fbpx

Stjórnarfundur LEB. 24.ágúst 2017 no 2

297.fundur nýrrar stjórnar kl. 10:00 -12.00

 

Fundargerð síðasta fundar

 

  1. Undirbúningur fyrir komu ráðherra.

Farið yfir áhersluatriðin frá Landsfundinum og hvað beri að leggja mesta áherslu á. Þorsteinn komst ekki á þennan fund en bauð okkur til sín 31.ág

 

  1. Heimsókn Þorsteins Víglundssonar

Málinu frestað vegna fjarveru ráðherrans

3    Rekstur LEB næstu mánuði

Farið yfir reynslu 3 mánaða. Uppsögn á útvistun síma dregin til baka síminn tengur farsíma formanns ef engin er á skrifstofu. Sagt upp ljósvarka söfnum um málefni eldra fólks sem var ekki vel heppnuð. Með þessu sparast um 400 þúsund. Aukning á fundum og samskiptum við við fagaðila. Formaður fer á fundi og kynnir LEB. Haldið áfram að auka þá verulega.

  1. Fundartími og skipulag

Mjög fáir fundir hafa verið haldnir s.l. vetur og líkaði fólki það ekki,  stillt verður upp fundaplani með fleiri fundum. Rætt um tímasetningar.

 

  1. Fyrir liggjandi mál

Nokkrir fundir þegar boðaðir s.s. Laganefnd LEB þann 29.ág. fundur með FEBR á næstunni, fundur í Keflavík.Tannlæknamálið og fundir vegna þess auk væntanlegara funda í ráðuneytum og með verkalyðshreyfingunni. Auk þess fundur með Sambandi Íslenskra sveitafélaga í september.

  1. Aðkoma að nefndum

Skipa þarf í nokkrar nefndir s.s. velferðarvaktina. Samstarfsnefnd um málefni aldraðra, Sigurður Jónsson fer í Velferðarvaktina og Þórunn SV í SUMA. Skoða þarf skipan fleiri nenda.

 

  1. Launamál og skipulag starfsins

Stjórn ræddi um tillögu frá Sigurði Jónsssyni um greiðslur til þeirra stjórnamanna sem leggja fram vinnu fyrir LEB. Tillagan var samþykkt lítið breytt.

 

  1. Áherslur á haustönn

Tölverð umræða um næstu skref en kjaramálaályktun frá Landsfundi leggur línurnar. Og hefja samtöl við lífeyrissjóðasamtökin  fyrsta samtal hefur farið fram og fagna þau  samstarfi. Tala við  samtök launafólks.Hér þarf líka að fylgja eftir ályktunum landsfundar um félags og velferðarmál.

Rætt var um aukin skattsvik. Samþykkt að skoða á næstunni skýrsluna frá ASÍ um skattamál.

 

  1. Vinnufundur

Talað um að lengja  einn stjórnarfund og fá til okkar góða gesti sem tengjast málefnum LEB.

 

  1. Endurskoðandi

Rætt hefur verið við endurskoðanda um að skipulegga ársreikning betur svo hann sé gagnsærri og væri skýrari í framsetningu.

 

  • Samstarf um ferðalög

Rætt um að fjölga ferðum sem væru öllum félögum opin sérstaklega erlendis með góðu skipulagi. Samþykkt að fela frormanni að skoða samstarf við ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar um ferðir erlendis fyrir eldri borgara sem auglýstar verða á landsvísu.

 

  • Erlend samskipti

Litlar upplýsingar til um erlend samskipti hér á skrifstofunni. Borist hafa bréf að utan frá m.a. NOPO og erum við greinilega með í mörgum verkefnum. Skila þarf inn skýslum væntanlega á sænsku.

 

  • Listin að lifa

Rætt um blaðið og hvort ætti að gefa út eitt eða 2 blöð á ári. Einnig um Sökkólf og hvort það sé til verksamningur við þau. Blaðið þykir alltof dýrt sæerstaklega póstkostnaður . Rætt frekar næst. Einnig rætt um aðferðir til að koma baráttumálum á sem sterkastann máta í fjölmiðla.

  1. Önnur mál

Fundi lauk  um kl. 16.30

 

Fundargerð ritaði Þórunn Sveinbjörnsd

Næsti fundur er skáður 21.sept. kl.9.30