fbpx

Hádegisfyrirlestrar RIKK – Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands.

Fyrirlestrarnir eru haldnir í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, kl. 12.00–13.00.

5. september. Ingrid Kuhlman, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði: Farsæl öldrun, hver er galdurinn?

12. september. Eyrún Lóa Eiríksdóttir, doktorsnemi í almennri bókmenntafræði: „Ég vil bara vera virkur þátttakandi í samtalinu“. Eldri konur í sjónvarpsefni samtímans

10. október. Kolbeinn Hólmar Stefánsson, félagsfræðingur: Lífskjör og afkoma á efri árum. Afleiðingar af ólíku lífshlaupi karla og kvenna

24. október. Berglind Indriðadóttir, iðjuþjálfi hjá Farsælli öldrun – Þekkingarmiðstöð: Að eldast hinsegin

7. nóvember. Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur: Krosssaumur eða rauðir sokkar? Hugmyndasaga öldrunar á Íslandi

14. nóvember. Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands: „berrössuð stelpa“ eða „síðbrjósta kellíng“. Um afstöðu skáldmæltra kvenna til elli og öldrunar

5. desember. Guðlaug Einarsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisráðuneytinu, og Unnur Ágústsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu hagmála og fjárlaga í heilbrigðisráðuneytinu: Kynjuð hagstjórn og öldrun

Ráðstefna

17. –19. september – Harpa. MeToo: Moving forward, nánari upplýsingar og skráning á metoo.is