sbr. framangreindar tillögur, hvernig skuli forgangsraða þeim og kostnaðarmeta.

Í Istanbúlsamningnum er lögð áhersla á samráð og samvinnu við frjáls félagasamtök þegar kemur að baráttunni gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi og er hér með boðað til fundar föstudaginn 13. október kl. 10.00 – 12.00 þar sem við ætlum að ræða hlutverk félagasamtaka í þessu samhengi eins og staðan er í dag og til framtíðar litið. Fundurinn fer fram hjáMennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar, Krókhálsi 5a en einnig er í boði að vera á Teams fyrir þau sem ekki komast á staðfund (sjá hlekk hér neðst).

Dagskrá:

1. Kynning á skýrslunni „Fyrirkomulag þjónustu vegna ofbeldis“ og framhaldsvinnunni.

Arndís Soffía Sigurðardóttir, formaður starfshóps.

 1. Sýn félagasamtaka á eftirfarandi þætti þegar kemur að þjónustu við þolendur ofbeldis.
 • Lágmarksþjónusta.
 • Fyrirmyndarþjónusta/Nýsköpun í þjónustu.
 • Helstu hindranir og áskoranir í þjónustu.
 • Hvernig skal tryggja gæði þjónustunnar.
 • Kostnaður samtaka við þjónustu á ársgrundvelli.
 • Samstarf við félagsþjónustu, barnavernd og aðra þjónustuveitendur vegna ofbeldis.
 • Söfnun tölfræðigagna – samræming.
 • Samráðsvettvangur og svæðisbundnar áherslur.
 • Fræðsla – endurmenntun þjónustuaðila.
 • Þjónusta við hópa sem eru berskjaldaðri fyrir ofbeldi – hverju þarf að huga að?
  Fulltrúar:
 • Barna
 • Fatlaðs fólk
 • Fólks af erlendum uppruna
 • Hinsegin fólks
 • Eldra fólks

Umræður munu fara fram um þessa þætti en einnig er óskað eftir því að aðilar sendi svör við þessum spurningum að loknum fundi og annað sem þeir vilja koma á framfæri.

Details

Date:
13 okt 2023
Time:
10:00 - 12:00