fbpx

Finnur Birgisson sem er einna manna fróðastur um almannatryggingar og ellilífeyri skrifar:

Algengt er að sjá því haldið fram í umræðu um líf­eyr­is­mál, að þær tekju­teng­ing­ar/­skerð­ingar sem við búum við í almanna­trygg­inga­kerf­inu hafi verið fundnar upp í rík­is­stjórn­ar­tíð Jóhönnu Sig. og Stein­gríms J. 2009-2013. Þetta er ein af þeim líf­seigu mýtum sem urðu til upp úr hrun­inu sem hér varð fyrir 14 árum, og furðu mörg virð­ast hafa bjarg­fasta trú á því að þetta sé stað­reynd klöppuð í stein. – Því fer þó víðs fjarri að þessi tvö eigi höf­und­ar­rétt­inn að tekju­teng­ingu líf­eyris almanna­trygg­inga, hún var komin til sögu löngu fyrir þeirra tíð eins og nánar verður rakið í þess­ari grein.

„ … án til­lits til stétta og efna­hags“

Einn stærsti áfang­inn í þróun almanna­trygg­inga á Íslandi var setn­ing nýrra laga árið 1946, í tíð nýsköp­un­ar­stjórnar Sjálf­stæð­is- Alþýðu- og Sós­í­alista­flokks þar sem Alþýðu­flokk­ur­inn fór með félags­mál­in. Kveðið hafði verið á um það í stjórn­ar­sátt­mála flokk­anna að komið skyldi á fót „svo full­komnu kerfi almanna­trygg­inga, sem nái til allrar þjóð­ar­innar án til­lits til stétta og efna­hags, að Ísland verði á því sviði í fremstu röð nágranna­þjóð­anna.[1]“ . Frum­varp að lög­unum var lagt fyrir Alþingi í des­em­ber 1945 og afgreitt 26. apríl 1946 sem lög um almanna­trygg­ingar nr. 50/1946.

Í grein­ar­gerð með laga­frum­varp­inu kom fram að mark­miðið var að líf­eyr­is­greiðslur yrðu án til­lits til ann­arra tekna líf­eyr­is­taka, þ.e. ótekju­tengd­ar. En þar sem talið var að það væri of stórt skref að taka, var sett bráða­birgða­á­kvæði í lögin þess efnis að fullur líf­eyrir skyldi aðeins greiddur ef aðrar tekjur við­kom­andi væru lægri en líf­eyr­ir­inn. Væru þær hærri, þá skyldi hann skerð­ast um helm­ing þess sem umfram væri, og falla þ.a.l. niður þegar aðrar tekjur næðu þre­földum líf­eyr­in­um. – Bráða­birgða­á­kvæðið átti upp­haf­lega að gilda í fimm ár, en svo fór að það var fram­lengt nokkrum sinnum og var ekki fellt end­an­lega út fyrr en 1960. Þá hófst tíma­bil með ótekju­tengdum grunn-elli­líf­eyri sem stóð allt til 1992.

Króna móti krónu

Fram til 1971 var ekki um aðrar greiðslur að ræða en grunn-elli­líf­eyr­inn, sem lengst af svar­aði til um 20% af verka­manna­laun­um. 1. ágúst 1971 var bætt þar ofan á tekju­trygg­ingu til þeirra sem ekki næðu til­teknu lág­marki í heild­ar­tekj­um. Það þýddi þá sjálf­krafa að tekju­trygg­ingin skert­ist „króna móti krónu“ þar til hún féll niður þegar tekj­urnar náðu upp í þetta lág­mark, – þ.e. sami „effekt“ og síðar varð til á ný þegar tekin var upp „sér­stök fram­færsl­upp­bót“ í kjöl­far hruns­ins 2008.

1974 vék þessi „króna móti krónu“ skerð­ing tekju­trygg­ing­ar­innar fyrir nýrri reglu. Þá var tekið upp frí­tekju­mark 37.500 kr./ári og 50% skerð­ing­ar­hlut­fall vegna tekna þar umfram. Svip­aðar skerð­ing­ar­reglur héld­ust síðan gagn­vart tekju­trygg­ing­unni næstu ára­tugi, en stöðugt var þó verið að hringla með þær eftir efna­hags­á­standi og geð­þótta stjórn­valda hverju sinni. Ákvæði um frí­tekju­mörk, skerð­ing­ar­pró­sentu, áhrif mis­mun­andi tekju­flokka og tekna maka breytt­ust þannig í sífellu. Skerð­ing­ar­pró­senta tekju­­trygg­ing­ar­innar fór lægst í 38,35% árið 2008 en árið eftir var hún hækkuð aftur tíma­bundið í 45%.

