Landsbókasafnið rekur vef er nefnist timarit.is. Á vefnum eru aðgengileg í rafrænu formi flest tímarit og blöð sem gefin hafa verið út hér á landi. Í haust hóf LEB og Landsbókasafnið markvissa vinnu við að setja tímaritið okkar „Listin að lifa“ í rafrænt form og gera það aðgengilegt á timarit.is. Sú vinna gekk vel og nú er „Listin að lifa“ aðgengileg á timarit.is. Þar með er varðveitt saga af uppbyggingu og baráttumálum félaga eldri borgara á þessu tímabili, sem er mikilvægur hluti af sögu lands og lýðs.
Nýlegar færslur
- Virði en ekki byrði 05.06.23.
- Fréttabréf formanns LEB, júní 2023 02.06.23.
- 370. – Stjórnarfundur LEB 26. apríl 2023 01.06.23.
- Eldri borgarar skila meira til samfélagsins en þeir kosta 26.05.23.
- Ályktanir Landsfundar LEB 2023 um kjaramál og húsnæðismál 17.05.23.
- Ársskýrsla TR 2022 17.05.23.
- Ræða Helga Péturssonar á mótmælafundinum Rísum upp! 13.05.23.