fbpx

Í gær þriðjudaginn 31. janúar var lögð fram skýrsla sem ber nafnið “ Greining á högum aldraðra á Íslandi árið 2016″. Um er að ræða verkefni sem unnið er af Háskóla Íslands fyrir Velferðarráð Reykjavíkurborgar, Velferðarráðuneytið og Landssamband eldri borgara. Skýrslan er 200 blaðsíður að stærð fróðleg og yfirgripsmikil. Við hvetjum alla áhugamenn um málefni eldri borgara til að kynna sér skýrsluna og er hún undir hnappnum „gagnlegir tenglar“ en einnig aðgengileg með því að smella á eftirfarandi:   https://www.leb.is/skyrsla-um-hagir-og-lidan-aldradra/