336. – Stjórnarfundur LEB 30. nóvember 2020
- – stjórnarfundur LEB 30. nóvember 2020.
Mættir: Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður, Haukur Halldórsson varaformaður, Valgerður Sigurðardóttir gjaldkeri, Dagbjört Höskuldsdóttir ritari og Ingibjört H. Sverrisdóttir meðstjórnandi. Ásamt varastjórn: Ingólfur Hrólfsson og Þorbjörn Guðmundsson. Viðar Eggertsson, starfsmaður LEB.
Guðfinna Ólafsdóttir í varastjórn boðaði forföll.
Þórunn bauð fundarmenn velkomna og setti fund.
Fundargerð síðasta fundar borin upp og samþykkt.
- Staðan í dag,
Fréttir frá Alþingi. Þórunn fór yfir þau svör sem fengist hafa hjá ráðamönnum. Engar breytingar á högum eldri borgara virðast vera fyrirhugaðar. Þó eru í þinginu tvö fumvörp sem snerta þennan hóp, um sölu frístundahúsa og hækkun á frítekjumarki vaxta og fjármagnstekna vegna skatta.
b. Fundur með ASÍ. Þórunn fór svo yfir netfund með ASÍ. Það var samstarfsfundur um áhersluatriði almannaheillasamtaka.
c. Fundur með fjárlaganefnd. Þórunn, Þorbjörn og Drífa voru svo á á netfundi með fjárlaganefnd, þar sem þau upplýstu nefndina um stöðu aldraðra.
- Landakot, covid og hjúkrunarheimilin.
Þórunn rakti aðeins umræðuna í samfélaginu um það sorglega ástand sem skapaðist á Landakoti vegna kovid sýkingar. Þetta er gamalt hús og erfitt um vik með sóttvarnir. Við þurfum að fá Velferðarnefndina okkar til að fjalla um og gera greiningu á því hvernig eldri borgarar vilja búa. Rætt um stöðuna á hjúkrunarheimilunum, rekstur og uppbyggingu. Taka þarf tillit til þarfa eldri borgara við skipulagsvinnu sveitarfélaganna og að við skipulag bæja og hverfa sé gert ráð fyrir hjúkrunarheimilum og búsetuúrræðum fyrir eldri borgara. Góðar umræður urðu um málið. Þetta er málefni sem þafnast ferkari umfjöllunar og til greina kemur að halda um það ráðstefnu. Ingibjörg sagði frá fundi með Samtökum aldraðra og nokkrum stjórnarmönnum í FEB. Rætt um að skipa starfshóp. Valgerður minntist á að þörf væri á að kortleggja þörfina fyrir húsnæði aldrðra.
- Hvað er NPA? Er það fyrir alla?
Staðreynd er að kerfið er hannað fyrir fatlaða einstaklinga. Fólk sem orðið er 67 ára og eldra hefur fengið neitun ef sótt er um. Þorbjörn ræddi um hvað væri að og þyrfti að vera til skoðunar hjá hópnum um lífskjör og aðbúnað aldraðra. Haukur dreifði minnispunktum frá hópnum.
- Stefnumótafundur stjórnar.
Fundunum sem vera átti laugardag 28. nóvember var frestað í tölvusamskiptum stjórnar þegar nær dró vegna ástandsins í samfélaginu á kórónuveirutímum. Stefnumótunarfundurinn fyrirhugaður 4. desember nk.
- Leigumál LEB – staðan
Í skoðun eru tveir kostir. Báðir bjóða upp á rýmri skrifstofu. Fundarherbergi er á öðrum staðnum en óhentugt. Fundarherbergi er ekki á hinum staðnum en með lagni hægt að koma því við. Sama leiguverð, örlítið hærra en LEB greiðir nú. Engin ákvörðun tekin. Þórunni og Viðari falið að leita áfram.
- Nóri – staðan
Er loksins að komast í gang.
- Umsóknir vegna verkefna.
Umsókn var skilað til félagsmálaráðuneytis vegna rekstrar.
b. Verið og verið að vinna að umsókn vegna viðbótarfjármagns v. umhverfisverkefnisins.
- Stafrænt Ísland og aðstoð hóps ungs fólks, Tæknilæsi fyrir fullorðna.
Verið er að vinna áfram að því samstarfi ungs fólks og eldri borgara sem verið hefur í gangi. Ljóst er að ekki verður hægt að gera það á sama máta varðandi skattaframtöl í janúar og febrúar v. kovid. Þórunn lýsti eftir hugmyndum hvernig hægt væri að standa að þessu. Stjórnarmönnum fannst að skattayfirvöld þyrftu að leita leiða. LEB mun hafa samband við skattstjóra og benda þeim á þetta vandamál.
- Verkefnið „Greining á högum og líðan aldrara á Islandi 2020”
Hvetja þarf fólk til að svara í könnun sem er í gangi.
- Innsent erindi
Rafskutlur nýjar álögur: Komnar eru nýjar reglur um farartæki sem komast upp í 25 km hraða á kls. og eru aðilar sem flytja inn slíkar skutlur hræddir um að þetta þýði hækkun á rafskutlum. En þær eru faramáti margra eldri borgara og td er starfandi rafskutluklúbbur eldra fólks í Hveragerði. Formaður þess klúbbs hefur haft samband við LEB varðandi þetta mál.
- Afsláttarbókin 2021
Rætt um útgáfu og fyrirkomulag við útgáfu bókarinnar árið 2021. Það er nauðsynlegt að ljúka uppgjöri við Félag eldri borgara í Reykjavík vegna bókarinnar frá 2020 og halda fund með þeim sem allra fyrst. Verður að ljúka því fyrir áramót. Ræðum það á stefnumótaráðstefnunni ef þörf er á.
- Önnur mál
Kjaranefnd fundaði í dag og stjórnin samþykkti svohljóðandi ályktun sem send verður út í dreifingu þegar í dag svo hún nái eyrum þingmanna fyrir umræður um fjárlög sem fram fara á miðvikudaginn:
„Stjórn LEB mótmælir harðlega að ellilífeyrir hækki aðeins um 3,6 % í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2021. Það er skýlaus krafa LEB að ellilífeyrir hækki um 15.750 kr. vegna ársins 2021 eins og aðrir fá. Eldri borgarar hafa ekki samningsrétt og verða að treysta að Alþingi fari að lögum við ákvörðun um hækkun ellilífeyrir og tryggi sambærilegar hækkanir”
Sömuleiðis samþykkt að koma styttri útgáfu í almenna dreifingu og auglýsingar. Ingbjörg ræddi um að við þyrftum að fá til okkar sérfræðinga, bæði fulltrúa öldrunarlækninga og varðandi skipulagsmálin með tilliti til þarfa eldri borgara.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Dagbjört Höskuldsdóttir, ritar.
Fundargerðin samþykkt á stjórnarfundi 20. janúar 2021
Þórunn Sveinbjörnsdóttir Haukur Halldórsson
Valgerður Sigurðardóttir Ingibjörg H. Sverrisdóttir
Ingólfur Hrólfsson Þorbjörn Guðmundsson