Með höfuðborgarsvæðinu er átt við: Reykjavík, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp, Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ og Kópavog.
Hertar takmarkanir fela í sér eftirfarandi:
- Nálægðarmörk 2 metrar: Nálægðarmörk verða 2 metrar. Það á einnig við í öllum skólum, að undanskildum börnum fæddum 2005 og síðar
- Þjónusta sem krefst snertingar eða mikillar nándar: Starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar eða ef hætta er á snertingu milli fólks eða mikillar nálægðar er óheimil. Þetta á við svo sem um hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur, húðflúrunarstofur og aðra sambærilega starfsemi. Framangreint á þó ekki við um starfsemi heilbrigðisstarfsfólks við veitingu heilbrigðisþjónustu en í þeim tilvikum er skylt að nota andlitsgrímur.
- Verslanir: Viðskiptavinum verslana verður skylt að bera andlitsgrímur ef ekki er hægt að tryggja a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.
- Sund-og baðstaðir: Sund-og baðstöðum verður lokað.
- Íþróttir og líkamsrækt innandyra óheimil: Líkamsrækt, íþróttastarf og sambærileg starfsemi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu á milli fólks eða mikilli nálægð, eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér er óheimil innandyra.
- Íþróttir utandyra: Íþróttir utandyra eru heimilar en áhorfendur á íþróttaviðburðum utandyra skulu ekki vera fleiri en 20 í hverju rými. Áhorfendur skulu bera grímu og sitja í merktum sætum.
- Sviðslistir: Á viðburðum svo sem í leikhúsum, kvikmyndahúsum, á tónleikum o.þ.h. mega gestir ekki vera fleiri en 20 að hámarki. Gestir skulu allir bera grímu og sitja í merktum sætum.
- Veitingastaðir: Þeir veitingastaðir sem mega hafa opið (krár og skemmtistaðir skulu vera lokaðir) mega ekki hafa opið lengur en til kl. 21.00.
Börn fædd 2005 og síðar:
- Skólasund: Þrátt fyrir lokun sundstaða er heimilt að halda úti skólasundi fyrir börn fædd 2005 og síðar.
- Íþrótta-og æskulýðsstarfsemi og tómstundir barna sem eru fædd 2005 og síðar er heimil.
- Keppnisviðburðir: Keppnisviðburðir barna sem fædd eru 2005 og síðar þar sem hætta er á blöndun hópa umfram hefðbundnar æfingar eru óheimilir.
- Nálægðar- og fjöldamörk: Líkt og áður gilda nálægðar- og fjöldamörk ekki um börn fædd 2005 og síðar.
————————————————————————————
Takmörkunin tekur gildi 5. október 2020 og gildir til og með 19. október 2020.Stjórnvöld endurmeta þörf á takmörkuninni eftir því sem efni standa til, þ.e. hvort unnt sé að aflétta henni fyrr eða hvort þörf sé á að framlengja gildistíma hennar. Takmörkun á samkomum tekur til landsins alls og er markmið hennar að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins.
Reglugerðin tekur hvorki til alþjóðaflugvalla og -hafna, né til loftfara og skipa í millilandaferðum. Hún tekur heldur ekki til skólastarfs sem fjallað er um í sérstakri reglugerð um takmörkun skólastarfs.
Helstu ráðstafanir í gildi
Fjöldatakmörkun. Takmörkun á fjölda einstaklinga sem kemur saman miðast við 20 fullorðna, hvort sem er í einkarýmum eða í opinberum rýmum. Þetta á m.a. við um:
- Ráðstefnur, málþing, útifundi o.þ.h.
- Kennslu, fyrirlestra og prófahald.
- Skemmtanir, svo sem tónleika, menningarviðburði, leiksýningar, bíósýningar, íþróttaviðburði og einkasamkvæmi.
- Kirkjuathafnir, svo sem giftingar, fermingar og aðrar trúarsamkomur.
Fjöldatakmörkun, almenn nálægðartakmörkun og grímuskylda á ekki við um börn fædd 2005 eða síðar.
Á öllum vinnustöðum og í allri starfsemi mega ekki fleiri en 20 manns vera á sama tíma inni í sama rými. Tryggja skal að enginn samgangur sé milli rýma.
Verslunum er heimilt að hafa allt að 100 manns inni í einu svo framarlega sem hægt sé að tryggja 1 metra á milli fólks. Verslanir sem eru yfir 1.000 m2 að stærð mega hleypa til viðbótar einum viðskiptavini inn fyrir hverja 10 fm2 sem eru umfram þessa 1.000 fm2. Hámarksfjöldi viðskiptavina er þó alltaf 200.
Við útfarir mega allt að 50 manns vera viðstaddir.
Fjöldatakmarkanir gilda ekki um almenningssamgöngur, hópferðabifreiðar, innanlandsflug, farþegaferjur og störf viðbragðsaðila, svo sem lögreglu, slökkviliðs, hjálparliðs almannavarna og heilbrigðisstarfsfólks. Enn fremur gildir ákvæðið ekki um störf Alþingis og þegar dómstólar fara með dómsvald sitt.
Mikilvægt er að kynna sér leiðbeiningar um rými utanhúss og innandyra vegna COVID-19.
- Almenn nálægðartakmörkun. Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi á að hafa a.m.k. 1 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Í starfsemi þar sem ekki er hægt að tryggja 1 metra fjarlægð milli einstaklinga þarf að nota andlitsgrímu sem hylur bæði nef og munn. Þetta á t.d. við um í heilbrigðisþjónustu, á hárgreiðslustofum og nuddstofum, í innanlandsflugi og -ferjum, í leigubifreiðum og hópbifreiðum sem og í almenningssamgöngum. Mikilvægt er að kynna sér leiðbeiningar um notkun andlitsgríma.
