fbpx

Fundargerð Landsfundar Landssambands eldri borgara  haldinn að Traðarhrauni 3 í Hafnarfirði 7-8. maí 2013

Fyrri fundardagur 7. maí, 2013

Jón Kr. Óskarsson, formaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði bauð gesti velkomna.

Setning landsfundar

Formaður landssambandsins. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Greindi frá því að fundur hafi verið auglýstur og kynntur eins og lög sambandsins mæla fyrir um og lýsti fund lögmætan. Gerði síðan grein fyrir dagskrá.

Tilkynnti síðan skipan í kjörbréfanefnd og bað nefndina að taka til starfa.

Fundarstjórar voru kosnir Erna Fríða Berg, Hafnarfirði og Eyjólfur Eysteinsson, Suðurnesjum. Erna Fríða tók þá við fundarstjórn.

Ritarar voru kjörnir Loftur Magnússon, Hafnarfirði og Hildur Harðardóttir, Suðurnesjum.

 

Ávörp gesta

Gestir voru þau Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB.

Fyrstur tók til máls Halldór Halldórsson formaður S.Í.S. (Sjá fskj. 2, ljósrit)

Næst talaði Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB og sagði m.a. að launamunur kynjanna brynni á vinnumarkaðinum. Þessi munur heldur áfram allt lífið, því greitt er skv. launum og því ellilaun í samræmi við það.
Endurskoðun lífeyrisréttinda er mikilvæg fyrir alla og að samræma lífeyriskerfið. Þeir sem greiða í lífeyrisjóði þurfa að hafa ávinning af þeirri greiðslu. Lífeyriskerfið er nú  of flókið, gæta þarf þess að þeir sem hafa greitt fái það sem þeir hafa borgað. Greiðsluvilji verður að vera áfram.

 

Skýrsla stjórnar

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir formaður flutti skýrsluna. (Sjá fskj. 3)

 

Skýrsla velferðarnefndar

Ragnheiður Stephensen, Mosfellsbæ flutti skýrsluna. (Sjá fskj. 4)

 

Skýrsla kjörbréfanefndar

Eftir að kjörbréfanefnd hafði yfirfarið kjörbréf gaf nefndin eftirfarandi skýrslu  og  Anna Lúthersdóttir, Landssambandi eldri borgara greindi frá störfum hennar svohljóðandi: Hafnarfirði 7. maí 2013. Kjörbréfanefnd LEB hefur farið yfir kjörbréf fulltrúa.
Það eru 111 fulltrúar mættir og eru kjörbréf þeirra gild. (Sjá fskj.1)

 

Skýrsla kjaramálanefndar

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Reykjavík flutti skýrsluna.  (Sjá fskj. 5)

 

Endurskoðaðir reikningar LEB 2011 og 2012

Gjaldkerinn Eyjólfur Eysteinsson, Suðurnesjum lagði fram ársreikning LEB 2011 (fskj. 6) og 2012 (fskj.7), ársreikning Listarinnar að lifa 2011(fskj. 8) og ársreikninga  Styrktarsjóðs aldraðra 2011  og 2012 (fskj.9) og skýrði þá.

 

Fjárhagsáætlun LEB 2013 og 2014

Eyjólfur Eysteinsson lagði fram fjárhagsáætlunina til umræðu. (Fskj. 10 sjá fundargögn)

 

Skýringar með drögum að fjárhagsáætlun

Eyjólfur Eysteinsson útskýrði drögin. (Fskj. 10 og 11- Sjá fundargjögn)

 

Tillaga um aðildargjald 2013 og 2014

Tillaga um árgjald aðildarfélaga eldri borgara til LEB árin 2013 og 2014:

Landsfundur LEB haldinn í Hafnarfirði 7. – 8. maí 2013 samþykkir að árgjald aðildarfélaga eldri borgara til LEB árið 2013 og 2014 nemi kr. 600.- á hvern félagsmanna, hvort ár. Stjórn LEB er heimilt að semja við Félag eldri borgara í Reykjavík um að greiða allt að ígildi kr. 200.- af félagsgjaldinu hvort ár með því að leggja fram vinnu og aðstöðu í þágu LEB við útgáfu afsláttarbókar o.fl. (Fskj. 12 – Sjá fundargögn)

Eftir framlagningu  á reikningum LEB 2011 og 2012 ásamt fjárhagsáætlun, skýringum og tillögu um aðildargjald sagði gjaldkeri Eyjólfur Eysteinsson:

„Að lokum vil ég segja þetta: Þegar það féll í minn hlut að taka að mér gjaldkerastarfið fyrir LEB hafði ég ekki mikla þekkingu á störfum LEB og verð ég að segja eins og er að ég hafði áhyggur af því  hvernig til tækist. En áhyggur mínar voru ástæðulausar. Það sem gerði starf mitt létt var að ég fékk góðan stuðning  innan stjórnar LEB undir forystu formanns okkar Jónu Valgerðar  og frá  Grétari Snæ en hann  var ráðinn framkvæmdarstjóri LEB  eftir  óvænta brottför framkvæmdastjórans. Rekstur skrifstofu LEB undir stjórn hans  hefur verið  samkvæmt  áætlun og  gætt hefur verið  aðhalds í hvívetna.  Ég þakka honum fyrir samstarfið og vel unnin störf.

Reikningar LEB fyrir árin 2011 og 2012  eru lagðir fram undirritaðir og eru nú  til umræðu og afgreiðslu.

Ég og Grétar Snær erum hér til að svara spurningum fundarmanna“.

 

Umræður um skýrslu stjórnar og reikningar

Hafliði Jósteinsson frá Húsavík sagði eldri borgara vera blóma samfélagsins sem taka ætti tillit til. Tölum einum rómi. Verum jákvæð þá fer okkur fram, neikvæðni skilar engu.

Pétur V. Maack frá Reykjavík spurði hvort LEB fengi stuðning/styrk frá ESB. Hvaða hugmyndir hefur LEB um að sækja í þessa sjóði.

Baldur Þ. Baldursson frá Kópavogi. Ánægður með þjónustubókina. Félagsmenn fái bókina á kostnaðarverði. Nota á blaðið Listina að lifa sem áróðursblað.

Jón Kr. Óskarsson frá Hafnarfirði. Breyta um baráttuaðferð. Fara að Alþingi með spjöld um kröfur, þá tala þingmenn við okkur. Hann spyr hvort ekki ætti að starfa Öldungaráð.

Þrúður Kristjánsdóttir, Dalabyggð og Reykhólahreppi. Þjónustubókin góð. Þá er bara að stofna nýjan flokk! Kannski nóg að hóta, þá fara þeir að tala við okkur. Skiptir máli að hafa gott samstarf.

Hákon Sigurgrímsson, Kópavogi. Beitum okkur betur. Gera Listina að lifa að baráttutæki. Eldri borgarar gleymast, er ýtt til hliðar. Stéttarfélög minnast ekki á okkur.

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Reykjavík. Nota allar færar leiðir. Hótum í tölvupósti: „Ef þú ætlar að svíkja þín loforð, þá kjósum við þig ekki“.

Pétur Maack: Haldið áfram að gefa út afsláttarbókina.

Hákon Sigurgrímsson. Var ekki sáttur við kostnað á afsláttarbókinni.

Agnar Jónsson frá Fáskrúðsfirði. Eldri borgarar geta verið sterkur þrýstihópur. Nýtum okkur fólk sem hefur verið innan pólitíkurinnar. Standa öll sem ein að baki þeim sem berjast fyrir okkur.

Birna Bjarnadóttir úr Reykjavík, talaði um skýrslu stjórnar og ársreikninga. Afgreiðsla frá Stykkishólmi var árangursrík. Frá því JVK tók við  hefur ásýnd LEB breyst.   Á hana hlustað og talað við hana í  fyrstu frétt.  Meira á okkur hlustað en áður.  Ný ríkisstjórn hlustar á okkur og framkvæmir. Skýrsla stjórnar LEB vel unnin. Hún er ánægð með störf félagsins 2011 – 2012. Sýnir verulegar breytingar til hins betra. Nýr samningur við velferðaráðuneytið góður.

Guðmundur B. Hagalínsson frá Önundarfirði þakkar störf sem hér hafa verið unnin. Talað var um að skattleysismörk við 150.000 væri of dýrt! Allir flokkar vildu allt gera fyrir okkur, við ættum þetta skilið. Skorar á að taka þetta fyrir í ályktun kjaranefndar. Skattleysismörk skulu hækkuð upp í 250 þúsund. Hátt? Kemur ekki við hvað það er dýrt, ef þeir fá svona mikla peninga þá eyða þeir bara því meira, ef minna þá eyða þeir minna!

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir þakkar hlý orð og hrósyrði,  í LEB sé samhent stjórn.   ESB styrkir, umsóknin  kostaði LEB  ekki neitt, allt unnið af okkur sjálfum og UMFÍ.  Þetta voru styrkir til að efla leiðbeinendur í  ýmsu starfi í framhaldi af ári aldraðra og hefði getað eflt starf okkar út um landið.

Jón Kr. Óskarsson frá Hafnarfirði baráttumaðurinn vill kröfugöngu, virkar að skrifa, en getum kannski gert meira, kröfugangan í fyrra og  aftur nú fjölmennari. Vera sýnilegri, höfum reynt að vera það, en getum gert betur. Útgáfunefnd Listarinnar að lifa spyr hvort hægt sé að breyta um áherslur.

Þórunn Sveinbjörnsdóttir segir: „Ofsækjum þingmenn með tölvupóstum“.

 

Afgreiðsla reikninga

Ársreikningar 2011 samþykktir
Ársreikningar 2012 samþykktir
Listin að lifa 2011 samþykktur

 

Afgreiðsla tillögu um árgjald og fjárhagsáætlun 2013 og 2014

Samþykkt

 

Kaffihlé

Kynntar tillögur um starfsemi LEB.  Formaður kynnti tillögur stjórnar.

Einnig lagðar fram tillögur  nefnda LEB og FEB-félaga og mælt fyrir þeim.  Eftirfarandi tillögur komu fram og var vísað til nefnda:

1.     Drög að  kjaramálaályktun frá landsfundi LEB 2013 (Kjaramálanefnd)

2.     Ályktun um mannréttinda- og jafnréttismál (Allsherjarnefnd)

3.     Ályktun um lífeyrissjóðina frá stjórn LEB (Kjaramálanefnd)

4.     Ályktun til landsfundar LEB um RÚV (Allsherjarnefnd)

5.     Ályktun aðalfundar FEB á Selfossi (Kjaramálanefnd)

6.     Ályktun um álagningu fasteignagjalda (Kjaramálanefnd)

7.     Drög að ályktun frá kjaramálanefnd LEB (Kjaramálanefnd)

8.     Áskorun frá Vestfjörðum um að hækka skattleysismörk í 250.000 (Kjaramálanefnd)

9.     Tillögur frá velferðarnefnd til framkvæmdastjórnar LEB (Velferðarnefnd)

10.   Flutningur málefna aldraðra frá ríki til sveitarfélaga (Allsherjarnefnd)

Hópavinna: Hvernig geta félögin eflt starfsemi sína og aukið áhrif sín?  Framsaga: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. (Sjá fskj. 13 )

Spurningar fyrir starfshópa:

1.     Hvernig fáum við fleiri yngri, eldri borgara til að ganga í félögin? (Hópur A og B)

2.     Samstarf við sveitarfélögin, hvernig viljum við hafa það? (Hópur A og B)

3.     Samstarf við skólana, hvernig mótum við það best? (Hópur A og B)

4.     Samstarf við íþróttafélög, er það æskilegt, hvernig? (Hópur D og E)

5.     Hvert er hlutverk FEB-félaga í kjaramálum? (Hópur D og E)

6.     Hvernig á starf félaganna að vera almennt? (Hópur D og E)

7.     Hvernig höfum við áhrif á þjóðmálaumræðuna? (Hópur F og G)

8.     Hvernig aðferð  er best til að fjölga félagsmönnum? (Hópur F og G)

9.     Hvaða áróður virkar best til að fjölga félagsmönnum? (Hópur F og G)

 

Niðurstöður hópa

Hópur A.

Sveinn Hallgrímsson úr Borgarfirði. Hvernig fáum við yngri eldri borgara. Kynna starfið, hafa það fjölbreytt. Samstarf við skóla. Farið í skóla og sagt frá lífi eldri borgara. Safna örnefnum.

Hópur B:

Sveinn Jónsson Dalvíkurbyggð. Maður á mann til að fjölga í félögunum. Yngra fólkið fái að mæta á fundi og gangi síðan í félagið, ef þeir hafa áhuga. Sveitarfélög skapi aðstöðu og vinni með okkur að því að búa til fjölþætt starf.
Samstarf við skóla: Spila við nemendur, þeir kenna okkur tungumál. Safna örnefnum á kort og skrá sögur, sagnir og myndir.

Hópur Bb:

Þrúður Kristjánsdóttir, Dalabyggð og Reykhólahreppi: Kynna félögin og starf þeirra vel. Sérstaklega þeim sem eru að ná lífeyrisaldri. Bjóða á skemmtanir t.d. árshátíð. Skapa „fjölgunarnefnd“ í félögum.
Sveitarfélög útvegi húsnæði og aðstöðu starfsmann/menn og haldi fundi með FEB einu sinni til tvisvar á ári. Styðji íþróttir og fyrirbyggjandi starf. Sjái um félagsmiðstöðvar.
Nemendur kenni eldri borgurum á tölvur; fá þá í heimsókn; þeir taki viðtöl við eldri borgara. Gagnkvæmar heimsóknir og skemmtanir með söng o.fl.

Hópur D:

Baldur Þór Baldvinsson, Kópavogi: Samstarf við íþróttafélög æskilegt en sveitar- og bæjarfélög styrkja félögin mismikið. Samstaða il sveitarfélaga (Allsherjarnefnd)

Hópavinna: Hvernig geta félögin eflt starfsemi sína og aukið áhrif sín?  Framsaga: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. (Sjá fskj. 13 )

Spurningar fyrir starfshópa:

Hvernig fáum við fleiri yngri, eldri borgara til að ganga í félögin? (Hópur A og B)

Samstarf við sveitarfélögin, hvernig viljum við hafa það? (Hópur A og B)

Samstarf við skólana, hvernig mótum við það best? (Hópur A og B)

Samstarf við íþróttafélög, er það æskilegt, hvernig? (Hópur D og E)

Hvert er hlutverk FEB-félaga í kjaramálum? (Hópur D og E)

Hvernig á starf félaganna að vera almennt? (Hópur D og E)

Hvernig höfum við áhrif á þjóðmálaumræðuna? (Hópur F og G)

Hvernig aðferð  er best til að fjölga félagsmönnum? (Hópur F og G)

Hvaða áróður virkar best til að fjölga félagsmönnum? (Hópur F og G)

Niðurstöður hópa

Hópur A.

Sveinn Hallgrímsson úr Borgarfirði. Hvernig fáum við yngri eldri borgara. Kynna starfið, hafa það fjölbreytt. Samstarf við skóla. Farið í skóla og sagt frá lífi eldri borgara. Safna örnefnum.

Hópur B:

Sveinn Jónsson Dalvíkurbyggð. Maður á mann til að fjölga í félögunum. Yngra fólkið fái að mæta á fundi og gangi síðan í félagið, ef þeir hafa áhuga. Sveitarfélög skapi aðstöðu og vinni með okkur að því að búa til fjölþætt starf.
Samstarf við skóla: Spila við nemendur, þeir kenna okkur tungumál. Safna örnefnum á kort og skrá sögur, sagnir og myndir.

Hópur Bb:

Þrúður Kristjánsdóttir, Dalabyggð og Reykhólahreppi: Kynna félögin og starf þeirra vel. Sérstaklega þeim sem eru að ná lífeyrisaldri. Bjóða á skemmtanir t.d. árshátíð. Skapa „fjölgunarnefnd“ í félögum.
Sveitarfélög útvegi húsnæði og aðstöðu starfsmann/menn og haldi fundi með FEB einu sinni til tvisvar á ári. Styðji íþróttir og fyrirbyggjandi starf. Sjái um félagsmiðstöðvar.
Nemendur kenni eldri borgurum á tölvur; fá þá í heimsókn; þeir taki viðtöl við eldri borgara. Gagnkvæmar heimsóknir og skemmtanir með söng o.fl.

