Fjölbreytt og ríkuleg dagskrá er á döfinni hjá U3A Reykjavík í nóvember, enda fimm þriðjudagar í mánuðinum.
Veislan hefst 2. nóvember með því að Þórhildur Bjartmarz fjallar um sextíu ára hundabann í Reykjavík. Þórhildur er hundaþjálfari og eigandi hundaskólans Hundalíf.
Þriðjudaginn 9. nóvember verður fyrirlestur um samskipti Íslands og Kína sem Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði flytur og Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs kemur til U3A þriðjudaginn 16. nóvember með fyrirlestur um loftslagsbreytingar.
Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor við stjórnmálafræðideild HÍ fjallar síðan um upplýsingaóreiðu 23. nóvember en hann ritaði doktorsritgerð sína um það efni.
Loks er steft að fyrirlestri um smitsjúkdóma og faraldra 30. nóvember.
Allir fyrirlestrar eru haldnir í sal í Hæðargarði 31 þriðjudaga kl. 16:30 auk þess sem þeim er streymt til félagsmanna og þeir aðgengilegir í viku eftir flutning.
Námskeið Jóns Björnssonar og Þorleifs Friðrikssonar um sögu og menningu Gyðinga hefst fimmtudaginn 25. nóvember og annar dagur námskeiðsins er 2. desember. Menningarnefnd verður einnig með viðburði í nóvember og verða þeir auglýstir síðar.
Fylgist með viðburðum og fréttum úr starfinu á heimasíðunni u3a.is