- Fjölda- og nálægðartakmörkun í skólum. Reglur um fjöldatakmörkun og nálægðartakmörkun gilda ekki um börn sem fædd eru árið 2005 og síðar. Takmörkun á skólastarfi tekur til leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, framhaldsfræðslu og háskóla, hvort sem um er að ræða opinbera eða einkarekna skóla. Þetta á einnig við um aðrar menntastofnanir, svo sem frístundaheimili, félagsmiðstöðvar og íþróttastarf.
- Starfsfólk á leikskólum og grunnskólum skal gæta 1 metra nándarreglu þegar andlitsgrímur eru ekki notaðar. Ekki mega vera fleiri en 30 einstaklingar fæddir 2004 eða fyrr í hverju rými. Þetta á einnig við um frístundaheimili, félagsmiðstöðvar og íþróttastarf í grunnskólum.
- Skólastarf á framhaldsskólastigi og háskólastigi er heimilt svo framarlega að nemendur og starfsfólk geti haft minnst 1 metra fjarlægð sín á milli og hámarksfjöldi nemenda í hverri kennslustofu fari ekki yfir 30. Í sameiginlegum rýmum skóla er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndum hópa ef notaðar eru andlitsgrímur.
- Fjölda- og nálægðartakmörkun í íþróttum. Snertingar eru heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum. Aftur á móti skal virða 1 metra nálægðartakmörkun í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Hins vegar skal virða 1 metra nálægðartakmörkun í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Aðrir, meðal annars þjálfarar, starfsmenn og sjálfboðaliðar, skulu einnig virða 1 metra nálægðartakmörkun. Allt að 50 einstaklingum er heimilt að koma saman á æfingum og í keppnum. Óheimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum innandyra en utandyra mega allt að 100 áhorfendur mæta að því gefnu að þeir sitji í númeruðum sætum sem skráð eru á nafn og noti andlitsgrímur. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda.
- Þær íþróttagreinar sem ekki heyra undir ÍSÍ (Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands) skulu setja sér leiðbeiningar eða fylgja sömu leiðbeiningum og sambærilegar íþróttagreinar innan ÍSÍ.
- Fjölda- og nálægðartakmörkun í sviðslist, tónlist og við kvikmyndatökur. Snertingar og nálægð undir 1 metra eru heimilar í sviðslistum, tónlist, við kvikmyndatökur og í sambærilegri starfsemi. Þar sem sérstök smithætta er fyrir hendi, svo sem á kóræfingum, skal eftir fremsta megni gætt að 1 metra nálægðartakmörkun og eftir atvikum viðhöfð meiri fjarlægð ef unnt er.
- Heimilt er að hafa allt að 50 einstaklinga á sviði og 100 gesti í hverju rými á viðburðum að því gefnu að allir gestir sitji í númeruðum sætum sem skráð eru á nafn. Gestir eiga að nota andlitsgrímu.
- Hjúkrunarheimili og aðrar heilbrigðisstofnanir. Heilbrigðisstofnanir, hjúkrunarheimili og aðrar sambærilegar stofnanir eiga að setja sér reglur um starfsemi sína, til að mynda um heimsóknir utanaðkomandi á heimilin og stofnanirnar.
- Takmarkanir á starfsemi vegna sérstakrar smithættu. Skemmtistaðir, krár og spilasalir eiga að vera lokaðir. Aðrir veitingastaðir, þar sem áfengisveitingar eru heimilaðar mega ekki hafa opið lengur en til kl. 23.00 alla daga vikunnar og eiga að fylgja gildandi fjöldatakmörkun og nándarreglu. Ekki er heimilt að veita tímabundið leyfi fyrir skemmtunum, svo sem dansleikjum, brennum eða öðrum viðburðum sem ætla má að dragi að sér hóp fólks eftir kl. 23.00.
- Húsnæði líkamsræktastöðva eiga að vera lokaðar almenningi.
- Gestafjöldi á sund- og baðstöðum má vera helmingur af leyfilegum hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda.
Verslanir, opinberar byggingar og aðrir staðir innandyra opnir almenningi þurfa að:
- Sinna vel þrifum og sótthreinsun yfirborða eins oft og hægt er, sérstaklega algenga snertifleti eins hurðarhúna og handrið.
- Tryggja aðgang að handsótthreinsi við innganga og í grennd við algenga snertifleti, s.s. snertiskjái, innkaupakerrur og afgreiðslukassa.
- Minna almenning og starfsmenn á einstaklingssóttvarnir með merkingum og skiltum.
Heimilt er að sekta vegna brota á sóttvarnareglum
Sektarákvæði vegna brota sem tengjast nálægðartakmörkunum.
Sektarákvæði vegna brota sem tengjast samkomutakmörkunum, sóttkví og vegna einangrunar.
Aðgerðir á landamærum
https://www.covid.is/flokkar/ferdalog
Hvað fellur ekki undir samkomubann?
Samkomubannið nær ekki til alþjóðaflugvalla eða alþjóðahafna, flugvéla eða skipa. Hvatt er til öflugra sóttvarnaráðstafana og að rekstraraðilar grípi til ýtrustu ráðstafana til að minnka möguleika á smiti.
Hvenær lýkur samkomubanninu?
Þessar takmarkanir eru í stöðugu endurmati þannig að hægt sé að draga úr þeim eða þá lengja tímabilið sem þær gilda ef þörf þykir.