Hópur D:

Baldur Þór Baldvinsson, Kópavogi: Samstarf við íþróttafélög æskilegt en sveitar- og bæjarfélög styrkja félögin mismikið. Samstaða rljúffeng  fjórréttuð máltíð.    Samkomunni lauk um  kl 22:00 og þakkaði formaður LEB formanni FEBH Jóni Kr. Óskarssyni fyrir vel undirbúið skemmtikvöld.

 

Fundur miðvikudaginn 8. maí kl. 9:00

Fundarstjóri er Eyjólfur Eysteinsson

 

 Kl. 9-10 . Nefndarstörf

Nefndir skila áliti:

Allsherjarnefnd: Haukur Ingibergsson gerði grein fyrir störfum hennar.

Fyrsta tillaga: Um flutning málefna aldraðra frá ríki til sveitarfélaga:

Landsfundur Landssambands eldri borgara, haldinn í Hafnarfirði 7. og 8. maí 2013, fagnar því starfi sem unnið hefur verið með aðild landssambandsins að undirbúningi að flutningi málefna eldri borgara frá ríki til sveitarfélaga og miðar að því að efla nærþjónustu við aldraða í heimabyggð. Landsfundurinn leggur áherslu á að nauðsynlegum undirbúningi verði lokið svo tímanlega að unnt verði að flytja verkefnið hinn 1. janúar 2015 eins og nú er stefnt að, enda fylgi nægt fjármagn.

Greinargerð:

Frá því á árinu 2011 hefur verið unnið að tilfærslu málefna aldraðra frá ríki til sveitarfélaga.  Velferðarráðuneytið hafði forustu um verkefnið, en að því hafa einnig komið fulltrúar frá fjármálaráðuneytinu og innanríkisráðuneytinu, fulltrúar stéttarsamtaka, Sambands íslenskra sveitarfélaga og landssambandsins, samtals fjórtán manns. Af hálfu LEB hafa Jóna Valgerður formaður og Unnar Stefánsson varaformaður starfað í nefndinni, en þau Eyjólfur Eysteinsson og Ragnheiður Stephensen hafa tekið þátt í starfshópum  sem unnið hafa að tilteknum verkefnum.

Hópar þessir vinna að verkefnum sem krefjast undirbúnings. Einn hópur kortleggur þannig umfang og kostnað þjónustunnar, annar greinir þörf fyrir mismunandi tegundir öldrunarþjónustu, einn endurskoðar tilhögun greiðslna á hjúkrunarheimilum og fyrirkomulag og fjármögnun fasteigna, einn undirbýr gerð þjónustusamninga við hjúkrunarheimili, einn skilgreinir gæða- og eftirlitsþætti , einn fjallar um starfsmannamál. Loks eru hópar sem meta heildarkostnað vegna tilfærslunnar, skilgreina tekjutilfærslu og jöfnunaraðgerðir og loks hópur sem undirbýr nauðsynlegar lagabreytingar, sem eðli málsins samkvæmt tekur til starfa eftir að hinir hóparnir hafa lokið störfum.

Upphaflega var unnið eftir tímaáætlun sem gerði ráð fyrir að tilfærslan gæti átt sér stað  1. janúar 2014, en fyrir nokkru var ljóst að sú áætlun gæti ekki staðist. Í fyrsta lagi var talið nauðsynlegt að  lokaskýrsla um tilflutning málefna fatlaðra lægi fyrir svo unnt væri að meta áhrif hennar. Í annan stað hafa hjúkrunarheimilin krafist þess að gerðar væri upp lífeyrisskuldbindingar vegna starfsfólks og  í  þriðja lagi var talið að nauðsynlegri lagasetningu væri lokið tímanlega fyrir flutninginn, svo undirbúningur verði sem bestur. Af þessu hefur leitt að ekki er raunhæft að gera ráð fyrir að tilfærsla málaflokksins geti orðið fyrr en 1. janúar 2015.

Reynslan af flutningi grunnskólans frá ríki til sveitarfélaganna og nú síðast af flutningi málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga bendir eindregið til þess að farsælast sé að þessi mikilvægu verkefni grunnþjónustunnar séu á hendi þess stjórnvalds sem næst stendur hinum almenna borgara. Því vill landssambandið árétta fyrri stefnu sína um að málefni eldri borgara séu svo fljótt sem kostur er flutt til sveitarfélaganna enda sé þeim á sama tíma gert fjárhagslega kleift að standa undir því verkefni.  Tillagan samþykkt.

 

Önnur tillaga um ályktun til landsfundar um RÚV

Landsfundur LEB haldinn 7.-8.  maí 2013 í Hafnarfirði  tekur undir  með Félagi eldri borgara í Dalabyggð  og Reykhólahreppi og  lýsir yfir ánægju með að farið sé að texta meira af innlendu efni í sjónvarpi RÚV m.a. fréttir.  Það kemur sér vel fyrir  marga sem eru heyrnarskertir.

Við viljum  þó jafnframt benda á annað sem truflar verulega talað mál í sjónvarpi eða útvarpi,  það er þegar tónlist er leikin  í bakgrunni talaðs máls.  Við bendum á að eldri borgarar eru traustur hlustenda- og áhorfshópur hjá RÚV  og hafa margir félagar okkar kvartað yfir þessu.

Við beinum því til  stjórn RÚV og útvarpsstjóra  að taka þetta til athugunar og draga verulega úr tónlist sem bakgrunni talaðs máls í útvarpi og sjónvarpi, enda sjáum við ekki tilganginn með því.  Ef ætlast er til þess að fólk heyri og skilji  hið  talaða mál, er engin ástæða til að trufla það með tónlist.

Tillagan samþykkt.

 

Þriðja tillaga um ályktun um mannréttinda- og jafnréttismál.

Landsfundur  LEB haldinn í Hafnarfirði  7-8 maí 2013 samþykkir eftirfarandi ályktun:

Lengi hefur  ríkt kynbundinn launamunur á vinnumarkaði á Íslandi.  Sá munur virðist fara vaxandi.  Fyrir   36 árum voru  sett lög  til að tryggja konum og körlum jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf.      Fyrir 33 árum voru  sett lög til að tryggja konum og körlum jafna stöðu og jafnan rétt á öllum sviðum.  Þrátt fyrir þessi lagaákvæði er verulegur kynbundinn launamunur enn fyrir hendi. Óútskýrður launamunur virðist í dag vera a.m.k. 16-18%.   Kannanir benda í þá átt að konur séu með um 22% lægri laun en karlar.  Þá hefur komið í ljós að kynbundinn launamunur er meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta hefur þau áhrif að enn eru konur sem  fara á eftirlaun með lægri lífeyrir en karlar.  Þetta er óásættanlegt í þjóðríki sem kennir sig við jafnrétti  og mannréttindi.  Við krefjumst þess að ríkisstjórn og launþegasamtök vinni að úrbótum  á þessu sviði með öllum tiltækum ráðum.

Þá er það yfirlýst stefna stjórnvalda að jafna hlut kynja í nefndum, stjórnum og ráðum bæði  félaga, fyrirtækja og stofnana   og  er það markmið okkar í LEB að fylgja  þeirri  stefnu.

Tillagan samþykkt.

 

Fjórða tillaga um stofnun embættis umboðsmanns aldraðra.

Landsfundur Landssambands eldri borgara, haldinn í Hafnarfirði 7. og 8. maí 2013, skorar á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að stofnað verði embætti umboðsmanns aldraðra.

Umboðsmaður aldraðra sé óháður boð- eða skipunarvaldi stjórnvalda, vinni að bættum hag aldraðra og standi vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi aldraðra. Hann hafi eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga hvað málefni aldraða varðar, gætir þess að réttindi aldraðra gagnvart stjórnsýslu og þjónustu við aldraða sé virt og að mannréttindi aldraðra og jafnræðisreglan sé höfð í heiðri í hvívetna. Umboðsmaður aldraðra bregðist jöfnum höndum við skriflegum kvörtunum sem berast til embættisins eða taki upp hjá sjálfum sér að fjalla um einstök mál. Hann veki athygli á réttinda- og hagsmunamálum aldraðra almennt, jafnt á opinberum vettvangi sem og gagnvart einkaaðilum.

 

Umræður

Sveinn Hallgrímsson: Ekki stofna embætti umboðsmanns aldraðra. Stofnanir fara að lifa eigin lífi. En hóta stjórnvöldum, ef ekki koma peningar, þá fá umboðsmann.

Jón Kr. Óskarsson: Vill umboðsmann. Félög ekki með lögmenn. Flutningur til sveitarfélaga þarf fjármagn. Ríkið græddi á flutningi kennara. Sveitarstjórnir urðu að hækka laun þeirra.

Birna Bjarnadóttir Umboðsmaður aldraðra nauðsynlegur þegar fjalla á um hjúkrunarheimili og flutning málefna eldri borgara til sveitarfélaga. Réttur aldraðra á skoðunum í heilbrigðisþjónustu. Tillaga lögð fram frá Reykjavíkurfélaginu til landsfundarins. (Sjá fskj. 19)

Gísli Jónasson frá Vestmannaeyjum: Kom með tillögu um að hver tillaga sé borin upp sér til afgreiðslu.

 

Afgreiðsla tillagna endurtekin:

Fyrsta tillaga samþykkt samhljóða.
Önnur tillaga samþykkt samhljóða.
Þriðja tillaga: umræða, Sigurður Hermannsson frá Akureyri lýsti yfir samþykki sínu. Tillagan samþykkt samhljóða
Fjórða tillaga samþykkt samhljóða.

Fundarstjóri þakkaði allsherjarnefnd fyrir gott starf.

 

Kjaranefnd:  Þórunn Sveinbjörnsdóttir gerði grein fyrir tillögum  kjaramálanefndar

Hún byrjaði með að hún  sagðist hafa sent Bjarna og Sigmundi tölvupóst, og vonast eftir að þeir efndu loforð sín um kjarabætur eldri borgara.
Jóna Valgerður lýsti því einnig yfir að hún hefði þegar sent Bjarna og Sigmundi tölvupóst um sama mál.

Þórunn lagði til  að sérstök tillaga væri  um lífeyrissjóði: Í stað 1, 7, 6, 5 og 8 komi ein tillaga um kjaramál.  Tillagan var þá svohljóðandi:

Landsfundur LEB ályktar eftirfarandi um kjaramál eldri borgara.

Kjaramálahópur á landsfundi LEB samþykkir að hækka þurfi skattleysismörk verulega enda sé það besta kjarabótin fyrir eldri borgara.

Einnig samþykkti hópurinn að atvinnutekjur 67 ára og eldri skuli ekki skerða greiðslur frá Tryggingastofnun.

Kjaramálnefnd LEB  og stjórn Landssambandsins hefur margítrekað fjallað um niðurskurð á kjörum aldraðra frá miðju ári 2009 þegar bætur voru skertar. Sá mikli niðurskurður hefur haft áhrif á kjör þúsunda eldri borgara á undanförnum árum. Á sama tíma hefur verðlag hækkað og verðbólga verið óvenju mikil. Alvarlegar afleiðingar hrunsins bitna mjög á  eldri borgurum.  Um það hefur verið fjallað af opinberum aðilum en enn sitja eldri borgarar eftir í að fá það bætt.

Því er skorað á nýkjörna þingmenn að virða réttarstöðu aldraðra en um 36.000 manns eru á aldrinum yfir 67 ára og hafa enga lögvarða samningsstöðu um kjör sín og réttindi. Hvatt er til samráðs ríkis og sveitarfélaga við eldri borgara um kjör aldraðra.

Jafnframt skorar fundurinn á verðandi ríkisstjórn að taka til við að innleiða nýtt frumvarp um almannatryggingar sem ríkti mikil sátt um eftir kynningar undirbúningshópsins. Mikilvægt er að taka tillit til að í frumvarpinu er gert ráð fyrir gildistöku um s.l. áramót þannig að fjögurra ára innleiðing geljóða.

Önnur tillaga samþykkt samhljóða.
Þriðja tillaga: umræða, Sigurður Hermannsson frá Akureyri lýsti yfir samþykki sínu. Tillagan samþykkt samhljóða
Fjórða tillaga samþykkt samhljóða.

Fundarstjóri þakkaði allsherjarnefnd fyrir gott starf.

 

Kjaranefnd:  Þórunn Sveinbjörnsdóttir gerði grein fyrir tillögum  kjaramálanefndar .

Hún byrjaði með að hún  sagðist hafa sent Bjarna og Sigmundi tölvupóst, og vonast eftir að þeir efndu loforð sín um kjarabætur eldri borgara.
Jóna Valgerður lýsti því einnig yfir að hún hefði þegar sent Bjarna og Sigmundi tölvupóst um sama mál.

Þórunn lagði til  að sérstök tillaga væri  um lífeyrissjóði: Í stað 1, 7, 6, 5 og 8 komi ein tillaga um kjaramál.  Tillagan var þá svohljóðandi:

Landsfundur LEB ályktar eftirfarandi um kjaramál eldri borgara.

Kjaramálahópur á landsfundi LEB samþykkir að hækka þurfi skattleysismörk verulega enda sé það besta kjarabótin fyrir eldri borgara.

Einnig samþykkti hópurinn að atvinnutekjur 67 ára og eldri skuli ekki skerða greiðslur frá Tryggingastofnun.

Kjaramálnefnd LEB  og stjórn Landssambandsins hefur margítrekað fjallað um niðurskurð á kjörum aldraðra frá miðju ári 2009 þegar bætur voru skertar. Sá mikli niðurskurður hefur haft áhrif á kjör þúsunda eldri borgara á undanförnum árum. Á sama tíma hefur verðlag hækkað og verðbólga verið óvenju mikil. Alvarlegar afleiðingar hrunsins bitna mjög á  eldri borgurum.  Um það hefur verið fjallað af opinberum aðilum en enn sitja eldri borgarar eftir í að fá það bætt.

Því er skorað á nýkjörna þingmenn að virða réttarstöðu aldraðra en um 36.000 manns eru á aldrinum yfir 67 ára og hafa enga lögvarða samningsstöðu um kjör sín og réttindi. Hvatt er til samráðs ríkis og sveitarfélaga við eldri borgara um kjör aldraðra.

Jafnframt skorar fundurinn á verðandi ríkisstjórn að taka til við að innleiða nýtt frumvarp um almannatryggingar sem ríkti mikil sátt um eftir kynningar undirbúningshópsins. Mikilvægt er að taka tillit til að í frumvarpinu er gert ráð fyrir gildistöku um s.l. áramót þannig að fjögurra ára innleiðing getur aðeins tekið þrjú ár.  Það er að segja að hækkanir sem áttu fram að ganga á þessu ári með samþykkt nýrra laga um almannatryggingar ber að bæta og  leiðrétta gagnvart öldruðum

LEB krefst þess að kjaraskerðingin frá 1. júlí 2009 verði strax afturkölluð það er réttlætismál. Kjaraskerðingin nemur í júlí á þessu ári rúmlega 17milljörðum.

Vanefndir við að leiðrétta kjör eldri borgara í samræmi við launaþróun brýtur í bága við lög.   Í lögum um almannatryggingar eru ákvæði þess efnis að við hækkun lífeyris skuli tekið mið af hækkun launa og verðlags. Skuli lífeyrir aldrei hækka minna en vísitala neysluverðs en því hefur ekki verið framfylgt  undanfarin ár.

Fundurinn lýsir einnig yfir mikilli óánægju með hækkanir um s.l. áramót á þjónustugjöldum til lækna, sjúkraþjálfara, og nú lyfjakostnaðar og fjölda annarra hækkana sem fólk þarf að mæta án nokkurra leiðréttinga á greiðslum til að mæta þessum kostnaði.

Landsfundur LEB krefst þess að virðisaukaskattur af lyfjum verði lækkaður úr hæsta þrepi sem er 25,5 % í lægsta þrep sem er 7%

Þessi breyting yrði stórlækkun á lyfjum fyrir eldri borgara landsins sem eru sennilega fjölmennasti kaupandi lyfja hér á landi. Það væri mikil kjarabót.

1.     Landsfundur LEB óskar eftir að ný stefna verði tekin upp við álagningu fasteignagjalda af húsnæði er menn eiga og búa í. Óskað verði lagaheimildar fyrir sveitafélögin til þess að þau hafi heimild til að afnema fasteignagjöld af húsnæði eldri borgara .

Umræður:

2.     Halldór Blöndal: Á fundi í Stykkishólmi 2009 náðist fram að þeir sem hefðu atvinnutekjur eftir 70 ára aldur skerði ekki greiðslur frá Tryggingarstofnun. Vonbrigði að ekki náðist samstaða í nefndinni um 70 ára aldur.

