Stjórnarfundur LEB. 18.okt 2017
- fundur nýrrar stjórnar kl. 10:00 -15.30
Fundargerð síðasta fundar.
Var samþykkt.
- Næstu skref í kjarabaráttunni .
Mikil umræða fór fram um hvað hægt er að gera fram að kosningum og og á meðan á stjórnarmydnunarviðræðum stendur. Allir hvattir til að tala við sína þingmenn og að skrifa greinar og senda pósta á fólk um mikilvægi okkar baráttu. Baráttan heldur áfram.
- Tannlækningar eldra fólks og átak til að vekja athygli?
Formaður hefur átt viðræður við ÖBÍ og formann Tannlæknafélagsins um samstarf um baráttu fyrir auknum niðurgreiðslum og uppgjöri á skuld ráðuneytisins til eldra fólks og öryrkja. Þau lögðu til að gera sameiginlega áskorun til þingflokka. Og að fara í auglýsingaherferð. Tillaga að kostnaðaráætlun lá frami á fundinum og var samdóma álit stjórnar að hún væri of há. Formanni falið að koma þvi til skila.
3 Heimsókn Dr. Hauks Arnþórssonar sem hefur fjallað um skerðingar.
Haukur fjallaði um hvað hann hefur tekið saman um stöðu íslenskra lífeyrisþega miðað við aðra í Evrópu og um lífeyrisparnað og almannatryggingar og hvar við erum stödd. Samkvæmt hans rannsókn erum við há í inneignum í lífeyrissjóðum en þegar kemur að útgreiðslu og heilsartekjum erum við tölvert undir meðaltali OECD ríka. Haukur vill fyrir LEB frekari gögn og koma stoðum undir þessa umræðu m.a. með skattagögnum og slíku. Samþykkt var að kanna málið frekar með jákæðu hugarfari þar sem mikil nauðsyn er á haldbærum öruggum upplýsingum í okkar endalausu kjarabaráttu.
- Blaðið og næstu skref…. viðtal við Sökkólf sem sér um Listina að lifa
Það náðist ekki að kalla saman ritnefndina fyrir frídaga formanns. Það er næsta skref í málinu. Kjartan hjá Sökkólfi ráðleggur okkur í þessu máli en það eru ýmsir vankantar í sambandi við blaðið s.s. útburður á landsvísu.
- Kosningar framundan og laugardagsfundurinn í Hásklólabíói.
Í fyrsta lið var fjallað um kjarabaráttu framundan en fundurinn í Háskólabíó tókst vel og var mjög vel skipulagður og þökkum við Gráa hernum og FEBR fyrir þá vinnu. Aðalávarp fundarins flutti formaður LEB og tókst að fá klöpp inn á milli áherslna sem gefur svona fundi lit.
- Erlend samskipti/ Noregur –Bergen
Lagðar fram upplýsingar um haust fund NOPO í Bergen og einnig Nyhetsbrev sem hefur komið í pósti til LEB. Tölverð umræða um þessi samskipti og hvernig þau virka en við erum aðilar að þessu samstarfi.
Á fundinn fara þær Sigríður Guðmudsdóttir og Þórunn Sveinbjörnsdóttir og munu þær miðla upplýsingum til stjórnar og vonandi fréttum af Norðurlöndunum til félaga innan LEB.
- Innanlandsfundir/ Keflavík, Seltjarnarnes og Grindavík.
Formaður Leb hefur farið á nokkra opna fundi að undanförnu s.s. í Reykjanesbæ. Þar var góð mæting og tölverðar umræður. Á Seltjarnarnes en þar var líka mjög góð mæting um 50-60 manns og fínar umræður og ábendingar. Í Grindavík var fullur salur og fínar umræður. Framundan eru a.m.k. 2 slíkir fundir.
- Hringbraut er með tillögu að þáttum í sjónvarpi á næsta ári. Erna Indriðadóttir vék af fundi þar sem málið tengist hennar störfum. Tillagan hljóðar upp á 8 þætti með mismunandi áherslum en stígandi þegar nær dregur sveitastjórnarkosningum um málefni eldra fólks í sveitafélögum.
Stjórnarmönnum leist vel á tillöguna og var samþykkt að styðja verkefnið um 300.-þúsund krónur að því gefnu að fá að hafa áhrif á hvað verði tekið fyrir ef tilefni er til.
- Miðlun með kynningu á fjáröflun til stuðnings LEB.
Miðlun hefur haft samband við LEB fyrir einhverjum mánuðum og var hafin vinna við að skoða mögulega fjáröflun til að styrkja stoðirnar fyrir LEB. Á fundinn mættu Andri Árnason framkvæmdastjóri og Flóki Guðmundsson frá Miðlun og kynntu fyrir stjórn hvernig er þetta ef tekst að hitta í mark „Hvers vegna? Á ég að styðja baráttu LEB“…er það sem þarf að hafa að leiðarljósi við slíka fjáröflun. Kynnt voru nokkur verkefni sem hafa tekist mjög vel á þeirra vegum og eru enn í gangi . Nokkur umræða varð um málið en niðurstaðan var að kanna til hlítar ábyrgð LEB í málinu og hvort þar gætu komið einhverjir bakreikningar. Formanni falið að ræða við Miðlun.
- Listin að lifa.
Enn hefur ekki tekist að ná saman fundi í ritnefndinni. Formaður hefur rætt við Kjartan hjá Sökkólfi og velt upp þeim möguleikum sem eru í stöðunni. Kjartan er áfram tilbúin að vinna með LEB en samningurinn er til eins árs í senn. Sökkólfur er líka með samning við LEB um hýsingu á vef og hefur Kjartan nú tekið við að setja inn á heimsíðuna það sem fyrir liggur.
Mögulega má nota kostnaðinn við burðargjöld til betri hluta s.s. meira í blöðin og heimablöð í heimabyggðum?
- Haukur Halldórsson gerði stjórn grein fyrir störfum laganefndar og hvað þar ber hæst en vinnu er ekki lokið en stefnir í tillögur á næsta fundi laganefndar í nóvember
- Önnur mál. Tillaga um að skoða dagsetningar s.s. 23. eða 24. apríl fyrir auka landsfund.
Fundi lauk um kl. 15.30
Fundargerð ritaði Þórunn Sveinbjörnsd.
Næsti fundur er skáður 16. nóvember kl. 13.00 v/ TR