fbpx

Háskóli 3ja æviskeiðsins, U3A Reykjavík, eru samtök fólks á þriðja æviskeiðinu (árin 50+) sem vill afla sér og miðla þekkingu eins lengi og mögulegt er

Nú er vetrastarfið að hefjast. Starf U3A Reykjavík fer fram með námskeiðum, fyrirlestrum, hópastarfi, kynnisferðum og ferðalögum. Engin skilyrði eru fyrir þátttöku og engin próf eru tekin. Aðalbækistöðvar funa og fyrirlestra fara fram í félagsmiðstöðinni Hæðargarði.
Samtökin eru aðili að alþjóðlegri hreyfingu U3A sem er til í 30 – 40 löndum víða um heim með hundruðum þúsunda meðlima.
Samtökin taka vel á móti öllum sem vilja ganga til liðs við þau. Hægt er að skoða starfsemina á vefsíðu þeirra og þar er einnig hægt að skrá sig í starfið.
Vefsíða