3.     Hafliði Jósteinsson, Húsavík: Skiptar skoðanir í nefndinni. Ef þjóðarsátt verður í haust, þá þurfum við að eiga fulltrúa við það borð.

Guðmundur B. Hagalínsson frá Önundarfirði: „Tillaga mín um 250.000 kr. skattleysismörkin átti að fara til stjórnar“.

4.     Sigurbjörg Snorradóttir úr Biskupstungum sagði að hjá henni væru frumkvöðlar í ylrækt sem hefðu ekki reiknað sér laun og því ekki borgað í lífeyrissjóð og ættu því ekki rétt á greiðslu úr honum. Eftir þeim þarf að muna.

5.     Björgvin Guðmundsson, Reykjavík: Góð sátt í hópnum menn vildu ekki mismuna eldri borgurum. Kjaraskerðingu frá 2009 þarf að leiðrétta og til þess þarf baráttu.

Jóhannes Sigvaldason, Akureyri. Lítur svo á að áðan hafi verið samþykkt að afgreiða hverja tillögu fyrir sig. Við þurfum að berjast fyrir því að tillaga sem komin var fram í þinginu gangi fram.

Jóna Valgerður þakkar kjaranefnd. Auðvitað vinnum við að því að ná fram nýju frumvarpi sem viðtæk sátt var um.

Jón Kr. Óskarsson. Minnti á nokkur atriði s.s. lágmarksgreiðslur frá Tryggingastofnun væru heilagar kýr. Það þarf að bæta hlut þeirra sem minnst hafa en ekki á kostnað hinna.

Ragnhildur G. Guðmundsdóttir. Hún minnti á hvað margir eldri borgarar hafa það erfitt. Fáum ekki að sjá neyslukannanir vegna þess að þær passa ekki við launin.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

Ályktun um lífeyrissjóði:

Standa þarf vörð um  íslenska lífeyrissjóðakerfið, svo það geti þjónað því hlutverki sínu að taka sem mestan þátt í eftirlaunagreiðslum til lífeyrisþega. Landsfundur Landssambands eldri borgara haldinn 7. – 8. maí 2013 leggjur áherslu á eftirfarandi:

Að lífeyrissjóðirnir geti áfram fjárfest í verðtryggðum skuldabréfum sem gefin eru út af ríkissjóði, sveitarfélögum, fjármálastofnunum, fyrirtækjum með góða eiginfjárstöðu eða sem verðtryggð sjóðfélagalán með fasteignaveði. Minnt skal á að lífeyrisgreiðslur sjóðanna eru almennt verðtryggðar samkvæmt lögum og afnám eða bann verðtryggingar getur haft veruleg neikvæð áhrif á getu þeirra til að greiða verðtryggðan lífeyri í framtíðinni.

Að lífeyrissjóðagreiðslur hafi sem minnst áhrif á bætur almannatrygginga og að bætur sjóðanna skerði alls ekki grunnlífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins.

Að leggja þarf strax fjármagn í þá lífeyrissjóði sem njóta ábyrgðar ríkis og sveitarfélaga til að koma í veg fyrir að þeir breytist alfarið í gegnumstreymissjóði með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Að við áætlun um rýmkun gjaldeyrishafta verði sjóðunu endurskoða lög um málefni aldraðra um leið og málefni  þeirra flytjast frá ríki til sveitafélaga.  Móta þarf heildstæða stefnu í málefnum aldraðra.

Jafnframt verði greiðslufyrirkomulag hjúkrunarheimila  endurskoðað.  Fólk haldi fjárhagslegu sjálfstæði sínu þegar það flytur inn á hjúkrunarheimili, greiði  húsaleigu,  fæði  og aðra grunnþjónustu.  Ríki eða sveitarfélög greiði fyrir umönnunarþáttinn og vasapeningar verði aflagðir.

Greinargerð:

Óviðunandi er að heimilisfólk á hjúkrunarheimilum sé svipt fjárræði sínu.  Allir borga  sömu óskilgreindu upphæðina  í dvalargjöld  þrátt fyrir mikinn aðstöðumun. Það samræmist ekki jafnræðisreglu Stjórnarskrárinnar að einungis þeir þegnar sem orðnir eru 67 ára borgi fyrir umönnun sína.  Réttur aldraðra til jafnréttis og sömu lífskjara hlýtur að vera sá sami og annarra þjóðfélagsþegna.  Þessi mismunun kemur glöggt fram þegar öryrkjar verða 67 ára.

2.

Landsfundur LEB 2013 beinir því til velferðarráðherra að fjölgað verði búsetuúrræðum sem bjóðist öldruðum með áherslu á byggingu þjónustu- og leiguíbúða   Einnig leggjum við ríka áherslu á að gerður verði þjónustusamningur við öll hjúkrunarheimili og fylgt verði eftir að þau uppfylli íslensk gæðaviðmið. Þá  vill landsfundur  LEB að öldruðum  sem búa heima og þurfa á heimaþjónustu að halda bjóðist sá valkostur að fá persónulega notendastýrða þjónustu NPA.  Einnig leggjum við þunga áherslu á að fjölga dagdvalarrýmum til að draga úr einsemd og bæta þjónustu við aldraða.

Greinargerð:

Mikil þörf er á að fjölga þeim búsetuúrræðum sem bjóðast eldri borgurum þegar þeir þurfa að minnka við sig eða flytjast í hentugra húsnæði.

Hugmyndafræði sem kennd er við m.a. Eden, Lev og bo o.fl. og rutt hefur sér til rúms er í anda þess að gera hjúkrunarheimilin notalegri og heimilislegri fyrir íbúana. Að leggja starfsmannafatnað niður er einn liður í að þau líkist meira venjulegu heimili.

Með hliðsjón af þeirri stefnu að  fólk  búi sem lengst heima hjá sér og fái aðstoð  þegar heilsu hrakar, teljum við að aldraðir skuli  eiga kost á notendastýrðri persónulegri aðstoð til jafns  við fatlaða.  Samanber þingsályktun þar um sem samþykkt var í júní 2010.

Til viðbótar furðum við okkur á háu verði, fyrir búseturétt og síðan hárri mánaðarleigu á þeim nýbyggðu íbúðum sem eru á markaðnum.

Fjölgun dagdvalarrýma er ein af hagkvæmustu og skilvirkustu leiðum til aðstoðar við þá sem búa við einsemd og skerta heilsu

3.

Landsfundur LEB 2013 beinir því til velferðarráðherra að mikilvægt er að starfsmenn í félagslegri heimaþjónustu aldraðra framvísi sakavottorði og tali og skilji íslensku.  Einnig eiga þeir að hafa lokið samræmdri viðurkenndri grunnmenntun.  Námið gæti verið fjarnám með stuttum námskeiðum á vegum hvers sveitarfélags.

Greinargerð:

Eðlileg krafa er að starfsmaður leggi fram sakavottorð þar sem hann er oftast einn að störfum inni á heimilum.  Það stuðlar að gagnkvæmu trausti  milli starfsmanns og heimilismanns þegar starfsmaður mætir vel undirbúinn til starfa.  Nám og fræðsla bætir starfsánægju og öryggi í starfi sem eykur líkur á að starfsmaður ílendist í starfi.

4.

Landsfundur LEB 2013 beinir því til velferðarráðherra að nauðsynlegt er að efla heilsugæslu og aðra grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins út um allt land.

Greinargerð:

Í dag er lögð mikil áhersla á að öll grunnþjónusta verði sótt til heilsugæslustöðva.  Því er mikilvægt að sú starfsemi verði efld.  Biðtími eftir viðtali við lækni er oft of langur og freistast því margir til að leita dýrari úrræða s.s. til sérfræðinga og bráðamóttöku.

5.

Landsfundur LEB 2013  beinir því til velferðarráðherra og Embættis landlæknis:

a.

Að aldraðir geti notið tannlæknaþjónustu reglulega á viðráðanlegu verði og bregðast þarf við breyttum áherslum í sambandi við tannheilsu aldraðra.

Greinargerð:

Einstaklingum sem halda sínum tönnum mun fjölga mjög, bæði á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum.  Mikilvægt er að litið verði eftir tannheilsu aldraðra tvisvar á ári og tannlæknaþjónusta lúti sömu reglum og önnur heilbrigðisþjónusta hvað niðurgreiðslur varðar.

b.

Að hlutast til um að styrkur til kaupa á heyrnartæki verði hækkaður og þau fáist á viðráðanlegu verði.

Greinargerð:

Styrkur til kaupa á heyrnartæki er kr. 30.800 . Upphæðin hefur staðið í stað frá árinu 2007 og er greidd út 3-6 vikum eftir kaupin.  Verð á heyrnartækjum hefur aftur á móti hækkað verulega.

6.

Landsfundur LEB 2013 beinir eftirfarandi tillögum til Embættis landlæknis:

a.

Að hugað verði að næringarbúskap aldraðra og að tekið sé mið af Manneldismarkmiðum Íslendinga í fæðuvali á hjúkrunarheimilum, þjónustumiðstöðvum og heimsendum máltíðum.

Greinargerð:

Mikilvægt er að fæði aldraðra sé næringarríkt, lystugt og fjölbreytt.  Gera þarf könnun á næringargildi og fjölbreytni máltíða á hjúkrunarheimilum, þjónustumiðstöðvum og heimsendum máltíðum.

b.

Að efla framboð á heilsurækt fyrir aldraðra.

Greinargerð:

Aðstaða til líkamsræktar og efling útivistar er mikilvæg.  Stefna ber að því að aðgengi að æfingatækjum sé fyrir hendi og umhverfis hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöðvar séu upphitaðir göngustígar.

c.

Að rannsaka algengi ofbeldis gagnvart öldruðum hér á landi.

Greinargerð:

Samkvæmt rannsóknum í nágrannalöndum okkar verða 2-10% aldraðra fyrir ofbeldi og eru konur og háaldraðir þar í meirihluta. Mörg þeirra landa hafa viðurkennt að ofbeldi gagnvart öldruðum sé samfélagslegt vandamál.   Ætla má að ástandið sé svipað hér á landi.

Engar umræður urðu. Samþykkt samhljóða.

Erna Fríða Berg tók við fundarstjórn og gaf Jóhannesi Sigvaldasyni orðið en hann var formaður uppstillinganefndar. En aðrir í nefndinni voru Gunnar Kristmundsson, Selfossi og Þóra Kristinsdóttir, Reykjavík.

Kosningar

Uppstillinganefnd gerði eftirfarandi tillögu:

a) kosning formanns í 2 ár.
Jóna ValgerðurKristjánsdóttir,  Samþykkt samhljóða

b) kosning 4 aðalmanna og 3 varamann í stjórn í 2 ár
Aðalstjórn: 1) Ragnheiður Stephensen, Mosfellsbæ, 2) Eyjólfur Eysteinsson, Suðurnes, 3) Haukur Ingibergsson, Reykjavík, 4) Anna Lúthersdóttir, Þorlákshöfn, Samþykkt samhljóða.
Varastjórn: 1) Jón Kr. Óskarsson, Hafnarfirði, 2) Sveinn Hallgrímsson, Borgarfirði, 3) Jóhannes Sigvaldason, Akureyri.  Fyrirspurn kom um konur í varastjórn, en engin tillaga.  Samþykkt samhljóða.

c) kosning 2 skoðunarmanna ársreiknings LEB og „Listin að lifa“ og 2 til vara í 2 ár
Skoðunarmenn: Leifur Kr. Jóhannesson, Mosfellsbæ, Stefnir Helgason, Kópavogi. Samþykkt.
Varamenn: Óttar Geirsson, Hafnarfirði  Samþykkt.

d) kosning 2 aðalmanna og 2 varamanna í ritnefnd „Listin að lifa“ í 2 ár
Ritnefnd: Grétar Snær Hjartarson, Mosfellsbæ, Bryndís Steinþórsdóttir, Reykjavík Samþykkt
Vararitnefnd: Þrúður Kristjánsdóttir, Dala- og Reykhólar, Helga Bjarnadóttir, Skagafirði.  Samþykkt.

 

Önnur mál.

Haukur Ingibergsson ræddi við fólk frá Sjúkratryggingum sem höfðu verið á staðnum með upplýsingarbás og spurði hvert fólk ætti að snúa sér með fyrirspurnir. Leita ætti til Velferðarráðuneytis og stjórn LEB þarf að fá afrit af málum.

Jóna Valgerður minnti á að næsta blað af Listinni að lifa kemur út í nóvember. Gaman væri að fá efni frá fleirum til að setja í blaðið.

 

Eftirtaldir tóku auk þess til máls: Finnur Baldursson Mývetningur, Jón Kr. Óskarsson, Pétur Maack og Þórunn Sveinbjörnsdóttir.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir þakkaði mönnum fyrir góðan fund, skemmtilegan og árangursríkan. Hún mæltist til að við hjálpuðum hvert öðru,  værum  jákvæð og hún taldi það ekki skila miklu að standa í stríði.

Sérstakar þakkir færði hún starfsmönnunum Grétari Snæ fyrir undirbúning, fundarstjórum, riturum og formönnum nefnda og hópa.  Auk þeirra fengu þau Jónína Óskarsdóttir og Jón Kr. sérstakar þakkir og blómvönd.

Að lokum bauð hún velkomin til starfa þá sem koma nú ný í stjórn og þakkaði þeim Unnari Stefánssyni og Sigurlaugu Ingu Árnadóttur samstarfið.

Að lokum sagði formaður fundi slitið kl. 13:05

 

 

Fundarstjórar:                                                                 Fundarritarar:

 

__________________________________               _________________________________
Erna Fríða Berg                                                   Loftur Magnússon

 

__________________________________               _________________________________
Eyjólfur Eysteinsson                                                        Hildur Harðardóttir

 

Fylgiskjöl

 

Fylgiskjal 1        Skýrsla kjörbréfanefndar (ljósrit.)

 

Fylgiskjal 2

Ávarp Halldórs Halldórssonar

Fundarstjóri, formaður Landssambands eldri borgara, ágætu fndargestir.

Þakka ykkur kærlega fyrir að bjóða mér til landsfundar ykkar og gefa mér tækifæri til að ávarpa fundinn. Okkur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er afar hlýt til ykkar samtaka vegna þess að þaðan höfum við fengið mikla hvatningu til að vinna markvisst að flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Það er gott að finna fyrir jákvæðni, stuðningi og uppbyggilegri gagnrýni sem er mikilvægt í svona stóru máli.

Ég vil nota þetta tækifæri til að fara ítarlega yfir stöðu mála í viðræðum sambandsins og ríkisins varðandi málefni aldraðra.

Sveitarfélögin hafa þegar tekið að sér stórt verkefni á sviði velferðarþjónustu með yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk sem varð að veruleika 1. janúar 2011. Telja má víst að sú reynsla sem þegar hefur skapast hjá sveitarfélögunum með ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk nýtist þeim vel við yfirtöku ábyrgðar á þjónustu við aldraða. Með þessu hefur geta þeirra til að takast á við stór verkefni af þessu tagi tvímælalaust styrkst og eins má vænta samlegðaráhrifa þegar þessir tveir stóru málaflokkar verða báðir á hendi sveitarfélaganna.

Samband íslenskra sveitarfélaga setur sér meginstefnu til fjögurra ára í helstu málaflokkum á landsþingum sem haldin eru að loknum sveitarstjórnarkosningum. Í gildandi stefnu fyrir árin 2011-2014 sem stjórn sambandsins samþykkti 29. apríl 2011 er fjallað um yfirfærslu málefna aldraðra. Þar segir að “áfram verði undirbúnar breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði þjónustu við aldraða. Skilgreindir þeir þjónustuþættir sem æskilegt er talið að flytja út frá því að sveitarfélögin sinni allri nærþjónustu við aldraða. Í því sambandi verði heimahjúkrun sérstaklega skoðuð auk þess sem gerð verði athugun á flutningi heilsugæslunnar til sveitarfélaganna,”

Starfandi eru tvær nefndir (stór samráðsnefnd og minni framkvæmdanefnd) og margar undirnefndir eða sérfræðiteymi vegna undirbúnings að flutningi þjónustu við aldrað fólk.

Hlutverk stóru nefndarinnar er að fjalla um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði málefna aldraðra. Nefndin er skipuð fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga, hlutaðeigandi ráðuneyta og annarra hagsmunaaðila, svo sem fulltrúum félagasamtaka aldraðra, samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og stéttarfélaga starfsmanna.