Sem fyrr segir lauk tíma­bili hins ótekju­tengda grunn­líf­eyris 1992, en þá var tekin upp skerð­ing elli­líf­eyr­is­ins vegna atvinnu­tekna. Hún var þó til­tölu­lega „væg,“ þ.e. með fremur háu frí­tekju­marki og lágu skerð­ing­ar­hlut­falli (25%). 1996 breytt­ist útfærslan enn, þannig að fjár­magnstekjur gátu einnig skert grunn-elli­líf­eyr­inn. Greiðslur úr líf­eyr­is­sjóðum hafa hins­vegar ekki skert grunn-elli­líf­eyr­inn nema á ára­bil­inu 2009-2013 og var litið á það sem neyð­ar­ráð­stöfun vegna hruns­ins. Af sama til­efni var um það leyti einnig tekin upp „sér­stök fram­færslu­upp­bót“ til þeirra verst settu og með henni kom „króna móti krónu“ skerð­ingin aftur til sög­unn­ar.

Tekju­teng­ing um bak­dyrnar

Þótt grunn-elli­líf­eyr­inum væri lengst af hlíft að mestu við tekju­teng­ingum og skerð­ing­um, var farin önnur leið til að auka tekju­teng­ing­arnar í líf­eyr­is­kerf­inu jafnt og þétt. Það gerð­ist með því að hlutur elli­líf­eyr­is­ins í greiðslum til aldr­aðra dróst saman ár frá ári en hlutur tekju­tengdra greiðslu­flokka eins og tekju­trygg­ingar jókst á móti. Þannig juk­ust skerð­ing­arnar í kerf­inu stór­lega, þótt áfram mætti halda því fram að sjálfur „elli­líf­eyr­ir­inn“ væri lítt eða ekki tekju­tengd­ur.

Árið 2016, síð­asta árið sem tekju­trygg­ing var til sem sér­stakur flokkur hjá TR, gátu óskertar greiðslur TR til aldr­aðs í sam­búð numið um 210 þús. kr. á mán­uði fyrir skatt. Þar af var elli­líf­eyr­ir­inn aðeins um 40 þús. kr. en allt hitt var að fullu tekju­tengt, þ.e. tekju­trygg­ingin og sér­staka fram­færslu­upp­bót­in, sem meira að segja skert­ist um krónu móti krónu. 2013 hafði skerð­ing grunn-elli­líf­eyr­is­ins vegna greiðslna úr líf­eyr­is­sjóði, sem sett var á 2009, verið tekin til baka, en hann skert­ist þó áfram af atvinnu- og fjár­­­magnstekj­um.

2017 var skrefið til altækrar tekju­teng­ingar líf­eyr­is­ins frá TR síðan stigið til fulls. Þá voru fram­færslu­upp­bótin og tekju­trygg­ingin sam­ein­aðar elli­líf­eyr­inum (eða lagðar inn í hann), og hinn „nýi elli­líf­eyr­ir“ gerður alfarið tekju­tengd­ur. Það þýddi að þegar aðrar tekjur náðu vissu marki þurrk­að­ist hann út að fullu, og við­kom­andi fékk engan elli­líf­eyri frá hinu opin­bera leng­ur. Slíkt fyr­ir­komu­lag er eins­dæmi meðal þjóða sem við berum okkur saman við, því þar er það meg­in­regla að allir fá að minnsta kosti grunn­líf­eyri óháð öðrum tekj­um.

Og svo kom hrunið

En hverjar voru helstu aðgerðir Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur [2] og rík­is­stjórna hennar á árunum 2008 – 2013 gagn­vart elli­líf­eyri almanna­trygg­inga?

