fbpx

Stjórnarfundur LEB.  22.  maí 2018

Kl: 09.30

Mætt voru: Þórunn Sveinbjörnsdóttir,  formaður,

Sigurður Jónsson varaformaður, Sigríður J. Guðmundsdóttir gjaldkeri,

Elísabet Valgeirsdóttir ritari, Guðrún María Harðardóttir, Haukur Halldórsson, Erna Indriðadóttir og Baldur þór Baldursson.

 

 

1.

Staðan í nefnarstarfi um þá vest settu. Mikilvægt er að kortleggja hvaða hópar það eru sem tilheyra þeim svo sem: innflytjendur, leigjendur og konur með lágan eða engan lífeyri annan er frá TR.

Umræðan snérist að miklu leyti um skerðingar vegna greiðslna frá Lífeyrissjóðunum.

Greinilegt, að verið er að stefna að því að lífeyirssjóðirnir verði fyrsta stoðin í lífeyriskerfinu og Almannatryggingarnar önnur stoðin, sem er  ekki ásættanlegt.

Nauðsynlegt að finna lausnir.  2.500  eldri borgarar eru á leigumarkaðnum.  Margir eru með háan lyfjakostnað. Yfir 9000 manns búa einir og þar er verk að vinna.

Um 90% eru í eigin húsnæði.

 

 

3.

Umræða um auka landsfundinn, ályktanirnar og fundarstjórn. Hér kom fram að fólki fannst að t.d., ályktanir í lokin hefðu þurft betri umfjöllun og loka- meðferð. Lagabreytingar fóru í gegn en umfjöllunin  hefði mátt vera betur skipulögð. Tölvukerfið á staðnum hindraði faglega vinnu.

 

4.

Formaður sagði frá Landsmóti UMFÍ  sem verður í sumar á Sauðárkróki en þar verður líka landsmót 50 +.

Sigrún Erlingsdóttir  háskólanemi er með verkefni um Öldungaráðin. Hún mun  skoða starfssemi þeirra og fær styrk til þess frá LEB þar sem verkefnið er styrkt af Velferðarráðuneytinu.

Styrkir til tölvunáms eldri borgara. Hvernig er best að standa að þeim?  Verið er að leita að hæfum eintaklingi til að hanna grunnkennslugögn fyrir I-pad kennslu til að kenna eldri borgurum og nota sem víðast.

 

Stax frá uppafi nýrrar stjórnar var ljós að LEB  þarf starfsmann til veka fyri LEB. En þar sem tekjur drógust  saman var áveðið að þreyja þorran og góuna. Því er Stjórn sammála um að leita að starfsmanni á skrifstofu LEB í hlutastarf. Formaður hefur brúað bilið tíabundið miðað við lægri tekjur LEB en hluti vandans er að VEL veitir ekki rekstrarstyki lengur einböngu til verkefna.

 

 

 

  1. Rætt um kostnað við akstur vegna fulltrúa á landsfundi, miðað við km.gjald eða lægsta flugfargjald. Gjaldkeri lagði fram tillögu í málinu. Hefur verið sent á félögin.

 

 

6.

Listin að lifa. Það hefur gengið illa að dreifa blaðinu og margar kvartanir borist af landsbyggðinni. Lagt til að fá tilboð frá Póstinum. Póstdreifing hefur ekki staðið sem skildi. Bæta þarf víða gæði tölvukerfa félaga innan LEB svo listar verði betri og öruggari.

 

 

7.

FEB Reykjavík vill að farið verði í að kanna málaferli  vegan skerðinga.

Ekki talið heppilegt fyrir LEB  að fara í málaferli v/skerðinga á þessum tímapunkti.

Daníel Isebarn er með málsundirbúning og vill mun meiri og öruggari upplýsingar til að byggja á.

 

 

8.

Þórunn og Sigríður sögðu frá fróðlegri samnorrænni ráðstefnu  NOPO  í Stokkhólmi sem þær sóttu sem fulltrúar LEB.

40.milj. eldri borgara eru í Evrópu það kallar á allskonar nýjar leiðir s.s. í ferðamálum og þjónustu

Birna Bjarnadóttir er skráð fulltrú LEB í AGE.

Ákveðið að senda henni póst og benda henni kurteislega á að hún sé ekki lengur fulltrúi LEB.

 

 

9.

Samtök almannaheilla.  Erum aðilar að þeim, en þau vinna að því að gæta hagsmuna 3 geirans sem eru frjáls félagasamtök. Þriðji geirinn er talin frjáls félagasamtök.

Nefnd um heilbrigðismál á vegum LEB og nefnd um húsnæðismál . Málin rædd og stefnt að því að stofna slíkar nefndir í haust.

 

Þórunn kynnti stjórnarmönnum bók sem hún hafði komst yfir

um tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndum.

Bókina er hægt að finna á heimasíðu TR.

 

Fundinum lauk að loknu matarhléi kl: 13.00

 

Næsti fundur boðaður 13.júní Kl: 10.00.

 

 

Elísabet Valgeirsdóttir ritari LEB

og Þórunn Sveinbjörnsdóttir.