fbpx

Stjórnarfundur LEB 6. mars 2019

Kl. 9.30- 12.00  hádegishlé.

Landsfundur í vor . Dagsetning, staðsetning og efni á fræðslufundinum/afmælisfundur.

Rætt var um landsfundinn og mál honum tengd. FEB í Reykjavík biður um að fundurinn verði 10. -11.  apríl. Fyrri dagurinn frá kl. 13.30 er landsfundur en daginn eftir er boðið upp á viðamikinn fræðslufund um okkar málefni.  Staður: Stangarhylur 4 í Reykjavík.

  1. Næstu fundir með stjórnvöldum.

Eigum boð til forsætisráðherra til að ræða okkar mál.  En hvað svo?

  1. Ný heimasíða og kynning hennar.

Nú er heimasíðan að verða tilbúin eftir miklar umbætur en enn ekki allt unnið. Verður opnuð á afmælisfundi LEB.

  1. Umboðsmaður og erindin þar. Næstu skref.

Nokkur mál hjá umboðsmanni Alþingis og verið að vinna í þeim. Fleiri mál á leiðinni þangað.

  1. Vinna til 70 ára. Þetta er úrelt. Er rétt að vinna að breytingum? Dómur í Bretlandi.

Leit stendur yfir að manneskju sem er ósátt við að hætta 70 ára. Þessi mörk eru löngu úrelt og hafa enga örugga skírskotun. Aldur er ekki úrelding?

  1. Ályktanir frá ársfundum félaganna. Mikilvæg leið.

Nú eru að byrja að koma ályktanir frá félögum innan LEB frá ársfundum þeirra  að mestu um óhóflegar skerðingar og fleira.

  1. Formennska í kjaranefndinni.

Sigurður Jónsson frá Suðurnesjabæ hefur um tíma verið formaður kjaranefndar LEB en nú hefur Haukur Halldórsson verið losaður frá formennsku í nefnd um kjör þeirra verst settu. Því mun Haukur taka á ný við formennsku í kjaranefnd LEB og FEB.

  1. Uppstillingarnefnd.

Tilnefnd voru: Baldur Þór Baldvinsson, Elísabet Valgeisdóttir og Guðmundur Guðmundsson og munu þau hefja störf nú þegar.

  1. Verkefni á vegum LEB.

Næstum öll verkefni á lokastigi en þessi verkefni eru með styrk frá Félagsmálráðuneyti. Eitt fór þó aldrei af stað.

  1. Styrkir til verkefna frá félagsmálaráðuneytinu.

Boðað var til fundar í Hannesarholti til að kynna styrki ársins. Þar mættum við Guðrún Ágústsdóttir ráðgjafi LEB og þar var tekið á móti tveimur styrkjum til verkefna: Velferðartækni og kynning til eldri borgara. Og svo hvernig náum við til nýbúa til að taka þátt í samfélagslegum þáttum s.s. félagsstarf eldri borgara en þar er skarð fyrir skyldi. Þátttakan er engin.

  • Ríkisendurskoðun og ársreikningar LEB enn á huldu.

Því miður vantar enn undirritaða reikninga frá ákveðnu tímabili.

  • Ritnefnd og blað. Staðan nú.

Mikið að gerast og allt á fullu. Við stefnum að glæsilegu félagsblaði. Unnið eftir nýjum leiðum

  • Samstarf við „Farsæla öldrun“.

Styðjum við umsókn þeirra í Framkvæmdasjóð aldraðra? Auk verkefna sem til falla.Frábær hópur til að eiga samstarf við.

  • Útsendingarbréf frá LEB og Rauðakrossinum farið út .

Glæsilegt samstarf sem mun skila árangri.

Fundargerð ritaði Þórunn Sveinbjörnsdóttir