  • Eitt af fyrstu verkum JS sem félags- og trygg­inga­mála­ráð­herra var að afnema að fullu skerð­ingu bóta vegna tekna maka í apríl 2008.
  • JS bjó til með reglu­gerð „sér­staka fram­færslu­upp­bót“ síðla árs 2008. Við það hækk­uðu greiðslur til þeirra sem minnst höfðu um rúm 20%. Við­mið fyrir fram­færslu­upp­bót­ina hækk­uðu síðan hraðar en aðrar upp­hæðir hjá TR, eða um rúm 30% meðan annað hækk­aði um 18,5%.
  • Aðrar grunn­upp­hæðir kerf­is­ins voru látnar standa í stað frá 2009 til júní 2011, þ.e. að lög­bundnum hækk­unum var frestað í 11/2 ár.
  • Tekjur frá líf­eyr­is­sjóði voru árin 2009-2013 látnar skerða grunn-elli­líf­eyr­inn eins og aðrar tekjur (frí­tekju­mark 214.600, skerð­ing­ar­hlut­fall 25%).
  • Skerð­ing­ar­hlut­fall tekju­trygg­ing­ar­innar var hækkað úr 38,35% í 45% árin 2009-2014.
  • Frí­tekju­mark atvinnu­tekna, sem hafði 2008 verið hækkað úr 27.250 í 109.600 kr./mán., var lækkað í 40 þús. kr./mán. 2009. Það hækk­aði svo aftur í 109.600 kr. í júlí 2013.

Ráð­staf­anir rík­is­stjórnar JS eftir hrun mörk­uð­ust að sjálf­sögðu af þeim for­dæma­lausu aðstæðum sem við var að eiga og kröfð­ust mik­ils aðhalds í útgjöldum rík­is­sjóðs. Samt var stuðn­ingur almanna­trygg­inga við þá líf­eyr­is­taka sem minnst höfðu milli hand­anna auk­inn, en sparn­að­ur­inn þar í móti lát­inn koma fremur niður á þeim sem betur stóðu, með því að fresta lög­bundnum hækk­unum og auka skerð­ingar vegna tekna tíma­bund­ið.

Þessar auknu skerð­ingar gengu allar til baka eftir 2013/-’14. Hækk­uðu skerð­ing­ar­hlut­falli gagn­vart tekju­trygg­ingu var í upp­hafi ætlað að gilda til 2014 og það lækk­aði þá aftur niður í 38,35%. Skerð­ing elli­líf­eyr­is­ins vegna líf­eyr­is­sjóðs­tekna var afnumin af rík­is­stjórn­inni sem tók við árið 2013 en skerð­ing hans vegna ann­arra tekna, sem hófst 1992, hélst áfram. – Sér­staka fram­færslu­upp­bótin í þágu þeirra sem minnst höfðu hélst hins­vegar til og með 2016, og voru við­mið­un­ar­upp­hæðir hennar upp­færðar árlega eins og aðrar stærðir í kerf­inu.

Upp­stokk­unin 2016/-17

Af fram­an­sögðu má það vera ljóst, að full­yrð­ingar um að skerð­ingar í almanna­trygg­inga­kerf­inu megi einkum rekja til rík­is­stjórnar Jóhönnu og Stein­gríms J stand­ast enga skoð­un. Skerð­ing­arnar voru ekki fundnar upp af þeirri rík­is­stjórn, heldur hafa þær fylgt kerf­inu frá upp­hafi, og farið vax­andi með árun­um. Með laga­breyt­ingum 2016 varð síðan rót­tæk upp­stokkun á líf­eyr­is­kerfi almanna­trygg­inga, þannig að full­yrða má að núver­andi reglu­verk sé í grund­vall­ar­at­riðum nýtt og að litlu eða engu leyti grund­vallað á arf­leifð rík­is­stjórna Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur.

Höf­undur er arki­tekt á eft­ir­launum (f. 1946) og félagi í Sam­fylk­ing­unni. Greinin birtist fyrst á Kjarnanum.

Heim­ild­ir:

[1] Skila­boð Finns Jóns­sonar félags­mála­ráð­herra 31. októ­ber 1944 til nefndar sem vann að end­ur­skoðun alþýðu­trygg­inga­lag­anna.

[2] Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir var félags­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn S og D sem fór frá í jan­úar 2009. Hún varð þá for­sæt­is­ráð­herra, fyrst í minni­hluta­stjórn til maí 2009 og svo í rík­is­stjórn S og V til apríl 2013.

Lestu meira