fbpx

 

Ályktun LEB um húsnæðismál

Á síðustu áratugum hefur eldra fólki farið fjölgandi og allt bendir til að sú þróun haldi áfram. Mikilvægt er að taka mið af þessari þróun m.a. við skipulagningu og uppbyggingu íbúðahúsnæðis. Vel staðsettir íbúðakjarnar sem byggðir eru með þarfir eldra fólks gerir því mögulegt að búa lengur í sjálfstæðri búsetu.

Landsfundur eldri borgara 2023  varar við því andvaraleysi sem nú ríkir og krefst þess að tekið verði tillit til þarfa eldra fólks við mótun húsnæðisstefnu og beinir því til sveitarfélaga að þau tryggi við skipulagningu nýrra byggingasvæða, uppbyggingu húsnæðis og þjónustu fyrir eldra fólk.