fbpx

Stjórnarfundur LEB 12.  september  2018  kl. 9:30 – 12:15

Fundargerð síðasta fundar.

  1. Undirbúningur fyrir samtal í kjaranefnd LEB og FEB. Farið var yfir stöðuna og hversu illa gengur að fá gögn sem duga.
  2. Umboðsmaður Alþingis. Umboðsmaður hafði samband og vill vinna fyrir LEB . Ákveðið að senda inn prufumál um aksturskostnað sjúklinga sem þurfa að sækja til Rvíkur og fá mjög lágan aksturskostnað. Er þetta hugsanlega brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar? Sendum svo fleiri mál þessa leið.
  3. LÝSA á Akureyri: Hvernig var? Þórunn og Haukur sóttu fundinn sem var ótrúlega fjölbreyttur og líka gagnlegur í upplýsingaskini fyrir þátttakendur á LÝSU. Þórunn sat í pallborði um líf eldra fólks með heilsuskerðingar! Sóttum fleiri áhugaverða fundi s.s. velferðartækni sem nauðsynlegt er að auka umræðu um. Ný nefnd um þau mál hefur hafið störf á vegum sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu. Finna má á heimasíðu LEB frétt af þessum umræðum sem við tókum þátt .
  4. Viðtöl við stjórnmálamenn. Framundan eru fundir með stjórnmálamönnum. Má þar nefna Ásmund Daða, Katrínu og fleiri . Mikilvægi þess að tala máli eldri borgara hefur sjaldan verið meiri. Kallað er eftir okkur á fundi til stjórnmálaflokkanna.
  5. 30 ára afmæli LEB á næsta ári. Tíminn líður og nú þarf að huga að afmælisári LEB 2019. Samþykkt var að hafa góða dagskrá í kjölfar Landsfundar 2019.
  6. Undirskriftasöfunun…á hvers vegum?. Komið hefur í ljós að Erla Magna Alexandersdóttir stendur á bak við þessa söfnun. Mun hún vera gerð í gegnum þjóðskrá?
  7. Öryggismiðstöðin. Til stendur að heimsæja þau og skoða úrvalið í velferðartækni. Öryggismiðstöðin hefur nokkur umboð sem vert er að skoða fyrir fólk sem er að skoða þessi mál.
  8. Styrktaraðilar og umsókn um styrk. Okkar styrktaraðilar eru hættir að vera með. Síðasti formaður (HI) gekk ekki frá neinu við þá. Umsóknir um styrki liggja fyrir og er önnur frá Páli V.Sigurðssyni sem hefur gefið út frábæra handbók með alþekktum sönglögum sem fólk vill kaupa á hjúkrunarheimilum og félagsmiðstöðum. Styrkur veittur uppá 200.000.- Hin umsóknin er frá Sigrúnu Huld Þorgrímsdóttur sem hefur í nokkur ár verið að taka saman sögu öldrunarþjónustu og er á lokasprettinum. Samþykkt 200.þús til verkefnisins úr styrktarsjóðnum okkar.
  9. Nýjar nefndir á vegum LEB og núverandi nefndarstörf. Við erum að leita að fólki í tvær nefndir á vegum LEB. Heilbrigðis- og velferðarmál og um húsnæðismál.  Nokkur ný nefndarstörf hafa farið í gang. Óskað eftir formanni LEB með samtali frá ráðherra í Ráðgjafarnefnd Landspítalans. Fyrsti fundur þar haldinn 1.október s.l.  Skipað samkvæmt lögum.
  • Samstarf við Atla Rúnar Halldórsson. Það var gert samkomulag við Atla Rúnar að gera prufu á LÝSU sem var haldin á Akureyri 7. – 8.september s.l.
  • Önnur mál. Hér kom fram tillaga frá Ernu og Sigurði um næsta blað og fleira. S.s. um að finna nýjar leiðir í samskiptamálum.

Fundargerð skrifaði Þórunn Sveinbjörnsdóttir.