Ný tíðindi á heimasíðu TR:
„Inneignir hjá TR – Tryggingastofnun ríkisins vegna endurreiknings 2019 verða greiddar út 1. júní 2020. Endurgreiðslur vegna ofgreiðslu hefjast 1. september 2020.
Tryggingastofnun hefur lokið endurreikningi á tekjutengdum greiðslum ársins 2019. Niðurstaða endurreikningsins leiðir í ljós að um 50% þeirra sem fengu tekjutengdar greiðslur á síðasta ári eiga inni greiðslur, eða um 31 þúsund manns. Flestir þeirra eiga inneignir undir 30.000 krónum.
Um 40% af hópnum, eða rúmlega 25 þúsund manns, fengu ofgreitt. Kröfur vegna ofgreiðslna lækka umtalsvert að meðaltali á milli ára en flestir skulda undir 35.000 krónum.
Af þessu má draga þá ályktun að tekjuáætlanir lífeyrisþega hafi verið nær rauntekjum en árið áður, sem er jákvæð þróun“, segir m.a. á heimasíðu TR.
Smellið á: TENGILINN til að lesa meira!
Þannig er „ellilífeyrir“ frá TR samsettur:
Allar skattskyldar tekjur eru notaðar við útreikning á lífeyri og tengdum greiðslum, svo sem atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur. Undantekningar eru þó greiðslur frá TR, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og úttekt á séreignarlífeyrissparnaði.
Fjármagnstekjur eru sameign hjóna / sambúðarfólks og hefur því helmingur þeirra áhrif á útreikning hjá hvoru fyrir sig. Aðrar tekjur maka en fjármagnstekjur hafa ekki áhrif.
Tekjur hafa engin áhrif ef valið er að fara á hálfan lífeyri frá TR á móti hálfum lífeyri frá lífeyrissjóðum.
Búseta erlendis getur lækkað greiðslur ellilífeyris og tengdra greiðslna. Búseta á Ísandi í 40 ár á aldrinum 16-67 ára veitir fullan rétt.
Auðvelt er að setja forsendur inn í reiknivél lífeyris á www.tr.is til að skoða áhrif tekna á greiðslur.
Hvað má hafa í tekjur án þess að það hafi áhrif á útreikning?
- Atvinnutekjur: 1.200.000 kr.á ári
- Aðrar tekjur s.s. lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur: 300.000 kr. á ári
- Áhrif tekna yfir frítekjumörkum á ellilífeyri: 45%
- Áhrif tekna yfir frítekjumörkum á heimilisuppbót: 11,90%
- Greiðslur falla niður: 7.147.707 kr.á ári eða 595.642 kr.á mánuði.
Einungis þeir sem búa einir og sem fá greiddan lífeyri geta fengið greidda heimilisuppbót. Aðeins þeir sem búa á Íslandi geta fengið heimilisuppbót og aðrar uppbætur. Búseta erlendis getur lækkað greiðslur lífeyris og tengdra bóta. Þegar búið er að reikna út heildartekjur eru þær notaðar til að ákvarða upphæðir greiðslna.
Upphæðir
• Fullur ellilífeyrir fyrir þann sem býr ekki einn: 256.789 kr. á mánuði.
• Þeir sem búa einir geta átt rétt á heimilisuppbót sem er 64.889 kr. á mánuði.
• Samanlögð réttindi fyrir þá sem búa einir geta verið 321.678 kr.á mánuði.
• Greiðslur heimilisuppbótar falla niður þegar tekjur ná 6.843.428 kr/ári, 570.286 kr. á mánuði.
Uppbót á lífeyri getur verið 5-140% af lífeyri. Allar tekjur, að meðtöldum skattskyldum tekjum frá TR öðrum en aldurstengdri örorkuuppbót hafa áhrif á útreikning. Uppbætur falla niður ef eignir í peningum og/eða verðbréfum fara yfir 4 milljónir hjá einstaklingi en 8 milljónir hjá hjónum.
Réttur á uppbót vegna rekstur bifreiðar myndast ef einstaklingar eru með hreyfihömlunarmat frá TR og er upphæðin 17.781 kr. á mánuði.
Ráðstöfunarfé er 77.084 kr. á mánuði og greiðslur falla niður: 1.423.089 kr. á ári eða 118.591 kr. á mánuði.