fbpx

Landssamband eldri borgara er meðlimur í samtökum landssambanda eldri borgara á norðurlöndum. Þau samtök eiga aðild að starfshópi ESB að málefnum aldraðra sem nefnist AGE Platform Europe. Eitt af verkefnum starfshópsins á þessu ári er að kanna mismunun gagnvart öldruðum gagnvart öðrum aldurshópum af hvaða ástæðum sem mismununin er til komin. AGE hefur beðið landssamtökin í evrópulöndum um að senda sér dæmi um slíka mismunun og óska svara við eftirfarandi spurningu: „Er öldruðum mismunað í þínu landi, gagnvart öðrum aldurshópum og ef svo er, á hvaða sviði?“

Hér með eruð  formenn aðildarfélaga Landssambands eldri borgara, beðnir um að íhuga málið og svara þessum pósti með ábendingum um slíka mismunun ef þið teljið að hún sé til staðar. LEB þarf að skila svari til AGE 29. febrúar og eruð þið, ágætu formenn, beðnir að senda ykkar skoðanir á þessu efni til LEB í síðasta lagi 25. febrúar.  Þessi stutti skilafrestur er vegna þess að AGE ætlar að leggja skýrslu sína um mögulega mismunun fram á fundi Evrópuþingsins á „Evrópudegi um samstöðu milli kynslóða“ 29. apríl nk.