fbpx

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar

Mætt voru: Þórunn Sveinbjörnsd, Sigurður Jónsson, Sigríður Guðmundsdóttir,Haukur Halldórsson, Guðrún Harðardóttir, Elísabet Valgeirsdóttir, Baldur Baldvinsson og Erna Indriðadóttir.

  1. Stjórnin skiptir með sér verkum og var Sigurður Jónsson valin varaformaður, Sigríður Guðmundsdóttir gjaldkeri en á þessum fundi var engin tilbúin í ritarastarfið.
  2. Stjórnin ræddi um landsfundinn og hvernig til hefði tekist. Menn voru sammála um að undirbúningur hefði verið of slakur sem reyndi verulega á fundarstjóra.
  3. Stjórnin ræddi um hverju þarf að breyta og bæta og verða slíkar tillögur lagðar fyrir fund 19.júní n.k. Þó nokkur mál verða sett í forgang í lagfæringum
  4. Ályktanir landsfundar voru ræddar og um mikilvægi þess að þær kæmust í umræðuna sem fyrst.
  5. Rætt var um hvað Hafnfirðingar tóku einstaklega vel á móti landsfundargestum og sinntu þörfum þeirra vel.

Fleira ekki rætt fundi slitið 14.30

Þórunn Sveinbjörnsdóttir