fbpx

Stjórnarfundur kl. 9.25-11.20, matarhlé og fundur áfram fundur

Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt

 1. Lokaskýrsla vegna nefndar með VEL niðurstöður. Farið var yfir skýrsluna og niðurstöður hennar og hvað gerum við næst ???
 2. Landsfundur í vor. dagsetning, staðsetning og efni á fræðslufundinum/afmælisfundi.Tillögur um 3.-4. apríl og að e.h. 3.apríl séu venjuleg aðalfundarstörf. En þann 4. apríl sé opin fræðsla um stærstu málin sem snúa að okkur. Nokkur efni voru nefnd og munum við vinna í þeim til undirbúnings fundarins. Tillaga um að ræða við FEB í Reykjavík eða félagið í Kópavogi sem hefur mjög góða aðstöðu. Ákveðið var að kalla saman uppstillinganefnd og mun Baldur taka þar sæti fyrir LEB og verða síðan kallaðir til aðilar.
 3. Umboðsmaður Alþingis fleiri mál. Nú eru tvö mál komin til umboðsmanns Alþingis. Við bindum miklar vonir við að við náum árangri í þessari leið.
 4. Samvinna við Öldrunarráð um ráðstefnu þann 7.febr. Samstarf okkar við Öldrunarráð er til margra ára en ú er hafin undirbúningur undir fund þann 7.febr. um hvernig eldra fólk undirbýr sig fyrir þjálfun  og hvaða áhrif hefur þjálfun  og hreyfing á efri árum gríðarlega mikilvægar niðurstöður
 5. Fjölmiðlaherferð okkar. Árangur og hvað svo / næst hvað ? Þessi frábæra herferð okkar með Gráa hernum er að ná topp 10 í ánægju með nýjungar. Hefur komið eins og stormsveipur inn á auglýsingamarkaðinn. Við eigum inni umsókn hjá Velferðarráðuneytinu um verkefni sem gætu náð sama áhorfi og rugga við gömlum gildum.
 6. Nóra félagakerfið sem hvarf? Það kom í ljós eftir ítrekaðar sendingar á þau að okkar tengiliður var á leið út og lét okkur ekki vita. Nú höfum við aftur náð sambandi við konu sem mun taka upp þráðinn.
 7. Grái Herinn og styrkur frá VR. Grái herinn sótti um styrki til að fara í mál vegna skerðinga til eldra fólks á lífeyri frá TR. Mjög skiptar skoðanir eru á að þetta sé til einhvers en sumir telja að það að fara þessa leið skapi virðingu
 8. Ný heimasíða, staðan. Atli Rúnar langt komin með nýja heimasíðu og mun hún komast í loftið á næstu vikum. Lítur mjög vel út.
 9. Staðan á verkefnum okkar.Nokkur verkefni eru á lokastigi og eitt mun ekki ná flugi. Það þarf að gera þetta upp í ársreikningum hvert og eitt verkefni sér svo við getum skilað því af okkur.
 • Ríkisendurskoðun og bréf frá þeim

Samkvæmt reglum  á að skila ársreikningi fyrir styrktarsjóðinn til Ríkisendurskoðunar og var hann árum saman gefin út sér með áritun. Hef rætt við þau og eru þau hörð á að fá alla ársreikninga en þetta er frá árinu 2012.

 • Viðtal við Lilju Alfreðsdóttur

Framundan er viðtal við Lilju um að í virkniátaki um að fjölga sjálfboðaliðum verði einnig fjallað um lestur með börnum auk ábendingar til afa og ömmu sem eru bakhjarlar æði margra barn. Verndum íslenskuna er mjög mikilvægt verkefni.

 • Ferðir erlendis?

Rætt var um ferðir erlendis og hvort LEB ætti að vera á þeim markaði eða kalla eftir auknu samstarfi. Skiptar skoðanir en lagt til að kalla eftir samstarfi við FEB í Reykjavík ef það næst.

 • Blað eða ekki blað, kostir og gallar

Rætt var um kosti og galla blaða útgáfu sem er orðin ansi dýr og burðargjald komið úr hófi. Rætt var um að þar sem þetta væri afmælisár LEB væri rétt að gefa út afmælisrit. Einnig var rætt um hvort félög á landsbyggðinni myndu hjálpa við að koma blaðinu í hús.

Það var samþykkt

 • Verkefni Guðrúnar Ágústsdóttur og Atla Rúnars??

Guðrún Ágústsdóttir hefur unnið ötullega að ýmsum málum skrifað nokkur bréf fyrir LEB og sótt fundi auk þess að halda utanum hluta verkefna okkar. Hún tekur líka niður punkta á fundum og hefur þýtt úr dönsku frá Faglige seniorer sem mun birtast. Hún er í raun mjög góður Ráðgjafi. Atli Rúnar er fyrst og síðast að atast í heimasíðunni en mun svo í framhaldinu koma inn á fundi þegar við á og taka upp efni og myndir til að setja inn hjá LEB.

 • Önnur mál. Næsti fundur tillaga um 19.febr.