fbpx

 

Helgi Pétursson formaður LEB skrifar:

 

Á nýju ári leyfi ég mér að trúa því að tekið verði mark á þeim áhersl­um sem Lands­sam­band eldri borg­ara setti fram og samþykkti sem stefnu­mark­andi og bar­áttu­mál 55 fé­laga eldra fólks um land allt með hátt í 30 þúsund fé­lags­menn inn­an sinna vé­banda.

LEB kynnti þar fyr­ir öllu stjórn­mála­kerf­inu, verka­lýðshreyf­ingu, sam­tök­um at­vinnu­rek­enda og fleiri áhrifaaðilum fimm megin­á­herslu­atriði sem sam­tök­in munu berj­ast fyr­ir.

Ber þar hæst hækk­un frí­tekju­marka vegna líf­eyr­is­sjóðsgreiðslna og að lög­um verði ein­fald­lega fylgt um hækk­un elli­líf­eyr­is til sam­ræm­is við lægstu laun.

Við vilj­um kanna mögu­leika eldra fólks til þess að vinna leng­ur ef það vill og get­ur og að starfs­lok miðist við færni en ekki ald­ur.

Við vilj­um að heilsu­gæsl­an verði vagga stór­efldr­ar öldrun­arþjón­ustu og höf­um vakið at­hygli á nauðsyn fjöld­breytt­ari bú­setu­úr­ræða, eins kon­ar millistigs milli heim­il­is og hjúkr­un­ar­heim­il­is.

Loks höf­um við bent á brýna nauðsyn þess að ein­falda allt laga- og reglu­verk hvað varðar mál­efni eldra fólks.

Það kom í ljós við yf­ir­ferð okk­ar með stjórn­mála­fólki, fag­fólki og sveit­ar­stjórn­ar­fólki að um þetta eru all­ir sam­mála. Og hafa lengið verið. All­ir. Það bara ger­ist ekki neitt.

Það sást á mál­efna­skrám allra stjórn­mála­flokk­anna og núna í stjórn­arsátt­mála, að þær eru að síast inn í stjórn­má­laum­ræðuna þær miklu breyt­ing­ar á ald­urs­sam­setn­ingu þjóðar­inn­ar sem eru þegar orðnar og þær breyttu þarf­ir mun yngra og frísk­ara eldra fólks sem nú spyr sig: Hvernig verða þessi 20-25 ár sem ég gæti hæg­lega átt eft­ir? Hvað get ég gert til þess að þau verði sem ánægju­leg­ust og hvernig verður af­koma mín tryggð?

Það hef­ur dottið upp úr stöku ráðamönn­um að það þurfi að gera rót­tæk­ar breyt­ing­ar á al­manna­trygg­ing­um og öllu umönn­un­ar­kerfi fyr­ir eldra fólk í land­inu. Gleðileg­ast þykir mér að nýja og yngra fólkið á Alþingi er að setja sig inn í mál­efni eldra fólks.

En kerfið læt­ur ekki að sér hæða. Það þurfti ban­væna heimsplágu til þess að farið væri að huga að lausn á „frá­flæðis­vanda“ Land­spít­al­ans þar sem meðferð á okk­ar elstu bræðrum og systr­um í bið eft­ir þjón­ustu á hjúkr­un­ar­heim­ili er ævar­andi skamm­ar­blett­ur.

En spenn­an eykst. Það er búið að kanna, skýrslu­gera, nefnd­ar­setja og eiga sam­töl um alla þætti er lúta að dag­legu lífi eldra fólks hér á landi. Það ligg­ur allt fyr­ir. Það þarf ekki eina nefnd­ina í viðbót.

Við gæt­um byrjað á því að ákveða hvar við ætl­um að byrja: Eig­um við að fara dönsku leiðina og byrja al­veg upp á nýtt?

Kær ný­árskveðja frá Lands­sam­bandi eldri borg­ara til ykk­ar allra!