Framkvæmdahópnum er hins vegar ætlað að halda utan uum grunnvinnu í tengslum við yfirfærsluna og tæknilega útfærslu einstakra verkþátta í samráði við stóru nefndina. Framkvæmdahópurinn er skipaður þrem fulltrúum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þremur embættismönnum frá velferðarráðuneytinu, fulltrúa frá innanríkis- og fjármálaráðuneytinu, auk þess sem sérstakur ráðgjafi starfar með hópnum.

Framkvæmdahópurinn fundaði síðast um miðjan febrúar þar sem rætt var um drög að viljayfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga um flutninginn. Drögin höfðu verið undirmúin af velferðarráðuneytinu. Á þeim fundi kom fram af hálfu fulltrúa sveitarfélaga að ekki væri tímabært að ganga frá slíkri yfirlýsingu fyrir alþingiskosningarnar. Sérstaklega var vísað til tveggja stórra ófrágenginna mála sem eru gerð þjónustusamninga við sjálfseignarstofnanir og hins vegar frágangur lífeyrisskuldbindinga. Í framhaldi af þessu var ákveðið að fresta fundi stóru nefndarinnar um óákveðinn tíma.

Í samræmi við þessar áherslur hafa fulltrúar velferðarráðuneytis fundað með fulltrúum fjármálaráðuneytis um frágang lífeyrisskuldbindinganna í þaim tilgangi að ná fram lausn sem aðilar gætu orðið sáttir um. Þessar viðræður hafa gengið vel og hafa fyrstu hugmyndir verið kynntar fyrir fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Áformað er að fara yfir sthugasemdir sambandsins í maí og síðan verða hugmyndirnar kynntar fulltrúum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Samliða þessu hafa ráðgjafarnir unnið að frekari útfærslu þeirra verkefna sem hafa verið til umræðu í hinum ýmsu vinnuhópum, enkum greiðslu- og fasteignahópnum, þjónustusamingahópnum og gæða- og eftirlitshópnum. Ennfremur hefur verið unnið að sérstöku þróunarverkefni til að mæla þjónustuþörf aldraðra á vegum þess vinnuhóps.

Stefnt er að því að taka upp  þráðinn í stóru nefndinni sem fyrst etir kosningar og myndun nýrrar ríkisstjórnar. Í militíðinni verður áfram unnið að undirbúningi og úrvinnslu þeirra mála sem hér hafa verið nefnd.

Sambandið hefur lagt áherslu á að halda vel utan um alla þræði á þessu flókna og viðamikla verkefni, en nýlega var haldinn samráðsfundur með sérfræðingum sambandsins og fulltrúum sambandsins í nefndum, sérfræðiteymum og undirhópum vegna yfirfærslu þjónustu við aldraða frá ríki til sveitarfélaga.

Á fundinum var einnig fjallað um stöðuna hvað varðar þjónustusamninga um rekstur nýrra hjúkrunarheimila sem reist verða skv. svonefndri leiguleið, en viðræður hafa átt sér stað milli velferðarráðuneytisins og nokkurra sveitarfélaga frá sl. Hausti. Nú liggja fyrir drög að samningum í Mosfellsbæ sem gefur tóninn og skapar því ákveðið fordæmi fyrir önnur sveitarfélög.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið yfirfer nú samningsdrögin m.a. með tilliti til þeirrar greinar hans sem fjallar um mögulega yfirfærslu málaflokksins og meðferð lífeyrisskuldbindinga komi til hennar.

Vandinn er varðandi lífeyrisskuldbindingar að sá skilningur er hjá velferðarráðuneytinu að lífeyrisskuldbindingar séu utan daggjalda, en það er sami skilningur og fyrirtæki í öldrunarþjónustu hafa, en fjármálaráðuneytið leggur aðra túlkun í það og telur að tekið sé tillit til lífeyrisskuldbindinganna í daggjöldum. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu eru með aðstoð sambandsins að knýja á um úrlausn þessa deilumáls sem verður að leysast fyrir tilfærslu á þjónustunni. Málið er mjög stórt og mikilvægt. Um er að ræða skuldbindingar sem nema um 5 ma.kr.

Eins og áður kom fram starfa nokkrir undirhópar að undirbúningi tilfærslnnar.

Hópur A fjallar um umfang og kostnað og markmið hópsins er að fá yfirsýn yfir þjónustuþætti og umfang þjónustunnar, þ.e. fjölda rúma og þjónustuþega. Lögð hefur verið áhersla á að taka saman og safna heildstæðum upplýsingum um umfang og kostnað núveradi þjónustu. Ætlunin er að setja upplýsingar í heildstætt gagnasafn sem notað verður sem grunnur að frekari úrvinnslu og greiningu. Lögð er áhersla á að tekið verði tillit til fólksfjöldaþróunar í hópi eldri borgara þegar verið er að kosnaðarmeta þjónustuns, en gert er ráð fyrir 50% fjölgun í hópi aldraðra næstu 12 árin. Slíkt segir okkur að málaflokkurinn á eftir að vaxa mikið á næstu árum og mikilvægt er að tryggja fjármagn í samræmi við það.

Hópur B fjallar um þörf fyrir öldrunarþjónustu og ganga störf hans vel. Markmið vinnunnar hefur verið að útbúa viðmiðanir um þörf fyrir öldrunarþjónustu á öllum stigum eftir aldursflokkum, tímalengd o.fl. Jafnframt er unnið að því að leggja mat á hvaða úrræði svara til þarfanna. Hópurinn hefur tekið saman skilgreiningar á hinum ýmsu þjónustuþáttum og unnið að lýsingu þjónustunnar með kerfisbundnum og samræmdum hætti. Nú er unnið að því að ljúka vinnu við skilgreiningar þjónustuþátta, en mikilvægt er að greina hvaða þjónustuþættir þjónustan á að innihalda og svo hvaða þjónustuþætti þjónustan raunverulega inniheldur. Auk þess sem unnið er að gerð tilraunar í þremur sveitarfélögum með notkun á mælitæki, þ.e. RAI mælintækinu.

Hópur C fjallar um greiðslur aldraðra og fyrirkomulag og fjármögnun fasteigna og fór yfir stöðuna. Markmiðið með vinnunni er tvíþætt. Í fyrsta lagi er unnið að því að aldraðir haldi fjárhagslegu sjálfstæði og að greiðslur komi beint frá þeim að hluta eða öllu leyti og að forsendur greiðsluþátttöku verði sanngjarnar og eðlilegar. Í öðru lagi er unnið að því að fasteignakostnaður verði  gagnsær og stuðlað að hagkvæmri og réttlátri fjármögnun fasteigna. Mjög umfangsmikil upplýsingaöflun hefur farið fram hjá sveitarfélögunum á vegum hópsins, sem hefur reynst sveitarfélögunum bæði tímafrek og krefjandi. Um er m.a. að ræða söfnun upplýsinga um fasteignir sem nýttar eru í þjónustu við aldraða en sent hefur verið út skráningarform vegna söfnunar upplýsinga um fasteignir. Jafnframt er í undirbúningi upplýsingaöflun um tekju- og eignadreifingu aldraðra, til að nýta við frekari greiningu á ýmsum þáttum breytts greiðslufyrirkomulags.

Hópur D fjallar um samninga við sjálfstæða aðila. Unnið er að því að fyrir liggi samningar sem taki gildi fyrir tilfærslu og gildi í 2-3 ár eftir hana. Í þessum hópi hefur einnig farið fram heilmikil upplýsingaöflun en m.a. hefur verið aflað upplýsinga um núgildandi samninga við hjúkrunarheimili. Farið hefur verið yfir þá kröfulýsingu sem fyrir er vegna þjónustu hjúkrunarheimila.

Hópur E á að undirbúa lagabreytingar en hefur ekki enn hafið störf enda kemur hann að málum á síðari stigum.

Hópur F fjallar um gæði og eftirlit með öldrunarþjónstu en markmið þeirrar vinnu er að tryggja gæði þjónusutnnar. Nú er unnið að kortlagningu á þeirri þjónustu sem unnin er í málaflokknum en að miklu leyti verður byggt á upplýsingum úr öðrum hópum.

Hópur G á að fjalla um starfmannamál, en hann mun hefja störf á næstu vikum.

Hópur H á að fjalla um heildstætt kostnaðarmat, tekjutilfærslu og jöfnunaraðgerðir og á að vera sameinaður úr öðrum hópum sem fram koma hér að framan. Markmið þeirrar vinnu er að leiða í ljós heildarkostnað til skemmri og lengri tíma og því að jöfnunaraðgerðir stuðli að jöfnuði, skilvirkni og hagkvæmri nýtingu fjármuna. Hópurinn hefur ekki verið skipaður, enda starf hans að hluta háð niðurstöðum annarra hópa.

Það er því ljóst að mikil vinna er í gangi við undirbúning að tilfærslu á þjónustu við aldrað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Flækjustigið er að mörgu leyti hátt því inn í þessi mál fléttast einnig málefni heilsugæslunnar og að sumu leyti sjúkrahúsa eða starfsfólks þeirra á minni stöðum úti á landi.

Sambandið vill vanda verulega til þessa undirbúnings. Það leggur áherslu á að endurmat á yfirfærslu á þjónustu við fatlað fólk liggi fyrir áður en sveitarfélögin taka við nýju verkefni frá ríkinu. Ljóst er að draga má mikinn lærdóm af þeirri yfirfærslu sem er nauðsynleg reynsla fyrir sveitarfélögin í þessari vinnu við yfirfærslu á þjónustu við aldraða.

Þessi mál eru rædd nánast á hverjum einasta stjórnarfundi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Við erum 11 manns í stjórninni og dekkum landið nokkuð vel sem og alla liti stjórnmálanna. Við erum alveg samstíga í því að vanda verulega til verka og ekki láta of mikinn hraða og óvönduð vinnubrögð þar af leiðandi skemma fyrir því mikilvæga verkefni að flytja málefni aldraðra til sveitarfálaganna. Ég treysti því að þið séuð okkur sammála í því.

 

Fylgiskjal 3

Skýrsla formanns Landssambandsins.

Frá  síðasta landsfundi sem haldinn var í Stykkishólmi 10-11.maí hefur framkvæmdastjórn LEB haldið 26 stjórnarfundi .  Flestir hafa verið í Reykjavík en þó einn fundur í Reykjanesbæ.  Á fyrsta stjórnarfundi skipti stjórnin með sér verkum svohljóðandi: Unnar Stefánsson FEB-R, varaformaður,  Eyjólfur Eysteinsson FEB Suðurnesjum,  gjaldkeri, Sigurlaug Inga Árnadóttir, FEBAN ritari,  Ragnheiður Stephensen, FEBMOS meðstjórnandi.  Í  varastjórn eru Haukur Ingibergsson, FEB-R,  Anna Lúthersdóttir FEB-Þorlákshöfn, og Guðný Kristinsdóttir  FEB Eyjafjarðarsveit.  Varastjórn er alltaf boðuð á stjórnarfundi og hafa þau Haukur og Anna alltaf mætt, en Guðný sjaldnar.  Á þessum fundi fór ég fram á að vegna búsetu minnar gæti ég tilnefnt 2 úr  stjórn til að mæta fyrir mig á fundi sem minn varamann, þar sem ég ætti ekki alltaf heimangengt og voru þau tilnefnd Unnar og Ragnheiður sem mynduðu þá yfirstjórnarteymi ásamt mér.

 

Stjórnin skipaði eftirtaldar nefndir eftir landsfund:

Kjaramálanefnd:  Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Grétar Þorsteinsson, Björgvin Guðmundsson, Jón Kr. Óskarsson og Guðrún Blöndal.

Þjónustunefnd (Velferðarnefnd)  Ragnheiður Stephensen, Bryndís Steinþórsdóttir, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. Til vara: Eyjólfur Eysteinsson og  Anna Lúthersdóttir.

Samráðsnefnd með Tryggingarstofnun:  Ragnheiður Stephensen  Kristjana Guðmundsdóttir.

Heimasíðunefnd:  Steinn Lárusson, Jóhann Gunnarsson, Sigurjón Einarsson.

Fjármála- og fjáröflunarnefnd: Eyjólfur Eysteinsson, Grétar Snær Hjartarson, Ástbjörn Egilsson, Hákon Sigurgrímsson.

Þá eigum við fulltrúa í Öldrunarráði og hefur  það verið Helgi K. Hjálmsson. Einnig í Samstarfsnefnd um málefni aldraðra sem fer með úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra og er það Unnar Stefánsson.

Útgáfunefnd Listarinnar að lifa er þannig skipuð:  Grétar Snær Hjartarson, Bryndís Steinþórsdóttir.  Til vara: Þrúður Kristjánsdóttir, Helga Bjarnadóttir.  Þrúður hefur starfað mikið með nefndinni ekki síst vegna reynslu sinnar við blaðaútgáfu.

Fljótlega þurftum við síðan að tilnefna 2  fulltrúa í nefnd um flutning málefna aldraðra til sveitarfélaga. Voru þau tilnefnd Jóna Valgerður og Unnar, en síðar tók Eyjólfur við af Jónu Valgerði þar sem hún þurfti að taka að sér  að vera í starfshópi um endurskoðun almannatrygginga, sem fundaði mjög oft.  Síðan hefur nefndin um flutning málefna aldraðra til sveitarfélaga skipað starfshópa um tiltekin verkefni og erum við Unnar, Eyjólfur og Ragnheiður ásamt mér í  ýmsum starfshópum.  Auk þess var laganefnd kosin á síðasta landsfundi, og er hún að skila af sér á þessum fundi.

Allar þessar nefndir hafa starfað með miklum ágætum.

Fundir og ráðstefnur:

Við erum með samstarfssamning við Háskóla Íslands  sem gerður var 2011, um að halda málþing um nýjungar og rannsóknir í þágu aldraðra.  Á árinu 2011 voru haldnar tvær  ráðstefnur í samvinnu við H.Í. Önnur í mars og hin í nóvember um hjúkrunarheimili framtíðarinnar. Þar höfum við haldið stíft fram í samræmi við ályktanir landsfundar, að breyta eigi fyrirkomulagi  á greiðslum til hjúkrunarheimila, þannig að íbúar haldi sjálfræði og fjárræði, í stað þess vasapeningafyrirkomulags sem verið hefur og er ennþá, þó það kallist nú ráðstöfunarfé. Og við höfum undir höndum ritgerð sem unnin var af Helgu Jónsdóttur  nemanda á Bifröst um það mál og kemst hún að þeirri niðurstöðu að hér sé um stjórnarskrárbrot að ræða, með því að svipta fólk fjárræði þegar það fer á hjúkrunar-eða dvalarheimili.  Einnig höfum við talað fyrir því að hjúkrunarheimili skuli byggð og rekin eftir Lev og bo eða Eden hugmyndafræði og er það alls staðar að ryðja sér til rúms við byggingu nýrra heimila og verið að færa eldri heimili í þann farveg líka. Þannig að þar erum við að ná verulegum árangri.  Einnig tókst okkur að koma í gegn breytingum á lögum um málefni aldraðra þannig að nú er ekki talað um vistmann, vistun og vistunarmatsnefnd heldur heimilismann, flutning milli heimila  og færni-og heilsumatsnefnd.  Við lítum svo á að þetta sé liður í því að breyta hugsunarhætti og því hvernig um okkur er talað í samfélaginu.   Margar fleiri ráðstefnur og fundir um málefni aldraðra hafa verið haldnar af ýmsum aðilum frá síðasta landsfundi s.s. um þjónustu við aldraða,  lífeyrismál aldraðra, sparnað aldraðra, o.fl..  Hef ég eða aðrir úr stjórn LEB verið þar frummælendur og setið fyrir svörum.  Nú síðast var í nóvember haldin ráðstefna á vegum LEB og ASÍ um kjaramál eldri borgara, þar fluttu 8 fyrirlesarar erindi um hin ýmsu kjaramál okkar.

