Stjórnarfundur LEB 15.ág. kl. 10.00
Sigtúni 42
Fundargerðir síðustu funda!
- Hvað er efst á baugi eftir sumarleyfi? Farið var yfir hvað hefur helst komið fram í sumar en þar eru fréttir af tannlæknamálinu efst á baugi. Auk Þingvallafundarins sem margir hefðu sótt ef betur hefði tekist til hjá stjórnendum hans. Frekar rólegt í júlí en þó alltaf einhver símtöl og viðtöl.
- Staða tannlæknamálsins. Staðan er sú að Sjúkratryggingar áttu að fara í viðræður við Tannlæknafélagið og gera samnninga en tóku uppá því að gera það einhliða. Kallað var eftir aðstoð hjá Svandísi Svavarsdóttur sem kippti málinu aftur í farveg. Enn stefnt að því að ný gjaldskrá fyrir eldri borgara verði til 1. september í ár.
- Félagakerfið. Á síðasta fundi fekk stjórnin fína kynningu á félagakerfi í tölvu sem UMFÍ notar fyrir sig og sín aðildarfélög. Stjórnin varð afar ánægð að sjá hvaðar mögleikar felast í aðild að því . Nú er verið að vinna að samningi við umboðsmenn Nóru um aðgang og kennslu í þessu frábæra kerfi. Það myndi leysa allan vanda okkar við útsendingar t.d. á blaðinu. Um þetta eru allir sammála.
- Heimasíða en hvað svo? Kjartan sem hefur séð um heimasíðuna hefur gert á henni miklar lagfæringar og er komin prufusíða sem stjórnarmenn eru að skoða. Áfram haldið við verkefnið enda fengum við styrk frá VEL til þess.
- Kynningarmálin. Til að vera sýnilegri þarf eitthvað nýtt. Þannig er að til eru færir kynningaraðilar sem ráða sig í verkefni og nú viljum við leita til reynds blaðmanns m.a. um að taka að sér að ljósmynda og skrifa um atburði sem svo megi birta. Þetta er hugsað til að verða sýnilegri á allan hátt. Einnig komu þættir á Hringbraut til umræðu og er fólk almennt hlynnt því að vera þar með í haust. Þrátt fyrir að þættirnir í vor væru ekki mjög góðir. Stefnt að samvinnu við FEB um málið. Og að ritstýra megi þáttunum betur.
- Samningar við VEL. Þeir styrkir sem við fengum í febrúar til verkefna eru flestir komnir vel á veg. Nokkrir sitja fastir. Formaður hyggst eiga viðtal við VEL um að fá að nýta hluta fjármuna í verkefni s.s. félagakefið. Fundur í Vel um þetta í dag.
- Þarf lög fyrir aldraða? Umræða tekin og ákveðið að skoða lögin betur!
- NOPO mánaðarmót okt –nóv. Ákveðið að Þórunn og Haukur fari til Bornholm.
- Þátttaka í Lýsa. Við viljum vera með. Þórunn gefur kost á að vera í pallborði í umræðum um lífsgæði eldra fólks með skerta heilsu. Haukur mun einnig verða þátttakandi í fundinum. Dagsetningar eru 7.-8.september.
10.Nýjar reglur um öldungaráðin og samstarfsnefndir. Lögum um Öldunaráðin var breytt í vor og munu þau fá til sín Þjónstuhóp aldraðra…enda málefnin mjög skyld. Það voru kallaðar sumsstaðar samstarfnefnir um málefni aldraðra.
11.Erindi til LEB. Til okkar leitaði Júlíus ….vegna kostnaðar greiðslna vegna aksturs í veikindum. Margir á landsbyggðinni þurfa að aka til Reykjavíkur til að koma í ýmsar meðferðir og fá endurgreitt samkvæmt gjaldskrá Sjúkra.is og er það um 34 kr. pr kílómetra en langflestir sem aka millli landshluta fá um 116 kr. pr kílómeter. Stjórn sammála um að vinna að málinu en fyrst sent til Svandísar S . og ef ekkert gerist þá áfram í málið.
- Næsti fundur í Vel um þá verst settu er bókaður 22.ágúst eða 23 ágúst.
- Jólaferð til Heidelberg þarf að kynna aftur. Aðeins vantar örfáa í ferðina en FEB hefur ekki enn birt neitt frá okkur þrátt fyrir ýtarlega beiðni.
- Önnur mál. Rætt var um starfslok Hauks Ingibergssonar og það að hann væri verktaki sem fengi greitt allt árið þó svo að verktakalaun innihaldi orlof. Skoða betur!