fbpx

Landssamband eldri borgara 29.01  2018 kl. 10.00-13.30 að Sigtúni 42

  1. Fundargerð stjórnarfundar nr. 301 samþykkt.
  2. Rætt var um stöðu kjaramála og þau vonbrigði að ríkisstjórnin skyldi velja 4,7 % hækkun í stað 7,1% sem er miðað við launaþróun. Stjórn LEB lýsir yfir miklum vonbrigðum með hvernig kosningaloforðin fuku öll meira og minna út um gluggann. Einnig var rætt um hvernig VEL stendur sig við að úthluta styrkjum en þeir áttu að birtast 22. jan. svo fjármálaleg staða LEB hangir í óvissu.
  3. Aukalandsfundur og staðsetning. Komin er salur í Félagsheimili á Seltjarnarnesi og var dagsetningin ákveðin apríl  2018. Rætt var um dagskrá fundarins og verða lagamálin f.h. en stefnt á gott erindi e.h. eða ef tekst að fá ráðherra á fundinn með innlegg og sitja fyrir svörum.
  4. Samstarf við Landsbankann. Þórunn og Sigurður fóru á fund í Landsbankanum þar sem okkur var kynnt tillaga að efni um eldra fólk sem unnið er á vegum bankans af Ara Skúlasyni. Þarna er  rýnt í ýmsa hluti sem snerta líf á efri árum. Óskaði bankinn eftir samstarfi að kynna þetta efni auk þess sem LEB getur nýtt efnið á heimasíðu og á Facebook. Verulega gagnlegt efni.
  5. Tilnefningar í nefnd og starfshóp: Sigurður Jónsson og til vara Sigríður Guðmundssdóttir í framkvæmdasjóð aldraðra og í starfshóp um nýtt framlag vegna tannheilsu aldraðra:   Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Baldur Baldvinsson.
  6. Leigumálin hjá LEB. Samningur um húsaleigu er frá árinu 2012 og í honum eru atriði sem aldrei hafa verið notuð s.s. bókhaldsþjónusta og aðstoð við heimasíðu. Ákveðið að formaður og varaformaður tali við húsráðendur hjá UMFÍ Auði og fleiri hjá UMFÍ.
  7. Ferðakostnaður okkar félaga. Rætt hefur verið um að skýra þurfi reglur um ferðakostnað félaga okkar sem sækja fundi á mölina. Sigríður gjaldkeri ætlar að taka að sér að laga reglurnar og senda á stjórn til að skoða með tilliti til staðfestingar.
  8. Blaðið og ritnefnd. Fjallað var um útgáfu „Listarinnar að lifa“ sem nú er stefnt að að komi út um mánaðamót febr.- mars. Ritnefnd hefur hitst og skipt á sig verkefnum og mun hún hittast aftur 30.jan. 2018.
  9. Samskipti við VEL og fleiri aðila. Innt var eftir hvort fundur með ASÍ væri ákveðinn en honum hefur verið frestað ítrekað vegna anna þar. Rætt um næsta fund með Velferðarráðherra og mikilvægi þess að fá hann sem allra fyrst. Einnig var rætt um þörf á að fá lögfræðilega ráðgjöf vegna vanefnda gagnvart eldra fólki.
  10. Erlend samskipti. Nú líður að „Vorfundi Nopo“ sem eru okkar norrænu samtök. Fundurinn verður í Svíþjóð og er kallaður aðalfundur. Á haustin er annar fundur sem er opnari og um miklu fleiri mál.
  11. Formaður LEB hefur mætt víða á undaförnum mánuðum til að ræða okkar  baráttumál og margt fleira s.s. réttindamálin. Áfram verður fundað með þeim félögum sem þess óska.
  12. Fræðsla um allt. LEB sótti um marga styrki til fræðslu um land allt. Engin svör eru komin frá VEL. En eitt af því sem við getum flutt milli okkar allra er að lesa með börnum. Þetta er víða gert í tenglum við skóla og hefur tekist frábærlega. Því hvetjum við félög sem ekki hafa komið enn að þessu mikilvæga verkefni að kanna á sínum heimaslóðum.
  13. Ferðir á þessu ári. Nú hefur verið samið við ferðaskrifstofu Guðmunar Jónassonar um að útbúa fyrir okkur frábærar ferðir sem henta okkar aldurshóp. Í vor verður ferð til Wienna eða Vínar og allir vita að sú borg er gullkista gamalla bygginga, kaffihúsa, safna og lista og listar í mat og drykk siglt á Dóná og fræðsla um söguna. Næsta ferð er til Skotlands og þar verður hálendið skoðað auk siglinga á Loch Ness, saga frelsisbaráttu Skota er svo mögnuð og það verður farið yfir þá sögu en allt í Skotlandi er svo ólíkt okkur en samt af sama meiði ….æðisleg ferð. Svo að lokum er jólamarkaðsferð til Heidelberg um mánaðamótin nóv.- des…..á ævintýralegu hóteli í miðju borgarinnar beint á móti öllu því sem upp er sett vegna jólamarkaða. Vínsmökkun er með í þessu! Kaffihúsin eru líka lúxus fyrir okkur sem borgum meira en tvöfalt á Íslandi eða meira.Birt á heimasíðu okkar Vínar frðin kominn inn.
  14. Önnur mál: Hér voru tekin fyrir ýmis mál . Þurfum við að ræða ofbeldi gagnvart eldri konum ? Já, var svarið. En undir þessum lið ræddum við um hvort og hvenær þurfum við að ráða inn stafsmann sem getur fyllt í holurnar á því sem við þurfum að vinna að. Umræður sem hafa farið fram um að Grái herinn og starfsmaður hans flytti til Landssambandsins en það stöðugildi er of stórt fyrir LEB að svo stöddu. Einnig var rætt um afsláttarbókina og afstöðu FEB í Reyjavik. Hér vandast málin því FEB vill að LEB komi inn fyrir alla en það eru ekki allir sem vilja vera með. Hér er mál sem þarf að finna góða lausn á ?
  15. Næsti fundur boðaður 21. febr

Fundargerð skrifaði Þórunn  H. Sveinbjörnsdóttir.