Um áramótin var símþjónusta LEB endurbætt. Nú er svarað í síma LEB, 567 7111, kl. 08:00 til 18:00 alla virka daga. Fyrirtækið Miðlun, sem annast símsvörun fyrir ýmis félagasamtök, annast símsvörunina. Starfsmenn fyrirtækisins geta svarað einföldum spurningum varðandi LEB en taka ella niður nafn, erindi og símanúmer innhringjanda og senda formanni LEB í tölvupósti sem hringir til baka við fyrstu hentugleika. „Þetta fyrirkomulag hafi reynst vel það sem af er og hentar fyrir félagsamtök sem ekki hafi ráð á að reka eigin símsvörun“ segir Sigríður J Guðmundsdóttir varaformaður LEB.
Nýlegar færslur
- Málþing um millistigið í búsetu eldra fólks 06.02.23.
- Auglýst eftir umsóknum um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra 04.02.23.
- 365. – Stjórnarfundur LEB 20. janúar 2023 03.02.23.
- 364. – Stjórnarfundur LEB 16. desember 2023 25.01.23.
- Umboðsmaður viðskiptavina TR 19.01.23.
- Fræðslufundur um upphaf töku ellilífeyris hjá TR 15.01.23.
- Er íslenska velferðakerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa? 11.01.23.