HVATNINGARÁVARP ÞÓRUNNAR SVEINBJÖRNSDÓTTUR, FORMANNS LEB Á STÓRFUNDI ELDRI BORGARA Í HÁSKÓLABÍÓI 14. OKTÓBER 2017
Það er komið að okkur. Við höfum beðið svo rosalega lengi !
Mismununin sem er enn við lýði er óþolandi !
Við erum um 44.000 kjósendur. Ekki gleyma því !
Vitið þið hvað er til í framkvæmdasjóði aldraðra til úthlutunar í ár? Það eru um 172 milljónir en innkoman er um 2 milljarðar. Hvar eru þeir peningar sem þarna eru í millum? Næsta ár er álíka. Rúmlega 200 milljónir verða þá til ráðstöfunar ef ekkert er að gert? Þetta er nefskattur sem við borgum og er ætlaður til uppbyggingar hjúkrunarheimila fyrst og fremst.
Við höfnum þessu, algjörlega.
Skortur á hjúkrnarheimilum veldur því að fólk festist inn á sjúkrahúsum og með því versnar heilsa fólks. Og svo tala fjölmiðlar niður til þessa fólks um að það skerði fráflæði (gegnumstreymi) frá Landsspítla en það er ekki eldra fólksins að kenna! Hvar er virðingin fyrir langveiku fólki ???
Þetta verður að laga.
Vitið þið að flakkað hefur verið með frítekumark eldri borgara mörgum sinnum síðan frá hruni. Ein ríkisstjórnin flutti það upp í 109 þúsund eftir hrun en fyrst eftir hrun var það 40 þúsund. Um síðustu áramót var það lækkað í 25 þúsund krónur . Hvaða vinnubrögð eru þetta að margskatta eldra fólk sem vill geta séð sér farborða????? Að afla sér viðurværis er skráð í stjónarskrá vora!
Við höfnum þessu .
Það eru mannréttindi að vera sjálfbær eldri borgari og takmarkanir s.s. vegna aldurs eru brot á mannréttindum. Heilinn hættir ekki að starfa við einn afmælisdag…. Við segjum nei við að vera á síðasta söludegi !
Þær skerðingar sem voru auknar á aldraða með nýjum lögum 1. jan. s.l. verða að hverfa. Skerðingar gagnvart lífeyistekjunum voru 38.30% er var hækkað í 45%. Lífeyriskerfið er okkar önnur stoð fyrir velferð eldra fólks.
Við höfum þessu .
Skerðingar vegna fjármagnstekna eru of háar. Því var lofað af fyrri ríkistjórn að laga þetta auk þess sem skerðingar ná til verðtrygginga auk vaxta.
Við þurfum að laga það.
Margt fólk sem hafði grunnlífeyri fram að síðustu áramótum missir hann nú við 533 þús lífeyistekjum. Margt af þesssu fólki er ekki sátt og telur að með þessu sé vikið frá Norræna velferðarkefinu en þar er lágmarks lífeyrir yfirleitt greiddur til allra.
Hvers vegana ? Spyr fólkið. Eðlilega.
Við erum enn og aftur að ströggla við stjórnvöld um tannlækningar eldra fólks og of mikinn kostnað. Fyrir ári sendi Kristján Þór frá sér frétt um að hann væri að leita að þeim 800 milljónum sem þá var skuld við aldraða og fatlað en er í dag komið um 200 milljónum hærra…Lengur getum við ekki beðið. Það er komið nóg og alltof margir sem hafa beðið árum saman eða frá 2004.
Er þetta hægt?
Síðustu æviárin eiga að vera góð og gjöful því við leggjum svo mikið til samfélagsins og höfum gert í áratugi.
Hvar er inneignin?
Kæru fundargestir. Þið eruð best! Þið eruð mannauður þessarar þjóðar. Við höfum byggt upp og staðið okkur vel …Verum stolt af okkur!
Við höfnum fátækt !
Ágætu stjórmálamenn. Það er verk að vinna og við munum fylgja þessum málum eftir !
Stöndum öll saman!