fbpx

 

Stjórn LEB boðar til LANDSFUNDAR LEB 2023

Landsfundurinn verður haldinn í Hjálmakletti í Borgarnesi sem er í Menntaborgum, húsi Menntaskóla Borgarfjarðar, þriðjudaginn 9. maí nk.

Skráning landsfundarfulltrúa hefst kl. 9.30. Landsfundur hefst kl. 10.15 og er gert ráð fyrir að hann standi til kl. 17.00. Allar fundafeitingar eru í boði LEB.

Valfrjáls sameiginlegur 3ja rétta kvöldverður fyrir þá sem vilja mun hefjast kl. 19.15 og verður hann einnig í Hjálmakletti. Landsfundarfulltrúar geta tekið með sér gest í kvöldverðinn. Verð fyrir landsfundarfulltrúa er 3.450 kr. Fyrir gesti er verðið 6.900 kr. Kvöldverðarmiðar verða seldir á Landsfundinum um morguninn og lýkur sölu í hádegisverðarhléi.

Aðildarfélög eiga rétt á að senda fulltrúafjölda samkv. lögum LEB eftir félagafjölda hvers félags um næstliðin áramót; félag með 1-150 félagsmenn er með einn fulltrúa, félag með 151 -300 félagsmenn er með rétt á tveimur fulltrúum, síðan bætist við einn fulltrúi fyrir hverja 300 til viðbótar eða brot úr þeirri tölu.

Eingöngu fulltrúar aðildarfélaga LEB með gilt kjörbréf útgefnum af stjórnum sinna félaga, hafa rétt á setu á landsfundi LEB.

Landsfundinum verður streymt á heimasíðu og Facebooksíðu LEB fyrir alla sem vilja fylgjast með fundinum og er einnig hentugt fyrir þau félög sem af einhverjum ástæðum sjá sér ekki fært að senda fulltrúa á Landsfundinn. Streymið er ekki gagnvirkt svo fjarstaddir geta ekki greitt atkvæði.

Gagnlegar upplýsingar vegna Landsfundar LEB 2023:

 

Hér eru öll fundargögn á einum stað!

Dagskrá Landsfundar LEB 2023

Tillögur uppstillingarnefndar vegna kosninga til stjórnar og trúnaðarstarfa

Lagabreytingatillögur laganefndar LEB

Greinargerð laganefndar 2023

Siðareglur LEB tillaga

Ársreikningur LEB 2022

Ársreikningur Styrktarsjóðs LEB 2022

Reglur um kostnaðarþátttöku LEB vegna landsfunda LEB