.   Árið 2012  var  tileinkað öldruðum  í Evrópu og  1. október er alþjóðadagur aldraðra.   Einkunnarorð ársins voru aukin virkni, bætt heilsa og hreyfing aldraðra og  aukin samskipti milli kynslóða.  Markmið ársins  hafði því óneitanlega áhrif á starfsemi LEB, sem gerði ýmislegt til þess að vekja athygli á málefnum aldraðra.  Árið var opnað þ. 15.mars með stórri ráðstefnu sem við höfðum frumkvæði að og haldin var í  samstarfi við  Öldrunarráð Íslands og Velferðarráðuneytið.    Ræðumenn voru fjölmargir bæði ungir og aldnir og komu þeir víða við.  Í framhaldinu var síðan haldinn fundur með menntamálaráðherra um að hún beitti sér fyrir því að grunnskólar byðu öldruðum í heimsókn þann 1. október og auka þar með samskipti yngri og eldri þjóðfélagshópa.  Einnig óskuðum við að hún sendi bréf á  Símenntunarmiðstöðvar í landinu og hvetti þær til að auka framboð á námskeiðum ekki síst í tölvufærni sem sérstaklega væru  ætluð öldruðum.  Menntamálaráðherra varð við þessum óskum okkar.   Jafnframt hvöttum við okkar aðildarfélög til að heimsækja skóla þennan dag.  Var mikil og góð þátttaka í þessu verkefni um allt land. Einstök félög eins og FEB í Reykjavík og FEB á Suðurnesjum og vafalaust fleiri gerðu ýmislegt fleira   í tilefni ársins.  Þá bauð  LEB að halda vorfund NSK sem eru samtök félaga eldri borgara  á  Norðurlöndunum og var hann haldinn í Hveragerði í maí. Þátttakendur voru 25 manns og tókst hann afar vel.   Nú ákvað  Öldrunarráð Íslands að halda  áfram með verkefni árs  aldraðra  með  þjóðfundi sem haldinn var 7. Mars s.l.  og tókum við í LEB þátt í því.  Um þann fund kemur svo skýrsla með niðurstöðum hópanna.  Við erum líka í samstarfi við UMFÍ um íþróttamót fyrir 50 ára og eldri.  Fyrsta mótið var haldið á Hvammstanga 2011 og mætti ég þar til að fylgjast með því sem þar fór fram.  Í fyrra var mótið í Mosfellsbæ og hafði þátttakan aukist verulega og í ár verður það í Vík í Mýrdal.

Formannafundur LEB var haldinn 13. mars  2012 í húsnæði FEB í Reykjavík.  Fundurinn var sóttur af um 40  formönnum og tókst prýðilega, þrátt fyrir forföll vegna flensusýkinga.

Kjaramálin eru alltaf stór mál hjá stjórn  LEB og kjaramálanefnd LEB  hefur sent frá sér ýmsar ályktanir um kjaramál. Í júní 2011 höfðu tekist samningar milli aðila vinnumarkaðarins um nokkra hækkun launa og jafnframt að  lífeyrisþegar skyldu njóta sömu hækkana og þar tókust.   Stjórn LEB var boðuð á fund hjá Velferðarráðherra til að ræða útfærsluna.  Við lögðum áherslu á að þær bætur yrðu ekki til að auka skerðingar á öðrum bótaflokkum.  Það tókst í það sinn og við fengum sömu hækkanir og aðrir.  En Adam var ekki lengi í Paradís.  Við næstu ákvörðun voru okkar bætur skertar frá því sem stóð í samningnum og þannig hélt það áfram þrátt fyrir kröftug mótmæli okkar og ASÍ. Þá hefur Björgvin Guðmundsson verið ötull við blaðaskrif um það  mál og hefur það örugglega ekki farið fram hjá neinum.

Ég og/eða Haukur Ingibergsson höfum setið ótal fundi í starfshópi um endurskoðun almannatrygginga og þar  náðist á s.l. hausti samstaða um tillögu sem fól í sér sameiningu bótaflokka  og  að minnka tekjutengingar í almannatryggingakerfinu. Kostnaður væri 2,5 milljarðar á næsta ári og færi stighækkandi endaði árið 2017 í 9,6 miljörðum,  skyldi þetta gert í áföngum á 4 árum, en þá væri framfærsluuppbótin orðin sameinuð ellilífeyri. En framfærsluuppbótin og skerðingarákvæði hennar gera að verkum að fólk er fast í fátæktargildru og hefur engan hag af lífeyrissjóðstekjum allt að kr. 73.000.   Þessi samstaða náðist með öllum fulltrúum þingflokka ásamt ASÍ, SA, BSRB, BHM, KÍ og Þroskahjálp,  og verður það að teljast sögulegt samkomulag.  Starfshópurinn skilaði þessari tillögu af sér til velferðarráðherra í byrjun október og var þá ekki annað vitað en að tillagan kæmi fram í  frumvarpi  á haustþingi.  Það varð þó ekki og höfum við í stjórn LEB sent ítrekuð tilmæli með samtölum og bréfum til ráðherra um að hraða málinu og mótmælt málsmeðferðinni harðlega.  Við erum verulega ósátt við þann seinagang sem orðið hefur. Síðan kom frumvarpið fram  á Alþingi þ. 7. mars og tókst að sjálfsögðu ekki að ljúka því fyrir þinglok. Hefði það náð fram að ganga eins og starfshópurinn lagði til mundi það hafa veruleg áhrif til að bæta kjör eldri borgara á næstu 4 árum.  Jafnframt höfum við lagt þunga áherslu á að  þær skerðingar sem settar voru á grunnlífeyri 2009 verði afturkallaðar.  Eftir er hins vegar alveg  að skoða mál öryrkja í lögum um almannatryggingar og nær þetta samkomulag því ekki til þeirra.

Mér finnst ástæða til að geta um það að einn þingmaður Hreyfingarinnar lagði fram fyrir jól lagafrumvarp þar sem dregnar voru til baka allar skerðingar á tekjum eldri borgara frá árunum 2009 og 2010.  Það dagaði uppi, enda sjálfsagt ekki stuðningur við það í  ríkisstjórn.  Þá lagði ‚Ólöf Nordal nú  rétt fyrir þinglok fram frumvarp sem tók á því að færa í fyrra horf skerðingu vegna atvinnutekna og skattlagningu fjármagnstekna, en það fékk heldur ekki umfjöllun þingsins.  Það er því ekki hægt að segja að  Alþingi hafi gert mikið á þessum tveimur árum til að leiðrétta kjör aldraðra og er það miður.

Mörg Þingmál eru send til okkar sem við þurfum að fjalla um og senda frá okkur umsögn  um til nefnda Alþingis.  Þær umsagnir má sjá í fundargerðum LEB sem alltaf eru settar á heimasíðuna. Ekki hvað síst höfum við á hverju ári þurft að berjast gegn skattlagningu á lífeyrissjóðina, sem hefur tekist nokkurn veginn.  Einnig höfum við ítrekað bent á að hækkun á bótum eigi að fylgja verðlagi samkvæmt lögum. Þar hefur  hins vegar verið við ramman reip að draga.  Við höfum líka samstarf við hin ýmsu félagasamtök og Tryggingarstofnun og sitjum fundi með þeim.  Þó nokkur vinna hefur farið á árinu í nefndarstörf við fyrirhugaðan flutning málefna aldraðra frá ríki til sveitarfélaga og hafa þau  Unnar, Eyjólfur og Ragnheiður setið í starfshópum um það mál.  Þar leggjum við áherslu á að farið sé varlega og það fjármagn fáist sem sveitarfélögin telja sig þurfa, gerður verði þjónustusamningur við hjúkrunarheimilin,  endurskoðun laga um málefni aldraðra fari fram í tengslum við flutninginn,  þjónusta við aldraða verði samræmd á landsvísu og heimaþjónustan aukin.  LEB hefur í gegnum árin ályktað um að þjónustan sé færð til sveitarfélaga  og sýnir reynsla þeirra sveitarfélaga sem hafa tekið alla þjónustu við aldraða  að sér síðustu ár sem tilraunaverkefni,  að það gefur góða raun og er almenn ánægja með það.

 

Kynningar- og útgáfumál:

Frá síðasta landsfundi höfum  við verið að bæta heimasíðuna ,  þannig að nú koma fundargerðir og aðrar tilkynningar reglulega inn á heimasíðuna, www.leb.is.  Þar er því hægt að fylgjast með öllu því markverðasta í starfi LEB, ef fólk hefur aðgang að tölvu. Við höfum hug á að bæta heimasíðuna enn frekar, og er það á verkefnalistanum hjá okkur á þessu ári.  Það þarf líka að hvetja eldri borgara til að tileinka sér tölvufærni, því það eykur verulega lífsgæði þeirra að geta nýtt sér þær upplýsingar sem þar má finna bæði til gagns og gamans. Og  allir geta lært svo lengi sem lifir. Við lögðum til framlag í vinnu hjá H.Í. sem fram fór á árinu 2011 og  fólst í að gera upplýsingagátt fyrir eldri borgara.  Sú vinna var komin vel á veg og lofaði góðu. Við reyndum ásamt starfsfólki HÍ af fá styrki frá ýmsum aðilum  og aukið framlag frá  Velferðarráðuneyti til að ljúka uppsetningu á vefnum og ráða starfsmann til að sinna verkefninu framvegis, en það fékkst því miður ekki.

Í vetur var í samstarfi við UMFÍ send umsókn um svokallaða IPA styrki hjá ESB.  Verkefnið sem nýta átti það í var að bæta félagsstarfið, mennta leiðbeinendur, auka virkni og samskipti milli félaga og fleira.  Mikil vinna var lögð í þetta af hálfu þeirra  Hauks Ingibergssonar og Grétars Snæs, en erindinu var hafnað.

Félagið Heyrnarhjálp fór haustið 2011 af stað með átak um að bæta úr textun í ljósvakamiðlum. Margir okkar félaga eru heyrnarskertir og ná ekki vel töluðu máli í sjónvarpi.   Sérstaklega var óskað eftir að  innlent efni  væru textað í RÚV og Stöð 2.  Við tókum þátt í þessu átaki með fjárframlagi og  tillögugerð.   Myndaður var starfshópur um verkefnið og sat Unnar Stefánsson í þeim hópi fyrir LEB.  Þetta hefur nú skilað nokkrum árangri því  byrjað er að texta fréttir og eitthvað fleira hjá RÚV.

Listin að lifa hefur komið reglulega út frá síðasta landsfundi eða haustblað 2011 og  tvö blöð 2012 og blaðið fáið þið ókeypis dreift til ykkar. Nokkur aðildarfélög hafa tekið sér að dreifa blaðinu til sinna félagsmanna og sparar það LEB nokkurn póstkostnað.  Vil ég þakka þeim kærlega fyrir það.  Blaðið hefur tekið nokkrum breytingum, það er minna í sniðum og prentað á  léttari pappír, og kostar því minna í dreifingu. Við áætlum að það verði framvegis gefin út tvö blöð á ári.  Samningar hafa tekist við útgáfufyrirtækið Sökkólf um að  ritstýra blaðinu, og sjá um útgáfu, prentun og auglýsingar. Útgáfunefnd  blaðsins starfar með þeim og ákveður efnisval.  Fyrir þetta er fyrirtækinu greitt samkvæmt samningi 500.000 kr. Í ritlaun fyrir hvert blað og  LEB sér síðan um að koma blaðinu til félagsmanna.  Ég tel að efnisval sé afar fjölbreytt, bæði til fróðleiks og skemmtunar. Blaðið er jafnframt  málgang stjórnar LEB til að koma fréttum úr starfinu á framfæri.

 

Fjármál:

Nú erum við nýbúin að ná talsverðum árangri með því að fá samning við ríkið til 2ja ára,  um tiltekin verkefni, þar sem kemur fram hvaða upphæð við fáum á fjárlögum.  Þar með þurfum við ekki lengur að senda endalaus bréf og  óska eftir fundum um framlag til okkar á fjárlögum, sem hefur tekið mikinn tíma á síðustu árum.    Með þessum samningi  er viðurkennt og metið það mikla starf sem LEB sinnir í samfélagsmálum og öll okkar félög hvert hjá sér.  LEB er málsvari  eldri borgara á landsvísu og þarf oft að mæta  hjá stjórnvöldum vegna þess og sinna ólaunuðu nefndarstarfi  hjá hinu opinbera.  Á annað hundrað félög hafa sótt um að fá slíkan samning við Velferðarráðuneyti. en aðeins 15 fengið það, þegar síðast fréttist. Samninginn getið þið séð í fundargögnum ykkar.

Á síðasta landsfundi var aðildargjald félaganna hækkað í 600 kr. pr. félagsmann og er tillaga um það óbreytt í næstu fjárhagsáætlun.  FEB í Reykjavík hefur alfarið séð um útgáfu afsláttarbókarinnar og greiðir með þeirri vinnu hluta af félagsgjaldinu.  Þá hefur fjáröflunarnefndin undir forustu Eyjólfs Eysteinssonar aflað Landssambandinu nokkurra styrkja sem  sjá má  í ársreikningum LEB.

Þessi ár hafa vissulega verið  viðburðarík í starfi Landssambands eldri borgara (LEB), eins og sjá má af þessari skýrslu. Sjálfri hafa mér fundist störfin bæði krefjandi og  gefandi og ég átt þess kost að vinna með frábæru fólki í stjórn LEB. Ekki hvað síst kom það vel í ljós þegar ég lenti í erfiðu slysi í janúar s.l. og þurfti þá  að skipta mínum verkum á aðra stjórnarmeðlimi um tíma.  Þá hef ég  einnig  heimsótt nokkur félög eldri borgara, sem  þess hafa óskað, og það  finnst mér  afar áhugavert og skemmtilegt, og vil ég gjarnan gera meira af því.  Við fluttum af Langholtsveginum í rúmbetra húsnæði hjá UMFÍ að Sigtúni 42. Þar njótum við ýmissa hlunninda eins og póstþjónustu, símaþjónustu,og  tölvuþjónustu og höfum aðgang að góðum fundarsölum og kaffistofu.  Skrifstofan okkar rúmar tvö vinnuborð og hefur FÁÍA þar aðstöðu, sem þau nota stöku sinnum, og er gott samstarf þar á milli.  Einnig er góð geymsluaðstaða í kjallara.  Við erum svo lánsöm að hafa notið starfskrafta Grétars Snæs Hjartarsonar frá því að Valgerður K. Jónsdóttir  hætti störfum.  Hann er ráðinn í 50% starf, og var það liður í sparnaðarráðstöfunum sem við þurftum nauðsynlega að fara í á árinu 2011.  Ég veit reyndar að hann vinnur oft miklu meira en það, en um það vill hann ekki tala.

Ég vil að lokum þakka öllu mínu góða samstarfsfólki fyrir frábæra samvinnu síðan ég var kosin formaður Landssambandsins og ekki síst þeim  Unnari og Sigurlaugu, sem nú hætta í stjórn  samkvæmt ákvæðum í lögum LEB. Ég á eftir að sakna þeirra verulega, en vona og veit reyndar að þau eru þó ekki alveg hætt að starfa að málefnum eldri borgara, heldur halda áfram með ýmis störf sem  tengjast eldri borgurum.

Að endingu þakka ég ykkur öllum sem vinnið að hagsmunamálum okkar eldri borgara hver á sínu svæði út um allt land Það er gleðiefni að  eitt nýtt félag eldri borgara hefur gengið til liðs við LEB frá síðasta landsfundi.  Félögin eru nú 53.   Án ykkar og allra í félögum eldri borgara vítt og breitt um landið,  væri  starfið ekki svipur hjá sjón.  Það skiptir svo miklu að vinna saman, taka tillit til allra skoðana, leita lausna og koma fram sem einn samhentur hópur.  Þess vegna viljum við líka ræða það hér í dag hvernig  félög eldri borgara geta eflt starfsemi sína enn frekar. Og það verður áhugavert að sjá hvað út úr því kemur.

Takk fyrir.

 

Fylgiskjal 4

Skýrsla velferðarnefndar LEB fyrir 2011 – 2013

Nefndina skipa frá Landsfundi 2011 Ragnheiður Stephensen, formaður, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir ritari og Bryndís Steinþórsdóttir en varamenn eru Anna Lúthersdóttir og Eyjólfur Eysteinsson. Velferðarnefnd LEB hefur haldið fjórtán fundi.

Við héldum okkur við  fyrra markmið,  að einbeita okkur að fáum málum í einu en fylgja þeim fast eftir.  Bar það góðan árangur þegar tillaga okkar um breytingar á orðalagi við umfjöllun um aldraða var tekin til greina og reglugerð breytt  1. mars 2012.  En þá var vistunarmati breytt í færni- og heilsumat, vistfólki í heimilisfólk,  dagvist í dagdvöl, í stað vistunar varð dvöl og fólk flytur í stað þess að vera vistað.

Áherslumál:  Koma fram í tillögum velferðarnefndar til Landsfundar LEB.

Heimsóknir og kynnisferðir:

Við heimsóttum Berglindi Magnúsdóttur, forstöðumann heimaþjónustu Rvk og skoðuðum   Þjónustumiðstöð Háaleitis-  og Laugardals en þjónustumiðstöðvarnar eru fjórar.

