fbpx

 

Það hefur verið eitt helsta baráttumál LEB að verkalýðshreyfingin leggist á árarnar með LEB að bæta kjör eldra fólks, enda flest fyrrum félagar þeirra til áratuga.

Það voru mikil vonbrigði þegar hinum svokallaða Lífskjarasamningi verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og stjórnvalda árið 2019 skildi undirritaður án þess að minnst væri einu orði á kjör eldra fólks. Síðan þá hefur LEB neytt allra færa til að hvetja verkalýðshreyfinguna til fylgilags. Það hefur verið gert með fundum með einstaka forystumanni hreyfingarinnar sem og sameiginlegum fundum, þar er skemmst að minnast pallborðs með helstu forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar á Landsfundi LEB 2022 og nú síðast á málþinginu Við bíðum… EKKI LENGUR! sem haldið var 2. október sl.

Nú hefur Starfsgreinasambandið riðið á vaðið.

Níunda þingi Starfsgreinasambands Íslands lauk þann 27. október sl. Samþykktar voru sex ályktanir; um kjaramál, byggðamál, heilbrigðismál, húsnæðismál og lífeyrismál. Jafnframt samþykkti þingið ályktun um stuðning við eldri borgara og öryrkja. Þá var starfsáætlun til tveggja ára samþykkt sem og breytingar á lögum og þingsköpum sambandsins. Allar ályktanir og afgreidd mál þingsins má nálgast á þingvef SGS.

LEB fagnar þessu og hvetur önnur verkalýðsfélög til þess sama, að málefni eldra fólks verði á dagskrá í komandi kjarasamningum við ríkisvaldið.