fbpx

 

segir Soffía Erlingsdóttir félagsráðgjafi í viðtali við LEB blaðið sem gefið var út 30. júní í tengslum við Landsfund LEB.

Niðurstöður rannsóknar Soffíu Erlingsdóttur mastersnema á þýðingu öldungaráðanna, sem komið hefur verið upp í sveitarfélögum víða um land, sýna að hlutverk þeirra er þýðingarmikið.

Greint var frá rannsókn hennar í LEB blaðinu 2019, en þá var henni ekki lokið. Nú liggja niðurstöður hins vegar fyrir og hér eru þær helstu:

  • Ráðin eru samráðsvettvangur þar sem fulltrúar fyrir félög eldri borgara, sveitarfélög og heilsugæslu eiga sæti.
  • Þau eru afl innan sveitarfélaga sem gefur öldruðum tækifæri til að hafa áhrif á sinn eigin málaflokk líkt og hugmyndir um notendasamráð gera ráð fyrir.
  • Ljóst er að öldungaráð vinna fjölbreytt starf og sinna ýmsum hagsmunamálum í þágu aldraðra.
  • Mismunandi er hversu langt þau eru komin af stað með verkefnin enda ekki langur tími liðinn frá stofnun þeirra flestra.
  • Með stofnun öldungaráða hafa aldraðir eignast rödd og það er mikill ávinningur.
  • Sú breyting á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tók gildi í október 2018 hafði nokkuð víðtæk áhrif á störf öldungaráða, einkum á heilbrigðismál aldraðra í sveitarfélögunum sem hafa frá breytingunni einnig heyrt undir öldungaráðin.
  • Samstarf öldungaráða og sveitarfélaga virðist hafa mikla þýðingu en niðurstöður endurspegla að þar sem samvinna er til staðar er ávinningurinn mestur. Aftur á móti er nokkuð algengt að fulltrúar eldri borgara í öldungaráði upplifi skort á frumkvæði af hálfu sveitarfélaga. Brýnt er að úr því verði bætt enda ber sveitarfélögum lagaleg skylda til að leita eftir umsögnum og ráðgjöf eldri borgara í málum er þá varða.
  • Val sveitarfélaga á fulltrúum í ráðið hefur mikið að segja en þeir skulu hafa þekkingu og reynslu á sviði öldrunarmála. Svo virðist sem það sé ekki uppfyllt í öllum tilvikum. Það virðist einnig sem eldri borgarar þekki ekki endilega mikið til öldungaráðanna og því er ástæða til að auka sýnileika þeirra í sveitarfélögunum þannig að aldraðir viti fyrir hvað þau standa.

„Eins og sjá má gera öldungaráð sannarlega gagn í samfélaginu og eru liður í því að sveitarfélögum takist að veita öldruðum íbúum sínum bestu þjónustu sem völ er á,“ segir Soffía. Leiðbeinandi hennar í verkefninu var Sigurveig H. Sigurðardóttir dósent við félagsráðgjafardeild HÍ. MA ritgerðin var samþykkt 19.11.2019 og ber heitið Öldungaráð á Íslandi – Hlutverk og staða.

LEB styrkti verkefnið með ráðgjöf og upplýsingum og styrk frá félagsmálaráðuneytinu.

 

Hér má lesa ritgerð Soffíu Erlingsdóttur í heild sinni.

Skipun öldungaráðs – algengar spurningar og svör

Hér má lesa lög um öldungaráð