fbpx

 

Þór­unn Svein­björns­dótt­i formaður LEB skrifar pistil um aldursfórdóma sem eldra fólk verður fyrir og segir m.a.: „Ald­urs­for­dóm­ar eiga ekki að vera til. LEB tel­ur það mann­rétt­inda­brot að hafna fólki vegna ald­urs.“

 

 

Það er nú svo að í okk­ar góða landi eru víða mann­rétt­inda­brot. Vert er að fjalla um eitt þeirra sem snýr að starfs­lok­um fólks á vinnu­markaði. Ótal­inn fjöldi kvenna og karla hef­ur misst vinnu löngu fyr­ir töku líf­eyr­is. Hvað tek­ur þá við? Jú, þrauta­ganga á at­vinnu­leys­is­bót­um og mar­g­end­ur­tekn­ar um­sókn­ir um at­vinnu.

Um­sókn­um um at­vinnu er sjald­an svarað og nán­ast aldrei boðið viðtal. Þarna er kennital­an að verki, segja flest­ir. Ekki er skoðuð færni, hæfni og reynsla. Þetta upp­lif­ir fólk sem mikla höfn­un og niður­læg­ingu. Hvað er að á vinnu­markaðnum? Hér er um að ræða fólk sem mæt­ir alltaf og er heill reynslu­brunn­ur í sinni starfs­grein. Við þurf­um nýja ráðning­ar­stofu með nýj­ar hug­mynd­ir um mannauð sem sér­hæf­ir sig í þess­um mannauði og hvernig best er að vekja fólk til meðvit­und­ar um tapið sem at­vinnu­lífið verður fyr­ir. Nokkr­ar hliðar eru á þessu stóra máli. Má þar nefna end­ur­hæf­ingu á at­vinnu­leys­is­bót­um sem þó nokkr­um sinn­um leiðir til at­vinnu­tæki­færa á vinnu­markaði en fleiri fara á ör­orku. Sú leið er dýr bæði vegna kostnaðar líf­eyr­is­sjóða og al­manna­trygg­inga en ekki síst í niður­broti fólks við að vera ekki virkt í sam­fé­lag­inu. Það þarf sterk bein og dugnað til að bogna ekki. Við ger­um lang­flest ráð fyr­ir að vinna til 65 ára og upp í 70 ára, sem mörg­um finnst vera loka­tala, en vilja líka vinna fram yfir 70 ára ald­ur. Hátt í 20% vilja vinna leng­ur sam­kvæmt könn­un­um. Hvers vegna að negla fólk við af­mæl­is­dag­inn sinn? At­vinnu­frelsi er fal­legt orð og ætti að vera meira notað.

At­vinnu­sköp­un með miðaldra fólk í huga er væn­leg­ur kost­ur og ætti líka að hvetja sprota­fyr­ir­tæki til að huga að þeim mannauði sem í eldra fólki býr. Í ný­sköp­un í mat­vælaiðnaði hafa verið tekn­ar fram gaml­ar upp­skrift­ir og eru marg­ar þeirra að gera það gott. Eitt skemmti­legt dæmi um hvernig hjóna­bands­sæl­an og randalín­an urðu að sparikaffimeðlæti. Ég tala nú ekki um pönnu­kök­urn­ar, sem all­ar ömm­ur eru beðnar um.

Víða er­lend­is er fólk að vinna hluta úr degi eins og á hót­el­um við morg­un­verðar­hlaðborðin. LEB tel­ur að það sé mann­rétt­inda­brot að hafna fólki vegna ald­urs. Ald­urs­for­dóm­ar eiga ekki að vera til. Lög um end­ur­nýj­un öku­skír­teina eru eitt dæmi um for­dóma; göm­ul lög þegar fólk um sjö­tugt var líkt og fólk er í dag um átt­rætt. Við lif­um leng­ur og get­um æði margt mun leng­ur en for­eldr­ar okk­ar. Dan­ir hafa aflagt sam­bæri­leg­ar regl­ur og hér eru um end­ur­nýj­un öku­skír­teina. Kostnaður fyr­ir sam­fé­lagið er mik­ill; lækn­is­ferð og ferð til sýslu­manns, eina sem hef­ur batnað er að ekki þarf mynd í hvert sinn. Skor­um á stjórn­völd að aflétta þessu úr­elta kerfi. Æði marg­ir vita ekki af því að það þarf að fá nýtt öku­skír­teini 70 ára því eng­inn er að skoða svo gam­alt próf, sem get­ur verið 53 ára gam­alt. Var ein­hvern tíma á þess­um 53 árum boðið upp á end­ur­mennt­un? Nei, en lít­il til­raun var gerð fyr­ir nokkr­um árum í öku­end­ur­hæf­ingu með sam­göngu­stofu. Það nám­skeið líkaði mjög vel og þarf að taka upp að nýju.

Vinn­um að fjöl­breytt­ara starfs­vali á efri árum og sýn­um fólki virðingu.

Vernd­um störf­in okk­ar, gott fólk.

 

Höf­und­ur er formaður Lands­sam­bands eldri borg­ara.

– Pistillinn birtist fyrst í Morgunblaðinu.