fbpx

Tíu manns mega koma sam­an frá og með 31. október en hert­ar aðgerðir vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins voru kynnt­ar á blaðamanna­fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar og þríeyk­is­ins í Hörpu.

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra kynnti hert­ar aðgerðir sem gilda um allt land. Gert er ráð fyr­ir því að aðgerðirn­ar gildi til og með 17. nóv­em­ber. 

Þær verða end­ur­metn­ar eft­ir aðstæðum með hliðsjón af því hvort hægt verði að aflétta þeim fyrr, eða hvort fram­leng­ing sé nauðsyn­leg.

Svandís sagði enn frem­ur að tveggja metra regl­an yrði áfram í gildi og auk­in áhersla yrði lögð á grímu­notk­un en ráðherra sagði að börn fædd 2015 og síðar verði und­anþegin tveggja metra reglu og grímu­skyldu.

Allt íþrótt­astarf og sviðslist­ir leggj­ast af og sund­laug­ar og krár verða lokaðar.

Veit­ingastaðir þurfa áfram að loka klukk­an 21:00.

Svandís seg­ir að vissu­lega séu þetta harðar aðgerðir en það verði að bregðast við, ann­ars sé hætta á frek­ari hópsmit­um. Álagið á Land­spít­ala sé mikið sem og víðar í heil­brigðis­kerf­inu.

Helstu tak­mark­an­ir:

 • All­ar tak­mark­an­ir ná til lands­ins alls.
 • 10 manna fjölda­tak­mörk meg­in­regla.
  – Heim­ild fyr­ir 30 manns í út­för­um en 10 að há­marki í erfi­drykkj­um.
  – 50 manna há­marks­fjöldi í lyfja- og mat­vöru­versl­un­um en regl­ur um auk­inn fjölda með hliðsjón af stærð hús­næðis­ins.
  – Fjölda­tak­mark­an­ir gilda ekki um al­menn­ings­sam­göng­ur, hóp­bif­reiðar, inn­an­lands­flug eða störf viðbragðsaðila.
  – Fjölda­tak­mark­an­ir gilda ekki um störf rík­is­stjórn­ar, rík­is­ráðs, Alþing­is og dóm­stóla.
 • 10 manna fjölda­tak­mörk eiga ekki við þegar fleiri búa á sama heim­ili.
 • Íþrótt­ir óheim­il­ar.
 • Sund­laug­um lokað.
 • Sviðslist­ir óheim­il­ar.
 • Krám og skemmtistöðum lokað.
 • Veit­ingastaðir með vín­veit­inga­leyfi mega ekki hafa opið leng­ur en til 21.00.
 • Grímu­skylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra ná­lægðarmörk milli ein­stak­linga sem ekki eru í nán­um tengsl­um.
 • Börn fædd 2015 og síðar und­anþegin 2 metra reglu, fjölda­mörk­um og grímu­skyldu (gilti áður um börn fædd 2005 og síðar).

Und­anþágu­heim­ild­ir:

 • Ráðherra get­ur veitt und­anþágu frá tak­mörk­un­um vegna fé­lags­lega ómiss­andi innviða sem mega ekki stöðvast. Þar und­ir fell­ur m.a. heil­brigðis­starf­semi og fé­lagsþjón­usta.
 • Ráðherra get­ur veitt und­anþágu við banni frá íþrótt­a­starfi fyr­ir ein­staka viðburði, til dæm­is alþjóðlegra keppn­is­leikja.

Ný reglu­gerð um tak­mark­an­ir á skóla­starfi verður kynnt í næstu viku.