Það á að vera gott að eldast á Íslandi
„Það á að vera gott að eldast á Íslandi og stjórnvöld hafa nú tekið utan um þjónustu eldra fólks með nýjum hætti. Aðgerðirnar sem við munum ráðast í eru fjölmargar og það er frábært að sjá nýju upplýsinga- og ráðgjafaþjónustuna verða að veruleika,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra.
„Við erum bæði stolt og þakklát fyrir að vera treyst fyrir þessu mikilvæga verkefni. Það er gríðarlega mikilvægt að fólk með heilabilun um land allt og aðstandendur þeirra hafi greiðan aðgang að upplýsingum og ráðgjöf,“ segir Guðlaugur Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna.
Gott að eldast felur í sér heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk.
Samningurinn við Alzheimersamtökin fellur undir aðgerð B.2 í aðgerðaáætluninni.
Gott að eldast: Framtíðarsýnin er skýr.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Guðlaugur Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna, undirrita samninginn.