Við gengum á fund Landlæknis í janúarlok s.l. og kynntum fyrir honum okkar helstu áhyggjuefni í sambandi við heilsufar aldraðra sbr. tillögur velferðarnefndar.  En Landslæknisembættið sinnir nær eingöngu eftirlits- , forvarnar – og leiðbeiningastarfi.

Einnig höfum við sótt flestar ráðstefnur sem varða aldraða og haldnar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu.

Við fórum í kynnisferð til Akureyrar í apríl sl.  Við heimsóttum Hlíð og Lögmannshlíð sem bæði eru rekin eftir Edenhugmyndafræðinni. En Lögmannshlíð er nýbyggt heimili og er  það fyrsta heimilið hér á landi sem byggt er er eftir Edenhugmyndafræðinni frá grunni. Ánægjulegt var að finna hvað bæði heimilisfólki og starfsfólki virtist líða vel og sameinuðust um að taka vel á móti okkur og hve heimilisbragurinn var notalegur. Einnig heimsóttum við aðsetur heimaþjónustu Akureyrarbæjar og var kynnt fyrir okkur fyrirkomulag þjónustunnar.

Gestir sem komu á fundi:

Þórunn Sveinbjörnsdóttir fyrrv. formaður Eflingar og núverandi formaður FEB. Rvk. kom og ræddi um menntun starfsfólks í heimaþjónustu fyrir aldraða.  En faghópur félagsliða  tilheyrir flest  Eflingu.

Fanney Friðriksdóttir félagsliði kom og ræddi við okkur um málefni félagsliða.  Félag íslenskra félagsliða er orðið 10 ára og sækja félagar fast að fá lögverndað starfsheiti en þeir tilheyra flestir BSRB.  Félagahópar félagsliða eru því tveir.

Helga Jónsdóttir kynnti fyrir okkur  BS-ritgerð sem hún skrifaði við Háskólann á Bifröst en þar hefur hún lagt stund á viðskiptalögfræði og var þetta lokaritgerð hennar.   Nafn ritgerðarinnar er:  Fjárhagslegt sjálfstæði eldri borgara á hjúkrunarheimilum og undirtitill:  Eru aldraðir sviptir fjárræði og/eða sjálfræði við flutning á hjúkrunarheimili.   Niðurstaða hennar var að brotið væri á öldruðum og  um stjórnarskrárbrot væri að ræða með því að svipta aldraða fjárræði og skammta þeim tiltekna vasapeninga.   Ritgerðina má finna inn á vef HÍ, Skemmunni.

Jóhanna Laufey Ólafsdóttir sem er  sérfræðingur um áhrifaþætti heilbrigðis og tannheilsu hjá Landlæknisembættinu  kynnti  fyrir okkur hvernig  bregðast  á við breyttri tannheilsu aldraðra.

Ólöf Guðný Geirsdóttir,  næringarfræðingur sem er starfandi  hjá H.Í og  Rannsóknarstofu í öldrunarfræðum, kom til að ræða um hollustu matarsendinga fyrir aldraða og næringarinnihald þeirra máltíða. Stefnir hún á að fá nemendur sína til að rannsaka  næringarinnihald máltíðanna.

Berglind Magnúsdóttir, forstöðumaður heimaþjónustu Reykjavíkurborgar  kynnti fyrir okkur   námskeið og kröfur sem gerðar eru til starfsfólk í heimaþjónustu í Reykjavík.

Í  janúar sl. sendum við út spurningalista til átta sveitarfélaga og svöruðu sex af þeim.  Spurningarnar vörðuðu:  Kröfur til starfsmanna og heimsendar máltíðir, bæði  næringargildi og kostnað.

Það er ágætt að enda á að skoða svörin sem við fengum.

f.h. velferðarnefndar LEB

Ragnheiður Stephensen, formaður

 

Fylgiskjal 5

Yfirlit yfir störf kjaranefndar LEB frá síðasta landsfundi

Í nefndina voru kjörin: Björgvin Guðmundsson, Guðrún Blöndal, Grétar Þorsteinsson, Jón Kr.Óskarsson og Þórunn Sveinbjörnsdóttir sem tók við formennsku nefndarinnar.

Nefndin var kjörin á vormánuðum 2011 því urðu ekki margir fundir fyrr en á haustmánuðum. Mjög mikið hefur verið fjallað um niðurskurð frá árinu 2009 og margar ályktanir verið sendar frá nefndinni um að þessi niðurskurður hefði verið þungbær fyrir eldri borgara og gengið of langt.

Einnig hefur nefndin ítrekað fjallað um kjaragliðnun þá sem átt hefur sér stað þar sem ráðamenn þjóðarinnar hundsa samkomuleg um að kjör aldraðra tengist launaþróun. Alþýðusamband Íslands hefur farið í mikla herför til að ná þessu fram þar sem það var mat manna að um þetta hefði verið samið. Því miður hefur Velferðarráðuneytið talið sig hafa haft aðra niðurstöðu og unnið eftir henni í þessu felst að nú t.d. um síðustu áramót þegar kjör aldraðra hækka um 3,9% hefði að mati aðila vinnumarkaðins átt að hækka þau kjör til jafns við launakjör eða um 5.3% þegar tekið er mið af lægstu launum. Þessu hefur verið harðlega mótmælt og m.a. á fundum með ráðuneytisfólki sem svarar að þau hafi gert eins og um var samið.

Formaður LEB hefur tekið þátt í nefndarstarfi um endurskoðun almannatryggina s.l. 2 ár og fóru fyrstu formlegu hugmyndir að koma fram s.l. vor. Þá var efnt til fundar með kjaranefnd og aðilum sem voru í nefndinni þar sem tillögur voru kynntar og ræddar fram og til baka. Flestum leitst vel á tillögurnar sérstaklega að ná því fram að einfalda kerfið og gera það skiljanlegra. Hækkanir komu hægar inn að mati sumra nefndarmanna en þegar horft væri til þess tíma að kerfið væri að fullu komið í framkvæmd árið 2017 leit dæmið nokkuð vel út. Haustið 2012 sóttum við Jóna Valgerður fund hjá 60+ i Kópavogi þar sem Velferðarráðherra mætti og talaði fyrir þessari leið og tjáði fundarmönnum að frumvarp til breytinga á alm.tryggingum yrði lagt fram á haustmánuðum 2012 og nýar reglur teknar upp um áramótin 2012-2013. Miklar vonir voru bundnar við þetta og því var haldin rástefna þann 15.nóv  2012 „Kjaramálaráðstefna“ á vegum LEB og ASÍ  og málin þar reyfuð af ýmsum aðilum en þar mætti Stefán Ólafsson prófessor og formaður stjórnar TR og tjáði hann fólki að kannanir sýndu að gengið hefði verið of langt í niðurskurði hjá eldri borgurum. Frumvarp um Alm.tryggingar  væri í smíðum og alveg að koma. Margt fróðlegt kom fram á þessari ráðstefnu um kjör og lífaldursbreytingar hjá þjóðinni á s.l. árum.

Á þessum tímapunkti voru allir að vinna að því að beyta það fólk þrýstingi sem gat haft áhrif á málið.

Loks fréttist að frumvarpið væri í naflaskoðun í fjármálaráðuneyti sem þyrfti að gefa umsögn og grænt ljós.

Nefndarmenn í kjaranefnd LEB voru orðnir æði langleitir í þessari löngu bið. Ljóst var í des .s.l. að allt var fast í fjármálaráðuneytinu. Stuttu síðar fóru að berast fréttir af að kostnaðarmatið þar og víðar væri að stuðla að því að ekkert gengi.

Nokkrar tilfærslur urðu í TR, um áramótin en þær voru ansi rýrar miðað við hversu langt var gengið í niðurskurði 2009 og ekkert bólaði á nýjum alm.tryggingalögum.

Okkur  í nefndinni barst í hendur samantekt sem Kristinn H. Gunnarsson hafði tekið saman um heildaráhrif  niðurskurðar frá miðju ári 2009 og var það hans mat að á þremur og hálfu ári væri sparnður ríkissjóðs um 16-17milljarðar og varð síðan framlengdur niðurskurðurinn frá 2009 um áramótin s.l..

Nú hafa fleiri lagt sig fram um að reikna dæmið til enda og enn hækka þessar tölur. Þessu hefur verið komið á framfæri við ráðuneytin en þaðan heyrist ekkert.

Því miður er að ljúka döpru tímabili hvað varðar umræður um kjör aldraðara þau voru lítið rædd á Alþingi í því karpi sem þar hefur verið.

 

Drög að ályktun frá Kjaramálanefnd LEB. Apríl 2013

Kjaramálanefnd LEB hefur marg ítrekað fjallað um niðurskurð á kjörum aldraðra frá miðju ári 2009 þegar bætur voru skertar. Sá mikli niðurskurður hefur haft áhrif á kjör mjög margra á undanförnum árum. Á sama tíma hefur verðlag hækkað og verðbólga verið óvenju há sem leiðir hvað af öðru.

Alvarlegar afleiðingar hrunsins bitna mjög á ungu fólki og eldri borgurum.

Um það hefur verið fjallað af opinberum aðilum en enn sitja eldri borgarar eftir í að fá það bætt.

Í ljósi þess er það álit Kjaramálanefndar landssambands eldri borgara að stofna beri embætti umboðsmanns aldraðra. Hlutverk þess embættis ætti m.a að vera að gæta hagsmuna aldraðra í hvívetna   Þar á meðal skal  umboðsmaður aldraðra gæta þess að lögum um málefni aldraðra sé framfylgt þar á meðal því ákvæði laganna að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna og að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur.

Í lögum um almannatryggingar eru ákvæði þess efnis að við hækkun lífeyris skuli tekið mið af hækkun launa og verðlags. Skuli lífeyrir aldrei hækka minna en vísitala neysluverðs en því hefur ekki verið framfylgt undanfarin ár.

Til umboðsmanns aldraðra væri hægt að skjóta slíkum vanefndum á framkvæmd laga um kjör eldri borgara.

Því er skorað á verðandi (nýkjörna) þingmenn að virða réttarstöðu aldraðra en um 36.000 manns eru á aldrinum yfir 67 ára og hafa enga lögvarða smaningsstöðu um kjör sín og rétindi.

LEB krefst þess að kjaraskerðingin frá 1. júlí 2009 verði strax afturkölluð það er réttindamál. Vanefndir við að leiðrétta kjör eldri borgara í samræmi við launaþróun ber að leiðrétta í áföngum. Þær hækkanir sem áttu fram að ganga á þessu ári með samþykkt nýrra laga um almannatryggingar ber að bæta og leiðrétta gagnvart öldruðum.

Kjaranefnd LEB

Fylgiskjal 6

Ársreikningur 2011
Sjá heimasíðu LEB

 

Fylgiskjal 7

Ársreikningur 2012
Sjá heimasíðu LEB

 

Fylgiskjal 8

Ársreikningur 2011 – Listin að lifa
Sjá heimasíðu LEB

 

Fylgiskjal 9

Styrktarsjóður aldraða, ársreikningar 2011 og 2012
Sjá heimasíðu LEB

 

Fylgiskjal 10 og 11

Fjárhagsáætlun fyrir árin 2013 og 2014

Landssambands eldri borgara    
Fjárhagsáætlun fyrir árin 2013 og 2014    
     
     
Teljur: 2013 2014
     
Árgjöld aðildarfélaga 12.780.000 13.080.000
Opinberir styrkir 5.000.000 5.000.000
Sala á þjónustubók (afsláttarbók) 975.000 1.100.000
Styrkir 1.200.000 1.200.000
  18.755.000 19.180.000
     
     
Gjöld:    
     
Laun og launatengd gjöld 5.319.155 6.117.000
Önnur laun, endurskoðun og sérfræðiaðstoð 1.680.000 1.980.000
Endurgr. útl. kostnaður 1.225.000 1.300.000
Húsnæðis- og skrifstofukostnaður 3.600.000 3.600.000
Landsfundur/Formannafundur 2.200.000 1.200.000
Aðrir fundir innanlands 350.000 500.000
Listin að lifa 1.400.000 1.900.000
Heimasíða LEB 950.000 650.000
Árgjald til annarra (Öldrunarráð) 17.000 18.500
Aðildargjald NSK 194.000 230.000
Ýmis kostnaður ófyrirséður 1.550.000 1.600.000
  18.485.155 19.095.500
     
Mismunur: 269.845 84.500

 

Skýringar með drögum að fjárhagsáætlun 2013 – 2014

Í tekjuáætlun fyrir árin 2013 – 2014 er gert ráð fyrir að aðildargjöld til LEB verði óbreytt árin 2013 og 2014 þ.e. kr. 600 pr. félagsmann hvot ár fyrir sig. Með tilliti til aðildargjalda greiddra árið 2012 má ætla  aðildargjöld árið 2013 verði greidd vegna 21.300 félagsmanna og árið 2014 verði aðildargjöld verði greidd vegna  21.800 félagsmanna. Gert er ráð fyrir að heimilað verði, samkvæmt fyrri ákvörðun landsfundar, að LEB semji við FEB í Reykjavík, sérstaklega þannig, að félagið greiði kr. 400 pr. félagsmann í reiðufé, en aðildargjald allt að kr. 200  pr. félagsmann, hvort ár, verði greitt með vinnuframlagi og aðstöðu í þágu LEB við útgáfu afsláttarbókar o.fl. Þetta fyrirkomulag hefur reynst LEB afar hagstætt síðustu tvö ár.

1.              Velferðarráðuneytið hækkaði framlag sitt úr fjórum í fimm milj. Króna.  Þetta er sama fjárhæð og LEB hafði fengið fyrir “hrunið” sem svo hefur verið nefnt.

2.              Sala þjónustubókar (Afsláttarbókar) gekk þokkalega 1012, en gert er ráð fyrir að salan aukist enn frekar á árinu 2013 og 2014. Kemur þar helst til, að ár frá ári verða nokkrar breytingar á því hvað varðar þau fyrirtæki og þjónustuaðila sem veita félögum innan LEB afslátt. Nokkur falla brott og önnur koma í staðin.

3.              Styrkir. Hér er um að ræða styrki frá öðrum en opinberum aðilum. Reynt verður sem fyrr að afla styrkja frá fyrirtækjum og fá þau “logo” sín skráð á heimasíðu LEB sem hollvini. Gert er ráð fyrir 1,2 milljónum hvort ár, en fyrir árið í ár (2013) eru þegar í hendi sjöhundruð þúsund krónur.

4.              Þá er komið að gjaldahliðinni. Gert er ráð fyrir að laun og launatengd gjöld hækki vegna kjarasamninga, um 20% á árinu 2013 og um 15% á árinu 2014. Hér er horft til þeirrar þróunar sem virðist vera varðandi launaþróun næstu tveggja ára og þeirrar óvissu sem er í efnahags- og kjaramálum og því talið betra að hafa vaðið fyrir neðan sig hvað þetta varðar.

5.              Önnur laun, endurskoðun og sérfræðiþjónusta. Einkum er hér horft til aukins kostnaðar á árinu 2014 vegna endurskoðunar ef lagabreytingar ná fram að ganga.

6.              Endurgreiddur útlagður kostnaður er í fullu samræmi við rauntölur ársins 2012 og þær samþykktir sem fyrir liggja varðandi slíkar endurgreiðslur.

7.              Húsaleigu- og skrifstofukostnaður. Ýmislegt fellur undir þennan lið svo sem húsaleigu, almennan skrifstofukostnað, burðargjöld, pappír, prentun, ritföng, rekstur tölvukerfis, ljósritun, gjafir o.fl.

8.              Landsfundur/formannafundur. Byggt er á rauntölum úr bókhaldi. Að öðru leyti er ekki mikið um þennan lið að segja, annað en það að gert er ráð fyrir að LEB endurgreiði að jafnaði allt að 50% af útlögðum dvalar- og ferðakostnaði.

9.              Aðrir fundir innanlanda. Um er að ræða tilfallandi fundi innanlands þ.m.t. heimsóknir til aðildarfélaga o.fl.

10.           Listin að lifa. Sú breyting hefur á orðið varðandi blaðið Listin að lifa, að samið var við verktaka um útgáfu blaðsins. Byggt er á þeirri reynslu sem þar hefur fengist.

11.           Heimasíða LEB. Vonir standa til að unnt verði að gera átak varðandi heimasíðuna og því er áætlaður kostnaður vegna þess.

12.            Árgjald til annarra skýrir sig sjálft. Um er að ræða aðild að Öldrunarráð.

