fbpx

Landsfundur Landssambands eldri borgara var haldinn 5.-6. maí 2015 í Gullsmára, félagsheimili eldri borgara í Kópavogi. 55 félög eldri borgara um land allt, með 21.500 félagsmenn, mynda landssambandið. Landsfundurinn fer með æðsta vald í málefnum sambandsins og kemur saman annað hvert ár, að vori til.

Fundargerð Landsfundarins má lesa hér.

Landsfundurinn kaus stjórn landssambandsins til næstu tveggja ára og hana skipa Haukur Ingibergsson Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni formaður, Sigríður J Guðmundsdóttir Félagi eldri borgara á Selfossi varaformaður, Ástbjörn Egilsson Félagi eldri borgara í Garðabæ gjaldkeri, Elísabet Valgeirsdóttir Félagi eldri borgara í Hafnarfirði ritari, Guðrún María Harðardóttir Félagi eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni meðstjórnandi, Sigurður Jónsson Félagi eldri borgara á Suðurnesjum 1. varamaður, Anna Sigrún Mikaelsdóttir Félagi eldri borgara á Húsavík 2. varamaður og Baldur Þór Baldvinsson Félagi eldri borgara í Kópavogi 3. varamaður.

Landsfundurinn þakkaði fráfarandi formanni, Jónu Valgerði Kristjánsdóttur og stjórnarmönnunum Eyjólfi Eysteinssyni, Önnu Lúthersdóttur og Ragnheiði Stephensen fyrir öfluga forystu í fjögur ár sem samkvæmt lögum landssambandsins er hámarkstími í samfelldu starfi í stjórn. Fundurinn samþykkti þrjár megin ályktanir um hagsmunamál eldri borgara; um kjaramál, um heilbrigðismál og um félags- og velferðarmál.