fbpx

Fjölmiðlavaktin, sem er hluti af upplýsingaveitunni Creditinfo, vaktar upplýsingar í fjölmiðlum, efnisflokkar þær og sendir í tölvupósti til þeirra sem vilja kaupa. LEB fór í haust að kaup umfjöllun fjölmiðla um málefni tengd öldruðum. Í kjölfar þess að efnið birtist í fjölmiðli fá allir stjórnarmenn LEB upplýsingarnar um efnið í tölvupósti. Fjölmiðlavaktin hefur nú boðið að senda upplýsingarnar í tölvupósti til allra formanna aðildarfélaga Landssambands eldri borgara án endurgjalds. Þessi útsending hefst á næstu vikum en að sjálfsögðu geta einstakir formenn beðist undan að vera skráðir á útsendingarlistann.