13.           Aðildargjald til NSK byggist á fjölda félagsmanna innan LEB.

14.            Ýmiss kostnaður ófyrirséður. Vegna þeirrar óvissu sem er í efnahagsmálum og fleiru er talið  rétt að áætla vel en vart hvað þennan lið varðar.

 

Fylgiskjal 12

Tillaga um árgjald 2013 – 2014
Tillaga um árgjald aðildarfélaga eldri borgara til LEB árin 2013 og 2014:

Landsfundur LEB haldinn í Hafnarfirði 7. – 8. maí 2013 samþykkir að árgjald aðildarfélaga eldri borgara til LEB árið 2013 og 2014 nemi kr. 600.- á hvern félagsmanna, hvort ár. Stjórn LEB er heimilt að semja við Félag eldri borgara í Reykjavík um að greiða allt að ígildi kr. 200.- af félagsgjaldinu hvort ár með því að leggja fram vinnu og aðstöðu í þágu LEB við útgáfu afsláttarbókar o.fl. (Sjá fskj. 12)

 

Fylgiskjal 13

Framsaga JVK um  hvernig félög eldri borgara geta eflt starfsemina og aukið áhrif sín.

Þegar ég heyri í félögum  mínum út um landið þá er oft minnst á það að  hægt gangi að fá eldri borgara í félögin.  Sér í lagi yngri, eldri borgara.  Oft byggist því starfið á því að þeir sem eru virkir og hafa verið mikið í félagsstörfum á ævinni taka að sér að standa fyrir  stjórn félagsins og leiða starfið.  Svo eldast þeir og þá verður þetta erfiðara.  Því ákváðum við í stjórn LEB á s.l. vetri að taka þetta mál til umræðu á landsfundinum.

Með öflugum samtakamætti og traustri félagslegri uppbyggingu geta þjóðfélagshópar haft veruleg áhrif á ýmsum sviðum. Mikilvægt er að eldri borgarar og félög þeirra hafi sem mest áhrif í þjóðfélaginu. Þess vegna erum við nú  að taka  það til umræðu  hvernig félög eldri borgara geti eflt starfsemina og aukið áhrif sín.

Um 19% landsmanna eru 60 ára og eldri. Hagstofan spáir að eftir 17 ár, árið 2030, verði 60 ára og eldri um 25% landsmanna og árið 2050 verði þessi hópur um 30% landsmanna. Eldri borgarar verða því hlutfallslega sífellt fjölmennari hópur landmanna.  Um síðustu áramót voru um 58.500 manns 60 ára og eldri. Þar af voru um 36.000 manns 67 ára og eldri og 22.500 á aldrinum 60-66 ára.

 

Markmið LEB með þessari umræðu er að:

a)    efla umhugsun og umræður meðal aðildarfélaganna um hvernig félög eldri borgara geti eflt starfsemi sína og aukið áhrif sín,

b)   hvetja félögin og félagsmenn til að horfa til framtíðar og ræða hvaða áskorunum eldri borgarar standi frammi fyrir á næstu árum, bæði á viðkomandi félagssvæði, sveitarfélagi og á landsvísu,

c)   hvetja félögin til að skoða starfsemi sína og ræða hvernig æskilegt sé að hún þróist á næstu árum m.a. til að taka á móti og virkja til þátttöku stóra árganga sem nú eru að komast á sjötugsaldur.

Því erum við nú að taka þetta mál  til umræðu og ætlum að skipta ykkur upp í hópa til að ræða málið.  Og e.t.v. hafa einhver ykkar tekið málið til umræðu fyrir landsfund og eruð þá vel undirbúin.  Ég setti saman hópa með ákveðna dreifingu í huga  af öllu landinu.  Líka með tilliti til jafnrar skiptingar kynja.  Síðan geta  allir verið með og farið í einhverja hópana og það er frjálst alveg val.  Því við viljum fá fram sem flest sjónarmið.  Þið kjósið ykkur formann og ritara fyrir hvern hóp sem gera svo grein fyrir helstu áherslum í hverjum hópi.   Við ætlum svo eftir landsfund að taka saman helstu atriði sem koma fram í umræðunni og senda aðildarfélögunum.  Við munum óska eftir að félögin taki það til umræðu næsta vetur fram að formannafundi 2014.  Þar verður málið endanlega afgreitt.  Hægt er svo að gefa út skýrslu  með helstu niðurstöðum hugmyndum og ábendingum sem félögin geti nýtt sér við  að efla starfsemina og fjölga félögum.

Ég setti fram 9 spurningar sem  ykkur er ætlað að svara.  Það er nú aðallega til þess að koma ykkur í gang.  Hóparnir eru þannig hugsaðir að A og B svara fyrstu

Um 19% landsmanna eru 60 ára og eldri. Hagstofan spáir að eftir 17 ár, árið 2030, verði 60 ára og eldri um 25% landsmanna og árið 2050 verði þessi hópur um 30% landsmanna. Eldri borgarar verða því hlutfallslega sífellt fjölmennari hópur landmanna.  Um síðustu áramót voru um 58.500 manns 60 ára og eldri. Þar af voru um 36.000 manns 67 ára og eldri og 22.500 á aldrinum 60-66 ára.

 

Markmið LEB með þessari umræðu er að:

efla umhugsun og umræður meðal aðildarfélaganna um hvernig félög eldri borgara geti eflt starfsemi sína og aukið áhrif sín,

hvetja félögin og félagsmenn til að horfa til framtíðar og ræða hvaða áskorunum eldri borgarar standi frammi fyrir á næstu árum, bæði á viðkomandi félagssvæði, sveitarfélagi og á landsvísu,

hvetja félögin til að skoða starfsemi sína og ræða hvernig æskilegt sé að hún þróist á næstu árum m.a. til að taka á móti og virkja til þátttöku stóra árganga sem nú eru að komast á sjötugsaldur.

Því erum við nú að taka þetta mál  til umræðu og ætlum að skipta ykkur upp í hópa til að ræða málið.  Og e.t.v. hafa einhver ykkar tekið málið til umræðu fyrir landsfund og eruð þá vel undirbúin.  Ég setti saman hópa með ákveðna dreifingu í huga  af öllu landinu.  Líka með tilliti til jafnrar skiptingar kynja.  Síðan geta  allir verið með og farið í einhverja hópana og það er frjálst alveg val.  Því við viljum fá fram sem flest sjónarmið.  Þið kjósið ykkur formann og ritara fyrir hvern hóp sem gera svo grein fyrir helstu áherslum í hverjum hópi.   Við ætlum svo eftir landsfund að taka saman helstu atriði sem koma fram í umræðunni og senda aðildarfélögunum.  Við munum óska eftir að félögin taki það til umræðu næsta vetur fram að formannafundi 2014.  Þar verður málið endanlega afgreitt.  Hægt er svo að gefa út skýrslu  með helstu niðurstöðum hugmyndum og ábendingum sem félögin geti nýtt sér við  að efla starfsemina og fjölga félögum.

Ég setti fram 9 spurningar sem  ykkur er ætlað að svara.  Það er nú aðallega til þess að koma ykkur í gang.  Hóparnir eru þannig hugsaðir að A og B svara fyrstu þremur spurningunum. D og E svara spurningum 4, 5, 6. Og F og G svara  spurningum 7, 8, 9.  Svo getið þið alveg látið hugann flæða og komið með eitthvað meira en spurningarnar segja.

Hér á  veggnum er búið að raða í hópa með tilliti til þess að fá sem víðasta dreifingu, og svo  farið þið sem ekki eruð skrifuð í hópana  bara í hvaða hóp sem þið viljið, en endilega takið þátt.

 

Fylgiskjal 14

Eldri Lög Landssambandsins frá 2009

 

gr.

Samtökin heita Landssamband eldri borgara, skammstafað LEB. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. Aðild að samtökunum geta átt félög fólks, sem eru 60 ára og eldra, og vinna að hagsmuna-, velferðar- og áhugamálum eldri borgara.

 

gr.

Aðild nýrra aðildarfélaga er háð samþykki framkvæmdastjórnar LEB.

Félagsmaður, sem á aðild að fleiri en einu aðildarfélagi LEB skal eigi njóta kosningaréttar um málefni LEB eða við kjör fulltrúa nema  í einu félagi.

Þrátt fyrir aldursákvæði í 1. gr. getur félag orðið aðili að LEB, þó að inntökuskilyrði þess miðist við lægra aldursmark, en réttindi og skyldur félagsins miðast  við þá félagsmenn sem eru 60 ára og eldri.

 

gr.

Markmið LEB er að vinna að hagsmunamálum aldraðra og koma fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagnvart Alþingi, ríkisstjórn og öðrum, sem sinna málefnum aldraðra fyrir landið í heild. Að öðru leyti starfa félögin sjálfstætt.

LEB skal stuðla að samvinnu félaga eldri borgara og vinna að því að stofna félög í þeim sveitarfélögum, þar sem slík félög hafa ekki verið stofnuð. Ennfremur skal LEB beita sér fyrir öflun styrktaraðila.

LEB er sjálfstætt starfandi landssamband sem gætir hlutleysis varðandi trúmál og stjórnmál.

LEB gefur út blaðið „Listin að lifa“. Ritstjórn skal skipuð þrem mönnum, ritstjóra, sem ráðinn er af framkvæmdastjórn LEB, en landsfundur sambandsins kýs tvo menn í ritstjórn og tvo varamenn þeirra.

1.                       Stefnt skal að því að blaðið komi út fjórum sinnum á ári, en þó er framkvæmdastjórn   LEB heimilt að fjölga eða fækka tölublöðum, að höfðu samráði við ritstjórn, telji hún þörf á því.

2.              Blaðið hefur sjálfstæðan fjárhag og skulu endurskoðendur og skoðunarmenn vera hinir sömu og landssambandsins og reikningar blaðsins sæta sömu meðferð og reikningar sambandsins.

3.              „Listin að lifa“ er sjálfstæður rekstraraðili innan LEB.

 

4. gr.

Hvert aðildarfélag kýs fulltrúa til þess að sitja landsfund sambandsins á  aðalfundi sínum  eða á almennum félagsfundi, sem skal boðaður með sama hætti og aðalfundur viðkomandi félags. Félagsstjórn aðildarfélags gefur út kjörbréf til landsfundarfulltrúa. Hvert aðildarfélag á rétt á 2 fulltrúum á landsfund, en félög með yfir 500 félagsmenn eiga rétt á einum viðbótarfulltrúa fyrir hverja 500 félaga, umfram 500 eða brot úr þeirri tölu. Félagatal skal ætíð miðast við skuldlausa félaga um hver næstliðn áramót fyrir landsfund.  Jafnframt kosningu fulltrúa á landsfund skal kjósa jafn marga varafulltrúa og raða þeim. Auk kjörinna fulltrúa til þátttöku í landsfundi, skulu sitjandi framkvæmdagjórnarmenn LEB eða varamenn þeirra ásamt formanni uppstillinganefndar, eiga rétt til setu á landsfundi, með málfrelsi og tillögurétti og skal farið með kostnað vegna þátttöku þeirra eins og kjörinna fulltrúa. Framkvæmdastjórn LEB getur krafist þess að skrá um atkvæðisbæra (skuldlausa) félaga fylgi kjörbréfum fulltrúa félags á landsfund, svo og kröfu um aukalandsfund samkvæmt 9. gr.

 

5. gr.

Landsfundur LEB fer með æðsta valdi í málefnum sambandsins. Landsfundur kemur saman annað hvert ár, að vori til, samkvæmt nánari ákvörðun framkvæmdastjórnar. Landsfund skal boða skriflega með minnst tveggja mánaða fyrirvara.

Dagskrá fundarins og tillögur, sem framkvæmdastjórn hyggst leggja fram skulu fylgja fundarboði. Tillögur ásamt greinargerð, sem aðildarfélög eða fulltrúar hyggjast leggja fyrir landsfund, skulu sendar framkvæmdastjórn a.m.k. mánuði fyrir fundinn.

Endurskoðaðir og áritaðir ársreikningar sambandsins ásamt skýrslu stjórnar skulu liggja frammi á skrifstofu félagsins í minnst eina viku fyrir landsfund.

Landsfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.

 

6. gr. Dagskrá landsfundar

Setning landsfundar

Kosning fundarstjóra

Koórn  lands-sambandsins telur nauðsyn á.

Framkvæmdastjórnarmenn  eiga rétt til setu á fundum formannaráðs með málfrelsi og tillögurétti. Varaformenn aðildarfélaganna eru varamenn formanna í formannaráði.

Framkvæmdastjórn skal kappkosta að miðla upplýsingum til aðildarfélaganna þannig, að þau geti jafnan sem best fylgst með framgangi og stöðu þeirra mála sem hún vinnur að og varðar hagsmuni félaganna.

 

9. gr.

Ef fram kemur krafa frá einum þriðja hluta aðildarfélaga LEB um aukalandsfund, skal stjórnin boða til hans. Þau málefni, sem leggja á fyrir fundinn, skulu tilgreind af þeim, sem krefjast hans og fylgja fundarboði. Aukalandsfundur skal kallaður saman með minnst tveggja vikna fyrirvara. Fundurinn getur aðeins fjallað um þau málefni, sem voru tilefni þess að hann var boðaður, nema fundurinn samþykki annað með 2/3 greiddra atkvæða. Hafi nýir fulltrúar ekki verið kosnir í félögum, skulu sömu fulltrúar (varafulltrúar) og á fyrra landsfundi fara með umboð félags.

 

10. gr.

Útlagður ferða- og dvalarkostnaður vegna fulltrúa á landsfundi og formannafundi greiðist að hálfu  af LEB. Reikningar úrskurðist af framkvæmdastjórn.

 

11. gr.

Meiri hluti greiddra atkvæða ræður úrslitum á landsfundum, aukalandsfundum og fundum formannaráðs. Lögum þessum verður þó ekki breytt nema tveir þriðju hlutar  landsfundarfulltrúa greiði því atkvæði. Tillögur til lagabreytinga þurfa sannanlega að hafa borist framkvæmdastjórn LEB a.m.k. mánuði fyrir landsfund og er þá skylt að leggja þær fram.

 

12. gr.

LEB er aðili að Norrænu samvinnunefndinni (Nordiska samarbets-kommittén).

 

13. gr.

Landssamband eldri borgara verður ekki lagt niður nema ¾ hluti fullgildra fulltrúa á landsfundi LEB séu því samþykkir. Formannaráð og framkvæmda-stjórn LEB skal þá sitja áfram og boða til aukalandsfundar fjórum til sex mánuðum síðar.

Verði þá aftur samþykkt að leggja niður starfsemi landssambandsins, skulu það vera lögleg félagsslit.

Verði LEB þannig löglega lagt niður, skulu eigur þess renna til stofnunar eða stofnana, sem stuðla að velferð aldraðra, eftir nánari ákvörðun aukalandsfundar sambandsins eða nefndar sem aukalandsfundur kýs til að ganga formlega frá félagsslitum.

 

14.gr.

Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt eru úr gildi fallin eldri lög LEB.

 

Þannig samþykkt á landsfundi LEB í Hveragerði 14. maí 2009

 

_________________________      _________________________

 

fundarstjóri                                                         fundarritari

 

Fylgiskjal 15

Tillaga til lagabreytingar
Sjá ljósrit

 

Fylgiskjal 16

 

Samþykkt lög, ásamt gildistöku

 

Tillaga til lagabreytinga

 

LÖG

LANDSSAMBANDS ELDRI BORGARA

 

1.gr. Heiti og heimili

 

1.1. Sambandið heitir Landssamband eldri borgara, skammstafað LEB.

1.2. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

1.3. LEB er sjálfstætt starfandi landssamband sem gætir hlutleysis varðandi trúmál og stjórnmál.

 

2.gr. Markmið og hlutverk

 

2.1. Markmið LEB er að vinna að hagsmuna-, velferðar- og áhugamálum aldraðra og koma fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagnvart Alþingi, ríkisstjórn, stjórnvöldum og öðrum, sem sinna málefnum aldraðra fyrir landið í heild.

2.2. LEB skal stuðla að samvinnu félaga eldri borgara og vinna að því að slík félög séu starfandi í öllum sveitarfélögum.

2.3. LEB tekur þátt í innlendu sem erlendu samstarfi eftir því sem stjórnin ákvarðar.

 

3.gr. Aðild

 

3.1. Aðild að sambandinu geta átt félög fólks, sem sem er 60 ára og eldra, og vinna að hagsmuna-, velferðar- og áhugamálum eldri borgara.

3.2. Þrátt fyrir aldursákvæði í 1. málsgr. getur félag orðið aðili að LEB, þó félagaaðild þess miðist við lægra aldursmark, en réttindi og skyldur félagsins miðast við þá félagsmenn sem eru 60 ára og eldri.

