fbpx

301. stjórnarfundur,

07.12  2017 kl. 13.00-16.15 að Sigtúni 42

 

 

Fundargerð

 

 

  1. Fundargerð stjórnarfundar nr. 300 samþykkt

 

  1. Stjórnarsáttmálinn. Farið var yfir þau atriði í stjórnarsáttmálanum sem koma að málefnum eldri borga. Ber þar hæst að hækka frítekjumark atvinnutekna í 100 þúsund, Alvöru sókn í byggingu hjúkrunarheimila og að tannlæknakostnaður aldraðra verið tekin til gagngerrar endurskoðunar önnur loforð voru óljósari og þarf greinilega að ganga eftir í viðræðum við stjórnvöld

 

 

  1. Laganefnd að skila af sér. Til stóð að laganefnd væri að skila niðurstöðu á þessum fundi en það náðist ekki þar sem ekki er komin sátt um ákveðin atriði.

 

  1. Vitöl við ráðuneytið um næstu skref. Komin er dagsetning á fyrsta fund með ráherra velferðarmála eða þann 12. Des. N.k. Fram kom í stjórn hvatnibg til dáða á fundinum.

 

  1. Afsláttarbókin.Formanni falið að eiga samtal við FEB í Reykjavík um samstarf um útgáfu afsláttarbókarinnar

 

 

  1. Tannlæknamálið staðan nú og svo . Beðið er eftir fundi með Svandísi Svafarsdóttur ný heilbrigðisráðherra til að fá hennar útspil í þessu veigamikla máli.

 

  1. Miðlun með tillögu um fjáröflun. Endanlegt samþykki að fara í samstarfið þar sem allur vafi á að þetta sé okkur án peningalegrar ábyrgðar ef markmið okkar nást ekki.

 

 

  1. Ritnefndarfundur umræða. Stjórn var tjáð að ritnefndin væri búin að koma saman og hefja störf. Sökkólfur mun hjálpa og ritstýra blaðinu með aðstoð ritnefndar.

 

  1. Gestir frá Sóltúni. Á fundinn mættu Halla Thoroddsen, íþróttakennari og hjúkrunarfræðingur. Fóru þær stöllur yfir Sóltún heima sem er nýtt verkefni til að stuðla að því að fólk geti búið heima lengur með betri heilsu eftir þjálfun og með varanlegri þjálfun.

 

  1. Erindi til LEB

 

  1. Ferðir á næsta ári Hafinn er undirbúningur að ferðum á vegum Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar fyrir LEB. Lagt er til að skoða Skotland og Belgíu búast má við tillögum í janúar.

 

  1. Önnur mál: Drög að fréttabréfi til fomanna á landsbyggðinni og var gerður að því góður rómur. Stefnt að því annann hvern mánuð.