fbpx

 

Forsíða bæklingsins Velferðartækni – gagnast hún mér?

LEB – Landssamband eldri borgara hefur gefið út bækling um velferðartækni, Velferðartækni – gagnast hún mér? Bæklingurinn er fyrst og fremst ætlaður eldra fólki og til upplýsingar um hvað velferðartækni er og hvernig fólk getur nýtt sér hana til að gera sér lífið auðveldara og þægilegra. Með aukinni tækni hafa komið fram á sjónarsviðið margs konar nýjir möguleikar og lausnir til að nýta í daglegu lífi.

Í sinni einföldustu mynd felst velferðartækni í tæknilausnum sem viðhalda eða auka öryggi fólks í daglegu lífi, ýta undir sjálfstæði einstaklinga og bæta lífsgæði.

Ef þú átt snjallsíma, þá ertu strax komin með ákveðið form af velferðartækni. Þú aðlagar tæknina að þínum þörfum og notar öpp/smáforrit til að framkvæma ýmsar aðgerðir á einfaldan hátt. Velferðartæknin er þér til aðstoðar en þú stjórnar ferðinni!

Í bæklingnum Velferðartækni – gagnast hún mér? eru raktir ýmsir möguleikar sem velferðartækni býður upp á. Bæklingurinn er 8 blaðsíður og skipist upp í nokkra stutta kafla sem fjalla hver um sig afgreind svið:
1. Velferðartækni eykur öryggið.
2. Velferðartækni fyrir skerta færni.
3. Velferðartæknin til félagslegra samskipta.
4. Velferðartækni til þjálfunar og umönnunar.

Bæklingnum er þegar kominn í dreifingu til aðildarfélaga LEB um allt land og í hinar ýmsu félagsmiðstöðvar eldra fólks  í Reykjavík. Einnig er hægt að fá eintök af honum með því að hafa samband við LEB gegnum netfangið leb@leb.is Hér er hægt að nálgast bæklinginn á pdf formi:Velferðartækni bæklingur 2020

Útgáfan
Bæklingurinn Velferðartækni – gagnast hún mér? er gefinn út af LEB í samvinnu við Reykjavíkurborg, Farsæla öldrun – Þekkingarmiðstöð og Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Félagsmálaráðuneytið styrkti verkefnið.

Verkefnastjóri og ritstjóri bæklingsins: Guðrún Ágústsdóttir

Ritnefnd:
Arnar Guðmundur Ólason frá Reykjavíkurborg Berlind Indriðadóttir frá Farsælli öldrun – þekkingarmiðstöð Sigríður Snæbjörnsdóttir frá FEB í Reykjavík Þórunn Sveinbjörnsdóttir frá LEB

Myndritstjórn: Guðrún Ágústsdóttir og Arnar Guðmundur Ólason

Uppsetning: Sverrir Salberg Magnússson og Guðrún Ágústsdóttir Prentun: Svansprent