3.3. Aðild nýrra aðildarfélaga er háð samþykki landsfundar LEB en stjórn LEB getur veitt nýju félagi aukaaðild og rétt til þátttöku í starfsemi sambandsins án annarra réttinda fram að næsta landsfundi þar sem tillaga um aðild verður afgreidd. Umsókn nýrra félaga um aðild að LEB skal berast stjórn sambandsins eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir reglulegan landsfund.

3.4. Lög hins nýja aðildarfélags skulu fylgja umsókn um aðild og uppfylla þau ákvæði sem kveðið er á um í lögum LEB.

3.5. Stjórn aðildarfélags getur óskað eftir úrsögn úr LEB með sannanlegum hætti með 6 mánaða fyrirvara og tekur úrsögn gildi við næstkomandi áramót.

3.6. Félagsmaður, sem á aðild að fleiri en einu aðildarfélagi LEB skal eigi njóta kosningaréttar um málefni LEB eða við kjör trúnaðarmanna sambandsins nema sem fulltrúi eins félags á fundum LEB.

 

4. gr. Landsfundur

 

4.1. Landsfundur LEB fer með æðsta vald í málefnum sambandsins.

4.2. Landsfundur kemur saman annað hvert ár, að vori til, samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar LEB.

4.3. Stjórn LEB skal boða landsfund skriflega til aðildarfélaga og á heimasíðu sambandsins með minnst 6 vikna fyrirvara.

4.4. Dagskrá landsfundarins og tillögur, sem stjórn hyggst leggja fram skulu fylgja fundarboði, sem og dagsetning og staðarval.

4.5. Tillögur ásamt greinargerð, sem aðildarfélög eða fulltrúar hyggjast leggja fyrir landsfund, skulu sendar stjórn LEB a.m.k. mánuði fyrir fundinn.

4.6. Endurskoðaðir og áritaðir ársreikningar sambandsins ásamt skýrslu stjórnar skulu liggja frammi á skrifstofu sambandsins og á heimasíðu LEB í minnst eina viku fyrir landsfund.

4.7. Landsfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.

 

 

5. gr. Fulltrúar á landsfund LEB

 

5.1. Hvert aðildarfélag kýs fulltrúa til þess að sitja landsfund LEB á aðalfundi sínum eða á almennum félagsfundi, sem skal boðaður með sama hætti og aðalfundur viðkomandi félags.

5.2. Félagsstjórn aðildarfélags gefur út kjörbréf til landsfundarfulltrúa og skal senda þau til stjórnar LEB a.m.k. 2 vikum fyrir landsfund, undirritað af formanni og ritara aðildarfélags.

5.3. Hvert aðildarfélag á rétt á 2 fulltrúum til setu á landsfundi, en félög með yfir 500 félagsmenn eiga rétt á einum viðbótarfulltrúa fyrir hverja 500 félaga, umfram 500 eða brot úr þeirri tölu.

5.4. Jafnframt kosningu fulltrúa á landsfund skal kjósa jafn marga varafulltrúa og raða þeim.

5.5. Auk kjörinna fulltrúa til þátttöku á landsfundi eiga sitjandi stjórnarmenn LEB eða varamenn þeirra og formenn fastanefnda LEB seturétt á landsfundi með fullum réttindum.

5.6. Félagatal aðildarfélaga LEB skal miða við fullgilda félaga um hver næstliðin áramót fyrir landsfund enda hafi viðkomandi aðildarfélag staðið skil á greiðslu árgjalds í samræmi við það fyrir liðin ár.

5.7. Stjórn LEB getur krafist þess að skrá um atkvæðisbæra (skuldlausa) félaga fylgi kjörbréfum fulltrúa félags á landsfund, svo og kröfu um aukalandsfund samkvæmt 9. gr.

 

 

6. gr. Verkefni landsfundar

 

6.1. Á dagskrá landsfundar LEB skulu jafnan vera eftirfarandi dagskrárliðir.

1.     Setning landsfundar.

2.                          Kosning 2ja fundarstjóra.

3.                          Kosning 2ja ritara.

4.                          Kosning kjörbréfanefndar.

5.                          Skýrsla stjórnar.

6.                          Ársreikningar LEB síðustu 2ja ára lagðir fram.

7.                          Kjörbréfanefnd gerir grein fyrir störfum sínum.

8.                          Skipan starfshópa landsfundar.

9.                          Umræða um skýrslu stjórnar og afgreiðsla ársreikninga sambandsins.

10.                        Kynnt drög að fjárhagsáætlun og tillaga um árgjald  næstu 2ja ára.

11.                        Kynntar tillögur um starfsemi LEB til næstu 2ja ára.

12.                        Starfshópar skila áliti.

13.                        Umræður og afgreiðsla tillagna og álita starfshópa landsfundar.

14.                        Lagabreytingar.

15.                        Kosningar:

a.           kosning  formanns til 2ja ára.

b.          kosning  4ra aðalmanna í stjórn og 3 varamanna til 2ja ára.

c.           kosning 2ja skoðunarmanna ársreikninga LEB og 2ja til vara í tvö ár.

d.          kosning nefnda LEB sem starfa milli landsfunda, svo sem uppstillinganefndar, laganefndar, kjaranefnd, fjárhagsnefndar og velferðarnefndar.

16.  Önnur mál.

 

6.2. Stjórn er heimilt að bæta við dagskrárliðum svo sem um afmörkuð hagsmunamál aldraðra og ávörp gesta.

6.3. Fundarstjórar og fundarritarar landsfundar ganga frá fundargerð landsfundar til stjórnar LEB, sem skal senda aðildarfélögum sambandsins fundargerðina innan mánaðar frá landsfundi.

6.4. Komi ekki fram athugasemd frá aðildarfélögum innan mánaðar þaðan í frá skoðast fundargerðin  samþykkt.

 

7. gr. Stjórn LEB

 

7.1. Stjórn LEB kosin á landsfundi sbr. 6. gr. 15. töluliðar a og b málsliðar, fer með æðsta vald  sambandsins og annast daglegan rekstur þess milli landsfunda.

7.2. Á fyrsta fundi eftir landsfund skal stjórn skipta með sér verkum og velja varaformann, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda úr hópi aðalmanna. Á þessum fundi skal ákveðið með hlutkesti í hvaða röð varamenn skuli taka sæti ef aðalmenn forfallast enda greini atkvæðatölur frá landsfundi ekki frá. Varamönnum er heimilt að sitja fundi stjórnar þótt fullskipuð sé með málfrelsi og tillögurétti.

7.3. Stjórn LEB skal kappkosta að miðla upplýsingum um verkefni sambandsins til aðildarfélaganna þannig, að þau geti jafnan sem best fylgst með framgangi og stöðu þeirra mála sem hún vinnur að.

7.4. Stjórn LEB skal amk halda 4 stjórnarfundi á almanaksári sem skulu boðaðir með viku fyrirvara.

7.5. Fundargerðir stjórnarfunda skulu færðar til bókar og staðfestar með undirritun formanns eftir samþykki stjórnar.

7.6. Stjórn ræður starfsfólk LEB og semur um laun þeirra og starfskjör.

7.7. Stjórn LEB skal ráða löggiltan endurskoðenda til eftirlits með reikningshaldi sambandsins.

7.8. Enginn stjórnarmaður skal sitja lengur en fjögur ár samfellt í stjórn LEB.

7.9. Sá sem kosinn er formaður getur þó setið fjögur ár í því embætti enda þótt hann hafi áður setið í stjórn kjörinn sem aðalmaður.

 

 

8. gr. Formannaráð og fundir

 

8.1. Formannaráð skipað formönnum allra aðildarfélaga sambandsins er stjórn LEB til ráðgjafar í mikilvægum málum er varða stefnu og starfsemi sambandsins.

8.2. Fundir formannaráðs skulu ekki taka til afgreiðslu tillögur eða mál sem eru bindandi fyrir LEB.

8.3. Fundir formannaráðs skulu haldnir eigi sjaldnar en einu sinni það ár, sem landsfundur LEB er ekki haldinn og þá fyrir lok apríl mánaðar eða svo oft sem stjórn  LEB telur nauðsyn á. Formannafundi skal boða bréflega með 2ja vikna fyrirvara.

8.4. Formaður stjórnar LEB stýrir að jafnaði fundum formannaráðs og skipar fundarritara.

8.5. Fyrir formannaráð skal leggja endurskoðaðan ársreikning LEB fyrir það ár sem landsfundur er haldinn til skoðunar og framvísunar til næsta landsfundar.

8.6. Fundargerðir formannaráðs skulu færðar til bókar og undirritaðar af fundarstjóra eftir samþykki fundarins.

8.7. Stjórnarmenn  LEB eiga rétt til setu á fundum formannaráðs með fullum réttindum.

8.8. Varaformenn aðildarfélaganna eru varamenn formanna í formannaráði.

 

 

9. gr. Nefndir og ráð

 

9.1. Þær nefndir sem kosnar eru á landsfundum skulu starfa á ábyrgð stjórnar LEB sem og aðrar nefndir og ráð sem stjórn LEB tekur ákvörðun um að kjósa.

9.2. Stjórnin setur þeim starfslýsingar og tímaramma og getur kallað eftir skýrslum af störfum þeirra hvenær sem er á skipunartíma þeirra.

9.3. Stjórn LEB, nefndir og ráð skulu ekki hafa með höndum félagslega starfsemi sem aðildarfélög þess sinna að jafnaði.

 

 

10. gr.  Aukalandsfundir LEB

 

10.1. Krafa um boðun aukalandsfundar LEB þarf að berast frá 1/3 hluta aðildarfélaga LEB eða 1/3 hluta formannaráðs með tilgreindum ástæðum og tillögum til stjórnar LEB.

10.2. Málefni sem teljast fullnægja kröfu um boðun aukalandsfundar eru málefni sem hafa veruleg áhrif til skerðingar á hagsmunum eldri borgara eða starfsemi LEB.

10.3. Aukalandsfundur skal kallaður saman með minnst tveggja vikna fyrirvara.

10.4. Fundurinn getur aðeins fjallað um þau málefni, sem voru tilefni þess að hann var boðaður, nema fundurinn samþykki annað með 2/3 greiddra atkvæða fulltrúa á aukalandsfundi.

10.5. Hafi nýir fulltrúar ekki verið kosnir í félögum, skulu sömu fulltrúar (varafulltrúar) og á síðasta reglubundna landsfundi fara með umboð félags.

 

 

11. gr.  Atkvæðagreiðslur og fundarsköp

 

11.1. Meiri hluti greiddra atkvæða ræður úrslitum við kosningar og  afgreiðslu  almennra mála á landsfundum, aukalandsfundum og fundum formannaráðs. Um breytingar á lögum sambandsins fer þó samkvæmt 15. gr. og um sambandsslit samkvæmt 16. gr.

11.2. Um fundarsköp funda LEB gilda almennar reglur.

 

 

12. gr. Fjármál

 

12.1. Stjórn LEB ber ábyrgð á fjármálum og öllum rekstri sambandsins.

12.2. Allar ákvarðanir um óregluleg útgjöld og fjárhagslegar skuldbindingar sambandsins skulu teknar á formlegum stjórnarfundum LEB.

12.3. Stjórn LEB skal leitast til að haga rekstri í samræmi við tekjur af félagsgjöldum, framlögum og styrkjum.

12.4. Reikningsár sambandsins er almanaksárið. Ársreikninga hvers árs skal leggja fram á stjórnarfundi á fyrsta ársfjórðungi nýs árs, áritaða af löggiltum endurskoðenda og skoðunarmönnum reikninga sambandsins. Ársreikninga þess árs sem landsfundur er ekki haldinn skal leggja fyrir fund formannaráðs til skoðunar en að öðru leyti er þeim vísað til næsta landsfundar.

12.5. Stjórn LEB ber að beita sér fyrir öflun styrktaraðila.

12.6. Stjórn LEB getur skipað sérstakt fjármálaráð undir formennsku gjaldkera stjórnar til að sinna þessum verkefnum.

 

 

 

13. gr.  Ferða- og dvalarkostnaður

 

13.1. Útlagður ferða- og dvalarkostnaður vegna fulltrúa á landsfundi og formannafundi greiðist allt að hálfu  af LEB.

13.2. Reikningar skulu berast stjórn LEB sem úrskurðar réttmæti þeirra.

13.3. Ferða- og dvalarkostnaður fulltrúa í nefndum sem starfa á vegum stjórnar LEB  skal greiddur af sambandinu eftir athugun og ákvörðun stjórnar.

 

 

 

14. gr. Kynningar og útgáfumál LEB

 

14.1. Stjórn LEB ber ábyrgð á kynningarmálum sambandsins.

14.2. Stjórnin metur eftir aðstæðum hvort kynningarmálum er sinnt á vefrænan hátt eða með útgáfu félagstíðinda.

14.3. Stjórn LEB tekur ákvörðun um útgáfu á ritinu  „Listin að lifa“ og skal þá skipa ritstjórn  3 manna og ritstjóra, sem ráðinn er af stjórn LEB, en landsfundur sambandsins kýs tvo menn í ritstjórn og tvo varamenn þeirra.

14.4. Ritstjórn skal bera ábyrgð af útgáfu og tengdum kostnaði gagnvart stjórn LEB.

14.5. Útgáfa ritsins hefur sjálfstæðan fjárhag og skulu endurskoðendur og skoðunarmenn reikninga vera hinir sömu og reikninga landssambandsins og sæta sömu meðferðar.

14.6. Útgáfa ritsins „Listin að lifa“ er sjálfstæð rekstrareining á ábyrgð stjórnar LEB. Heimilt er stjórn LEB að semja við verktaka um útgáfu á Listin að lifa.

 

 

 

15. gr Lagabreytingar

 

15.1. Stjórn og/eða aðildarfélög geta lagt fram tillögur til lagabreytinga.

15.2. Tillögur til lagabreytinga skulu sannanlega hafa borist stjórn LEB með 2ja mánaða fyrirvara  fyrir landsfund og er þá stjórn skylt að kynna þær aðildarfélögum í fundarboði og leggja þær fram á landsfundi.

15.3 Lögum þessum verður ekki breytt nema með samþykki 2/3 hluta  greiddra atkvæða landsfundarfulltrúa.

 

 

16. gr.  Sambandsslit

 

16.1.Tillaga um slit LEB skal kynnt stjórn LEB og aðildarfélögum með amk 2ja mánaða fyrirvara fyrir boðaðan landsfund.

16.2. Við afgreiðslu tillögunnar þarf samþykki ¾ hluta atkvæðisbærra fulltrúa á landsfundi.

16.3. Verði tillaga um slit LEB samþykkt á landsfundi skal formannaráð og stjórn LEB þá sitja áfram og boða til aukalandsfundar fjórum til sex mánuðum síðar til lokaafgreiðslu tillögu um slit sambandsins.

16.4.Verði tillaga um slit samþykkt á síðara landsfundi skal leggja niður starfsemi landssambandsins og skulu það vera lögleg félagsslit.

16.5. Verði LEB þannig löglega lagt niður, skulu eigur þess renna til stofnunar, stofnana eða aðildarfélaga LEB, sem stuðla að velferð aldraðra, eftir nánari ákvörðun aukalandsfundar sambandsins eða nefndar sem aukalandsfundur kýs til að ganga formlega frá félagsslitum.

 

 

 

17. gr. Gildistaka

 

17.1. Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt eru úr gildi fallin eldri lög LEB.

 

 

Reykjavík, 16. nóvember 2011

 

Tillaga laganefndar LEB sem kjörin var á Landsfundi í maí 2010 til stjórnar LEB,

 

Birna Bjarnadóttir, Reykjavík

Björn Ástmundsson, Reykjavík

Gunnar Kristmundsson, Selfossi

Helga Sigurbjörnsdóttir, Sauðárkróki

Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Reykjanesbæ og

Pétur Maack, Reykjavík

 

 

Reykjavík, 28. febrúar 2013

 

Með samþykktum breytingum á lögum frá stjórn LEB sem laganefndin samþykkir að gera að sínum.

 

Birna Bjarnadóttir, Reykjavík

Björn Ástmundsson, Reykjavík

Gunnar Kristmundsson, Selfossi

Helga Sigurbjörnsdóttir, Sauðárkróki

Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Reykjanesbæ og

Pétur Maack, Reykjavík

 

Afgreiðsla landsfundar

Lögin samþykkt á landsfundi LEB í Hafnarfirði 8. maí 2013