fbpx

Stjórnarfundur  LEB  21. mars  2018

Kl.10.00 til kl. 13.00

Fundargerð síðasta fundar:

 

  1. Skýrt frá samtölum við ráðherra:

Sigurður, Þórunn og Elísabet fóru á fund Katrínar Jakobsdóttur. Fundurinn kom með afar stuttum fyrirvara en Katrín og ráðuneytisstjórinn sátu fundinn. Farið var yfir öll þau mál sem efst eru á blaði í málefnum okkar félaga. Katrín er vel inn í málunum og ræddi möguleika á að vinna frekar saman að lausnum s.s.hjúkrunarheimilisvandans og stöðu þeirra sem verst eru staddir. Einnig var framkvæmdasjóður aldraðra ræddur og vinnubrögð gagnrýnd.

 

  1. Aukaaðalfundurinn. Undirbúningur:  Salurinn á Seltjarnarnesi er okkar. Drög að dagskrá lögð fram. Tillögur um að breyta henni ræddar og samþykktar. Dagskráin verður til og kynnt á næstu dögum.

 

  1. Kostnaður við akstur og aðrar leiðir vegna funda hjá LEB.

Sigríður Guðmundsdóttir, gjaldkeri, lagði fram endurskoðaðar reglur um endurgreiðslur vegna aksturs, flugs og bílaleigubíla sem fólk þarf til að sækja fundi hjá LEB.

 

  1. Staða varðandi skil á gögnum frá félögunum: Það kemur nýjum formanni á óvart hversu erfitt er að fá ársskýrslur og einnig gögn til Grétars Snæs sem hefur um árabil séð um að koma listum í tiltekið horf svo blaðið fari í dreifingu. Hér er stórt verkefni til að leysa.

 

  1. Tannlækningar eldra fólks. Þórunn formaður hefur átt sæti í starfshópi vegna tannlækninga og annarra þátta sem lúta að tannheilsu eldra fólks. Tilnefningin er vegna þess að settar hafa verið 500  milljónir frá 1. júlí til að auka niðurgreiðslu tannlæknakostnaðar eldra fólks og öryrkja. Nefndin er búin að halda 2 fundi og er langt komin með sínar tillögur en þar er einnig fjallað um forvarnir og þá sem búa á hjúkrunarheimilum og/eða sambýlum.

 

  1. Tilnefningar í nefndir: Vegna endurtekinna kosninga er beðið á ný um tilnefningar í nefndir. Nú er það samstarfsnefnd um málefni aldraðra. Tilnefnd voru:  Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Baldur Baldvinsson.

 

  1. Tilnefning í nefnd um kjör eldra fólks: Hér er um nýja nefnd að ræða og hefur Ásmundur Daði lagt til að LEB tilnefni a.m.k. þrjá í slíka nefnd á móti ráðuneytisfólki. Frá LEB koma þau Þórunn Sv. og Haukur Halldórsson formaður kjaranefndar LEB-FEB. Þriðji er frá FEB-R.

 

  1. Bréf til alþingismanna vegna fólks með búsetuskerðingar:

Lagt fram bréf til alþingismanna frá starfshópi sem Þórunn hefur átt aðild að en þar hefur verið til skoðunar áhrif skertrar búsetu á tekjur og afkomu fólks bæði nýbúa og Íslendinga sem hafa átt hluta ferils síns erlendis. Stórt mál framundan og komið að þolmörkum. Kallar á fátækt eldra fólks.

 

  1. Nýtt blað LEB“ Listin að lifa“ og vinna við það að koma því til fólksins:

Hér er mikið og flókið verk framundan þar sem enn er unnið með einfalda lista sem ekki henta til að setja beint í póstdreifingu. Til þess þarf alvöru félagakerfi. Hvað er rétt að gera í þessu?

 

  1. Fundur í ráðhúsinu 10. apríl: Öldungaráð Reykjavíkur boðar til fundar um stöðu aldraðra innflytjenda.
  2. Ársreikningur: Fyrstu drög rædd og um mikilvægi þess að ársreikningar séu gagnsæir og skiljanlegir. Nokkur mál þarfnast útskýringa s.s. ritun á fundargerð síðasta landsfundar. Engir samningar til og óhófs greiðsla.

 

  1. Hringbraut og sjónvarpsþættir þar. LEB hefur áður rætt við Hringbraut um samsstarf en þá hvarf einn leiðtoginn af landinu. Nú eru nýir þættir í upptöku og vill LEB gjarnan vera með. Einróma samþykkt.

 

  1. Önnur mál. Fundi slitið kl. 12.30