Missið ekki af þættinum KJÖR ALDRAÐRA sem sýndur verður á Hringbraut, sunnudaginn 12.sept. kl. 20:30. Þátturinn verður frumsýndur á sunnudagskvöldið en verður svo endursýndur nokkrum sinnum eftir það.
Í þættinum er dregin upp raunsönn mynd af kjörum aldraðra á Íslandi í dag, en stór hópur þeirra býr við mjög kröpp kjör og erfiðar aðstæður, ekki síst vegna mikilla skerðinga í almennatryggingakerfinu.
Sigmundur Ernir Rúnarsson stjórnar þættinum, en viðmælendur hans eru Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, Ingibjörg Sverrisdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík auk Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR og Stefáns Ólafssonar prófessors í félagsfræði, ásamt Bryndísi Hagan Torfadóttur eins stofnanda Gráa Hersins. Þátturinn er framleiddur í samvinnu við Öldrunarráð VR.