- This event has passed.
Við bíðum ekki lengur! – Málþing um kjaramál eldra fólks
2 okt 2023 @ 13:00 - 16:00
LEB – Landssamband eldri borgara stendur fyrir málþingi um kjör eldra fólks
mánudaginn 2. október kl. 13.00 – 16.00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.
Málþingið fer fram í fyrirlestrarsal Grósku á 1. hæð. Ókeypis aðgangur og öllum opið meðan húsrúm leyfir.
Málþinginu verður streymt á vef LEB www.leb.is og víðar á öðrum vefsíðum.
Málþingið byggist á Stefnumörkun LEB í kjaramálum 2023 sem er í þrem hlutum:
- Almennar aðgerðir sem koma þeim best sem eru með lágar og millitekjur.
- Sértækar aðgerðir fyrir þau verst settu.
- Breytingar á lögum; skattalögum og lögum um almannatryggingar.
Gert er ráð fyrir að hver hluti málþingsins taki tæpa klukkustund og er stutt kaffihlé á milli.
Allir 3 hlutar málþingsins eru eins byggðir upp:
- Erindi fulltrúa LEB um áhersluatriðið
- Erindi ráðherra/þingmanns úr ríkisstjórn
- Málþingsstjóri ræðir við frummælendur
- Reynslusögur eldri borgara – myndbönd
- Pallborð undir stjórn málþingsstjóra:
– Tveir stjórnarandstöðuþingmenn
– Forystumaður verkalýðshreyfingar
– Eldri borgari
– Sérfræðingur í kjaramálum eldra fólks
Nánari dagskrá birtist hér innan tíðar!