fbpx

 

 

Qigong lífsorkuæfingarnar eru alhliða heilsubót. Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrv. forseti hefur viðhaldið heilsu sinni með Qigong æfingum frá árinu 1994.

Hér er hægt að opna á myndbönd sem Þorvaldur Ingi Jónsson hefur sérstaklega útbúin fyrir eldri borgara.

Smella á standandi æfingar: https://www.youtube.com/watch?v=NtVWJ0Egm98
Smella hér fyrir þá sem sitja https://www.youtube.com/watch?v=jMMRaPs1Sks&t=242s

Endilega prófa og njóta eins oft mögulegt er. Lesið leiðbeiningar áður en æfingar hefjast.

Þorvaldur Ingi Jónsson hefur unnið myndband með Qigong lífsorkuæfingum fyrir eldri borgara

 

Í yfir 5.000 ár hafa Kínverjar notið Qigong æfinga til heilsubótar og til lækninga. Qi (Chi) er lífsorkan tengd himni og jörðu. Qigong lífsorku-æfingar eru sérstaklega heilsueflandi vegna þess að þær opna betur á orkubrautir líkamans. Gunnar Eyjólfsson leikari innleiddi Qigong æfingar á Íslandi árið 1994. Þorvaldur Ingi Jónsson leiðir hér æfingar sem byggja á Gunnarsæfingunum.

Eins og sjá má í myndböndunum er hægt er að standa eða sitja við æfingarnar. Æfingarnar byggja á öndun, hugleiðslu og hreyfingu. Qigong lífsmátinn byggir á jákvæðu hugarfari, við berum aldrei með okkur langrækni, horfum bjartsýn til framtíðar, erum þakklát fyrir lífið og njótum stundarinnar. Áherslan er á þakklæti, kærleika og að við höfum orkuna til að geta verið góðar og gefandi manneskjur.

Áður en við byrjum æfingarnar er gott að gefa sér tíma til að ná innri ró, loka augum, anda djúpt og rólega, brosa til hjartans. Brosið og jákvætt hugarfar er grunnurinn að áhrifamætti æfinganna. Æfingatíminn er okkar stund til að hlúa að okkar eigin heilsu. Hreinsum og styrkjum hverja frumu líkamans. Opnum allar orkubrautir og hlúum vel að líffærunum.

Eftirfarandi skal haft í huga þegar við stundum æfingarnar:

  • Byrja að nudda saman lófum og opna vel á iljar. Losa vel um munnvatn og brosa.
  • Standa með axlarbreidd á milli fóta. Líkaminn slakur og hné örlítið bogin – það er trjástaðan. Við njótum lífsorku frá himni og jörðu.
  • Í æfingunum er öndunin oftast djúp og róleg. Við setjum tungubrodd upp í góm og öndum inn um nefið – Tungan niður og við öndum út um munninn.
  • Við losum sérstaklega um alla spennu í hryggjarsúlunni. Þegar við öndum að og teygjum hendur upp fyrir höfuð – teygjum við hryggjarsúluna upp og losum um hryggjarliðina. Hendur niður og öndum frá, þá höllum við okkur fram og spennum magavöðva. „Nuddum“ líffærin í leiðinni.
  • Í lok æfinganna er hugleiðsla, innri slökun og við hlúum sérstaklega að líffærunum. Góð áhrif á andlega líðan og ónæmiskerfið.

Þorvaldur heldur reglulega námskeið um Qigong lífsmátann og hvernig við getum notið æfinganna enn betur, sjá upplýsingar á  https://www.facebook.com/Qigonglifsorka/   Það er velkomið að hafa samband við Þorvald, netfang: thor.ingi.jonsson@gmail.com